Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2023 16:01 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er hann ræddi við blaðamenn í gærkvöldi. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. Trump lýsti yfir sakleysi í gær en hann og lögmenn hans hafa sagt að tjáningarfrelsi hans leyfi honum að segja ósatt um kosningarnar. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. Þá segja þeir að Trump hafi klárlega vitað að hann væri að dreifa lygum um að kosningasvindl hefði átt sér stað, enda hafi hans helstu ráðgjafar, ráðherrar, dómsmálaráðuneytið og aðrir sagt honum að svo væri. Sjá einnig: Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Trump er langlíklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna og fer hann þá aftur fram gegn Joe Biden, núverandi forseta. Hér má sjá Trump ræða við blaðamenn í Washington DC í gær. Hann hefur farið hörðum orðum um borgina og segist ekki eiga möguleika á sanngjörnum réttarhöldum þar sem íbúum sé illa við hann. Hlakkar í Demókrötum Tilhugsunin um að Trump ætli að verja kosningabaráttunni í að endursegja ósannindi sín um síðustu kosningar heillar Demókrata mjög og veldur óróa meðal Repúblikana. Í samtali við Washington Post segja sérfræðingar á báðum vængjum stjórnmála vestanhafs að haldi Trump áfram að ljúga um kosningarnar, muni það koma niður á Repúblikönum í kosningunum. Auk þess að kjósa sér forseta, munu kjósendur í Bandaríkjunum einnig velja sér þingmenn, þriðjung öldungadeildarþingmanna og ríkisstjóra í nóvember á næsta ári. Áhersla frambjóðenda Repúblikanaflokksins á kosningarnar 2020 í kosningabaráttunni 2022 er talin hafa komið töluvert niður á flokknum í þinkosningunum í fyrra. Þá vísar WP í ummæli ráðgjafa innan beggja flokka sem hafa sagt að þessi umræða muni reynast Repúblikönum erfið. Demókratar telja að þetta muni nýtast þeim sérstaklega vel meðal kjósenda sem flakka milli flokka, þeim sé heilt yfir annt um lýðræðið. Vilja beita stefnum til að rýna í kosningarnar John Lauro, lögmaður Trumps, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að réttarhöldin gegn Trump veittu honum tækifæri sem hann hefði ekki haft áður. Nú væri hægt að beita stefnum til að rýna betur í kosningarnar 2020. Trump og bandamenn hans hafa höfðað tuga dómsmála vegna kosninganna. Þeir hafa tapað þeim öllum eða þau hafa verið felld niður af dómurum vegna skorts á sönnunargögnum. Rannsóknir hafa síðan ekki sýnt fram á neins konar kosningasvindl sem gæti hafa kostað Trump sigur. Saksóknarar segja Trump hafa verið full meðvitaðan um að svindl hefði ekki kostað hann sigur þegar hann laug því ítrekað. Má ekki ræða málið við vitni Dómarinn sem er með málið gegn Trump á sínum höndum skipaði honum að ræða málið ekki við vitni án þess að lögmenn væru viðstaddir. Það gæti reynst Trump erfitt þar sem möguleg vitni í málinu eru fjölmörg og margir úr hans innsta hring koma að því. Jack Smith, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, virðist hafa byggt mál sitt að miklu leyti á rannsókn þingnefndar sem hafði árásina á þinghús Bandaríkjanna til rannsóknar. Við þá rannsókn var rætt við fleiri en þúsund manns og þar á meðal voru nánustu ráðgjafar Trumps og börn hans. Í frétt AP fréttaveitunnar segir mögulegt að Trump sé þegar að ræða málið fyrir framan vitni. Þegar hann fór til Washington DC í gær var hann í fylgt tveggja manna sem tengjast málinu. Annar þeirra er Jason Miller, sem var mikið rætt við vegna rannsóknar þingsins, og hinn er Boris Epshteyn, ráðgjafi Trumps til langs tíma. Í ákærunni er vístað til Epshteyn, þó hann sé ekki nafngreindur, þar sem hann er einn af þeim sem aðstoðuðu Trump við að reyna að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í nokkrum ríkjum, með því markmiði að snúa úrslitum forsetakosninganna. Eftir að Trump var ákærður fyrir að taka með sér opinber skjöl úr Hvíta húsinu, þar á meðal leynileg gögn, og neitaði að skila þeim, ræddu lögmenn Trumps og dómari málsins hvort hann mætti ræða málið við Walt Nauta. Sá er aðstoðarmaður Trumps og fylgir honum um hvert fótmál en hann hefur einnig verið ákærður með Trump. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1. ágúst 2023 22:47 Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38 Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24 Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Trump lýsti yfir sakleysi í gær en hann og lögmenn hans hafa sagt að tjáningarfrelsi hans leyfi honum að segja ósatt um kosningarnar. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. Þá segja þeir að Trump hafi klárlega vitað að hann væri að dreifa lygum um að kosningasvindl hefði átt sér stað, enda hafi hans helstu ráðgjafar, ráðherrar, dómsmálaráðuneytið og aðrir sagt honum að svo væri. Sjá einnig: Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Trump er langlíklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna og fer hann þá aftur fram gegn Joe Biden, núverandi forseta. Hér má sjá Trump ræða við blaðamenn í Washington DC í gær. Hann hefur farið hörðum orðum um borgina og segist ekki eiga möguleika á sanngjörnum réttarhöldum þar sem íbúum sé illa við hann. Hlakkar í Demókrötum Tilhugsunin um að Trump ætli að verja kosningabaráttunni í að endursegja ósannindi sín um síðustu kosningar heillar Demókrata mjög og veldur óróa meðal Repúblikana. Í samtali við Washington Post segja sérfræðingar á báðum vængjum stjórnmála vestanhafs að haldi Trump áfram að ljúga um kosningarnar, muni það koma niður á Repúblikönum í kosningunum. Auk þess að kjósa sér forseta, munu kjósendur í Bandaríkjunum einnig velja sér þingmenn, þriðjung öldungadeildarþingmanna og ríkisstjóra í nóvember á næsta ári. Áhersla frambjóðenda Repúblikanaflokksins á kosningarnar 2020 í kosningabaráttunni 2022 er talin hafa komið töluvert niður á flokknum í þinkosningunum í fyrra. Þá vísar WP í ummæli ráðgjafa innan beggja flokka sem hafa sagt að þessi umræða muni reynast Repúblikönum erfið. Demókratar telja að þetta muni nýtast þeim sérstaklega vel meðal kjósenda sem flakka milli flokka, þeim sé heilt yfir annt um lýðræðið. Vilja beita stefnum til að rýna í kosningarnar John Lauro, lögmaður Trumps, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að réttarhöldin gegn Trump veittu honum tækifæri sem hann hefði ekki haft áður. Nú væri hægt að beita stefnum til að rýna betur í kosningarnar 2020. Trump og bandamenn hans hafa höfðað tuga dómsmála vegna kosninganna. Þeir hafa tapað þeim öllum eða þau hafa verið felld niður af dómurum vegna skorts á sönnunargögnum. Rannsóknir hafa síðan ekki sýnt fram á neins konar kosningasvindl sem gæti hafa kostað Trump sigur. Saksóknarar segja Trump hafa verið full meðvitaðan um að svindl hefði ekki kostað hann sigur þegar hann laug því ítrekað. Má ekki ræða málið við vitni Dómarinn sem er með málið gegn Trump á sínum höndum skipaði honum að ræða málið ekki við vitni án þess að lögmenn væru viðstaddir. Það gæti reynst Trump erfitt þar sem möguleg vitni í málinu eru fjölmörg og margir úr hans innsta hring koma að því. Jack Smith, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, virðist hafa byggt mál sitt að miklu leyti á rannsókn þingnefndar sem hafði árásina á þinghús Bandaríkjanna til rannsóknar. Við þá rannsókn var rætt við fleiri en þúsund manns og þar á meðal voru nánustu ráðgjafar Trumps og börn hans. Í frétt AP fréttaveitunnar segir mögulegt að Trump sé þegar að ræða málið fyrir framan vitni. Þegar hann fór til Washington DC í gær var hann í fylgt tveggja manna sem tengjast málinu. Annar þeirra er Jason Miller, sem var mikið rætt við vegna rannsóknar þingsins, og hinn er Boris Epshteyn, ráðgjafi Trumps til langs tíma. Í ákærunni er vístað til Epshteyn, þó hann sé ekki nafngreindur, þar sem hann er einn af þeim sem aðstoðuðu Trump við að reyna að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í nokkrum ríkjum, með því markmiði að snúa úrslitum forsetakosninganna. Eftir að Trump var ákærður fyrir að taka með sér opinber skjöl úr Hvíta húsinu, þar á meðal leynileg gögn, og neitaði að skila þeim, ræddu lögmenn Trumps og dómari málsins hvort hann mætti ræða málið við Walt Nauta. Sá er aðstoðarmaður Trumps og fylgir honum um hvert fótmál en hann hefur einnig verið ákærður með Trump.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1. ágúst 2023 22:47 Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38 Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24 Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1. ágúst 2023 22:47
Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38
Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46