Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2023 21:05 Bréfdúfur eru mjög gáfaðar og rata alltaf heim til sín þó þeim sé sleppt á stöðum, sem þeir hafa aldrei verið á. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund. Bréfdúfnafélag Íslands er merkilegur félagsskapur með um fjörutíu félagsmönnum, körlum og konum. Tilgangur félagsins er að rækta dúfur og ekki síst keppnisdúfur, þar sem markmiðið er að dúfan sé sem fljótust að fljúga frá upphafsstaða viðkomandi keppni og heim til sín. Í gærkvöldi hittust keppendur með fugla sína hjá félagsmanni í Hveragerði þar sem tekið var á móti keppnisdúfunum og þær skráðar til leiks í gegnum tölvukerfi þar sem hver dúfa var skönnuð með sitt merki svo það sjáist í keppninni hver á viðkomandi dúfu. Keppni dagsins var frá Botnum í Meðallandi, um 200 kílómetra leið. Sumar þurftu að fljúga í Grindavík, aðrar á höfuðborgarsvæðið og einhverjar í Flóann svo dæmi séu nefnd. „Þetta eru karlar og konur í þessu sporti, sem hafa mikinn áhuga á ræktun. Það er engin þjóðhátíð í ár”, segir Ragnar Sigurjónsson, ræktandi og félagi í Bréfdúfnafélag Íslands. Það var meira en nóg að gera í Hveragerði í gærkvöldi þegar keppnisdúfurnar voru skráðar til leiks í keppni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Um leið og fuglinn kemur heim þá labbar hann yfir bretti, sem skráir þá niður tímann á þessum tiltekna fugl. Það er nú ekkert amalegt að byrja á einni bréfdúfukeppni, starta helginni þannig, bæði skemmtilegt og spennandi,” segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, formaður Bréfdúfnafélags Íslands Vilhelm segir að hraðinn á dúfunum í keppnum fari mjög mikið eftir vindáttum. „Þegar það er meðvindur þá geta þær verið á yfir 100 kílómetra meðalhraða á klukkustund en þegar það er mótvindur þá fara þær niður í 60 kílómetra á klukkustund.” Bréfdúfur eru mjög gáfaðar en hvernig í ósköpunum rata þær alltaf heim til sín. „Þær klárlega nota sólina og svo nota þær segulsvið jarðar líka og minni,” segir Vilhelm. En eru dúfur bara dúfur eða eru þetta persónuleikar? „Þetta eru miklir karakterar og þær eru jafn ólíkar og þær eru margar, bæði í útlit og sem einstaklingar. Þær eru misgáfaðar og þær líta mismunandi út en við þekkjum þær allar náttúrulega í sundur eins og góðum ræktanda ber að gera,” segir formaður Bréfdúfnafélags Íslands. Heimasíða Bréfdúfnafélags Íslands Hveragerði Fuglar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Bréfdúfnafélag Íslands er merkilegur félagsskapur með um fjörutíu félagsmönnum, körlum og konum. Tilgangur félagsins er að rækta dúfur og ekki síst keppnisdúfur, þar sem markmiðið er að dúfan sé sem fljótust að fljúga frá upphafsstaða viðkomandi keppni og heim til sín. Í gærkvöldi hittust keppendur með fugla sína hjá félagsmanni í Hveragerði þar sem tekið var á móti keppnisdúfunum og þær skráðar til leiks í gegnum tölvukerfi þar sem hver dúfa var skönnuð með sitt merki svo það sjáist í keppninni hver á viðkomandi dúfu. Keppni dagsins var frá Botnum í Meðallandi, um 200 kílómetra leið. Sumar þurftu að fljúga í Grindavík, aðrar á höfuðborgarsvæðið og einhverjar í Flóann svo dæmi séu nefnd. „Þetta eru karlar og konur í þessu sporti, sem hafa mikinn áhuga á ræktun. Það er engin þjóðhátíð í ár”, segir Ragnar Sigurjónsson, ræktandi og félagi í Bréfdúfnafélag Íslands. Það var meira en nóg að gera í Hveragerði í gærkvöldi þegar keppnisdúfurnar voru skráðar til leiks í keppni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Um leið og fuglinn kemur heim þá labbar hann yfir bretti, sem skráir þá niður tímann á þessum tiltekna fugl. Það er nú ekkert amalegt að byrja á einni bréfdúfukeppni, starta helginni þannig, bæði skemmtilegt og spennandi,” segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, formaður Bréfdúfnafélags Íslands Vilhelm segir að hraðinn á dúfunum í keppnum fari mjög mikið eftir vindáttum. „Þegar það er meðvindur þá geta þær verið á yfir 100 kílómetra meðalhraða á klukkustund en þegar það er mótvindur þá fara þær niður í 60 kílómetra á klukkustund.” Bréfdúfur eru mjög gáfaðar en hvernig í ósköpunum rata þær alltaf heim til sín. „Þær klárlega nota sólina og svo nota þær segulsvið jarðar líka og minni,” segir Vilhelm. En eru dúfur bara dúfur eða eru þetta persónuleikar? „Þetta eru miklir karakterar og þær eru jafn ólíkar og þær eru margar, bæði í útlit og sem einstaklingar. Þær eru misgáfaðar og þær líta mismunandi út en við þekkjum þær allar náttúrulega í sundur eins og góðum ræktanda ber að gera,” segir formaður Bréfdúfnafélags Íslands. Heimasíða Bréfdúfnafélags Íslands
Hveragerði Fuglar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira