Almar í kassanum kominn í tjald: „Ég er staðsettur á miðri folf braut“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 20:38 Almar stefnir á hundrað myndir. Snæbjörn Brynjarsson. Gjörningalistamaðurinn Almar Atlason býr nú í tjaldi á Höfn í Hornafirði og málar landslagsmyndir af mikilli elju. Er þetta gert til þess að minnast þess að Ásgrímur Jónsson málaði þarna fyrir 111 árum síðan. „Ég hef aldrei komið á Hornafjörð áður og er meira að segja með ofnæmi fyrir skelfisk. Ég hef einu sinni komið til Keflavíkur og ímyndaði mér að þetta væri svipað,“ segir Almar sem dvalið hefur í tjaldinu í hálfan mánuð. Hann ætlar að vera þarna í um þrjár vikur í viðbót og mála. Almar er best þekktur fyrir gjörninginn og útskriftarverkefnið sitt, Almar í kassanum, árið 2015 þegar hann dvaldi lengi berrassaður í litlum glerkassa. Þjóðin fylgdist þá grannt með honum í gegnum myndavél. Núna dvelur hann upp á hól í Höfn sem kallast Hrossó, í tjaldi sem hann útbjó fyrir þetta verkefni. Gjörningurinn ber heitið Tjaldurinn á Hrossó. Almar hafði aldrei komið til Hafnar áður. Hann heldur sýningu þar 15. september.Snæbjörn Brynjarsson „Ég er staðsettur á miðri folf braut. Fólk er mikið að folfa í tjaldið mitt og yfir það. Ég reyni að mála folfarana og þeir eru mishrifnir af því. En þetta er eini félagsskapurinn sem ég hef hérna, þessir folfarar,“ segir Almar. Hann segist ekki ætla að vera á Adamsklæðunum í þetta skiptið. „Ekki nema þegar ég fer í sund,“ segir hann. Dirfska listasafnsins Gjörningurinn er vísun í fræga heimsókn landslagsmálarans Ásgríms Jónssonar til Hafnar árið 1912. Það var Snæbjörn Brynjarsson, safnstjóri Listasafnsins, sem gaukaði hugmyndinni að Almari að gera eitthvað til að minnast þessarar heimsóknar. Ásgrímur kveikti mikinn áhuga hjá Hornfirðingum á listmálun. Pöntuðu þeir liti frá Skotlandi og stofnuðu með sér málarafélag. Úr varð eins konar hreyfing sem innihélt meðal annarra listamanninn Svavar Guðnason. „Þá fóru jafnt hreppsómagar og bæjarstjórar út að mála í tylftum og til varð svolítið skrýtið og íslenskt málverk,“ segir Almar um það sem hann kallar Hornafjarðarskólann. Sjálfur segist Almar líta meira upp til þessara málara en Ásgríms. Hann segist þó ekki geta logið því að vera reyndur landslagsmálari. Almar málar til heiðurs Ásgríms og Hornafjarðarskólans.Snæbjörn Brynjarsson „Að standa úti og mála er algjörlega nýtt fyrir mér. Það er ákveðin dirfska af safninu að fá jafn vanhæfan mann og mig í starfið,“ segir Almar. Stefnir á hundrað myndir Almar málar mikið af skýjum og þoku. En einnig allt sem fyrir augu ber. Þegar blaðamaður náði af honum tali var hann að mála Sindraleik. „Ég reyni að framleiða eins mikið af málverkum og ég mögulega get. Ég stefni á svona hundrað myndir en það næst aldrei,“ segir Almar. Afraksturinn verður svo sýndur á myndlistarsýningu á Svavarssafni á Höfn þann 15. september. Ekki er hægt að fylgjast með Almari í beinni útsendingu en vitaskuld er hægt að heilsa upp á hann á staðnum. Almar málar allt sem fyrir augu ber. Þegar fréttastofa náði af honum tali var hann að mála Sindraleik.Snæbjörn Brynjarson. „Það eru allir guðvelkomnir í folf og kaffi. Ef ég verð ekki í tjaldinu þá verð ég einhvers staðar á svæðinu að mála,“ segir Almar. Myndlist Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu Almar Steinn Atlason sem er líklega hvað þekktastur sem Almar í kassanum eftir að hafa dvalið nakinn í kassa árið 2015 sýnir ekki síður djörfung í nýjasta verki sínu. 23. febrúar 2019 07:45 Almar ætlar að taka til í kassanum í vikunni Afþakkaði sturtuna í Listaháskólanum og fór í sund eftir kassadvölina. 7. desember 2015 12:19 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég hef aldrei komið á Hornafjörð áður og er meira að segja með ofnæmi fyrir skelfisk. Ég hef einu sinni komið til Keflavíkur og ímyndaði mér að þetta væri svipað,“ segir Almar sem dvalið hefur í tjaldinu í hálfan mánuð. Hann ætlar að vera þarna í um þrjár vikur í viðbót og mála. Almar er best þekktur fyrir gjörninginn og útskriftarverkefnið sitt, Almar í kassanum, árið 2015 þegar hann dvaldi lengi berrassaður í litlum glerkassa. Þjóðin fylgdist þá grannt með honum í gegnum myndavél. Núna dvelur hann upp á hól í Höfn sem kallast Hrossó, í tjaldi sem hann útbjó fyrir þetta verkefni. Gjörningurinn ber heitið Tjaldurinn á Hrossó. Almar hafði aldrei komið til Hafnar áður. Hann heldur sýningu þar 15. september.Snæbjörn Brynjarsson „Ég er staðsettur á miðri folf braut. Fólk er mikið að folfa í tjaldið mitt og yfir það. Ég reyni að mála folfarana og þeir eru mishrifnir af því. En þetta er eini félagsskapurinn sem ég hef hérna, þessir folfarar,“ segir Almar. Hann segist ekki ætla að vera á Adamsklæðunum í þetta skiptið. „Ekki nema þegar ég fer í sund,“ segir hann. Dirfska listasafnsins Gjörningurinn er vísun í fræga heimsókn landslagsmálarans Ásgríms Jónssonar til Hafnar árið 1912. Það var Snæbjörn Brynjarsson, safnstjóri Listasafnsins, sem gaukaði hugmyndinni að Almari að gera eitthvað til að minnast þessarar heimsóknar. Ásgrímur kveikti mikinn áhuga hjá Hornfirðingum á listmálun. Pöntuðu þeir liti frá Skotlandi og stofnuðu með sér málarafélag. Úr varð eins konar hreyfing sem innihélt meðal annarra listamanninn Svavar Guðnason. „Þá fóru jafnt hreppsómagar og bæjarstjórar út að mála í tylftum og til varð svolítið skrýtið og íslenskt málverk,“ segir Almar um það sem hann kallar Hornafjarðarskólann. Sjálfur segist Almar líta meira upp til þessara málara en Ásgríms. Hann segist þó ekki geta logið því að vera reyndur landslagsmálari. Almar málar til heiðurs Ásgríms og Hornafjarðarskólans.Snæbjörn Brynjarsson „Að standa úti og mála er algjörlega nýtt fyrir mér. Það er ákveðin dirfska af safninu að fá jafn vanhæfan mann og mig í starfið,“ segir Almar. Stefnir á hundrað myndir Almar málar mikið af skýjum og þoku. En einnig allt sem fyrir augu ber. Þegar blaðamaður náði af honum tali var hann að mála Sindraleik. „Ég reyni að framleiða eins mikið af málverkum og ég mögulega get. Ég stefni á svona hundrað myndir en það næst aldrei,“ segir Almar. Afraksturinn verður svo sýndur á myndlistarsýningu á Svavarssafni á Höfn þann 15. september. Ekki er hægt að fylgjast með Almari í beinni útsendingu en vitaskuld er hægt að heilsa upp á hann á staðnum. Almar málar allt sem fyrir augu ber. Þegar fréttastofa náði af honum tali var hann að mála Sindraleik.Snæbjörn Brynjarson. „Það eru allir guðvelkomnir í folf og kaffi. Ef ég verð ekki í tjaldinu þá verð ég einhvers staðar á svæðinu að mála,“ segir Almar.
Myndlist Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu Almar Steinn Atlason sem er líklega hvað þekktastur sem Almar í kassanum eftir að hafa dvalið nakinn í kassa árið 2015 sýnir ekki síður djörfung í nýjasta verki sínu. 23. febrúar 2019 07:45 Almar ætlar að taka til í kassanum í vikunni Afþakkaði sturtuna í Listaháskólanum og fór í sund eftir kassadvölina. 7. desember 2015 12:19 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu Almar Steinn Atlason sem er líklega hvað þekktastur sem Almar í kassanum eftir að hafa dvalið nakinn í kassa árið 2015 sýnir ekki síður djörfung í nýjasta verki sínu. 23. febrúar 2019 07:45
Almar ætlar að taka til í kassanum í vikunni Afþakkaði sturtuna í Listaháskólanum og fór í sund eftir kassadvölina. 7. desember 2015 12:19