Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 19:30 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum er ánægður með störf lögreglu hingað til á Þjóðhátíð. Vísir/Sara Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. Mikil rigning hefur sett svip sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.Heldur færri lögðu leið sína í Herjólfsdal í gærkvöldi heldur en á föstudag en þrátt fyrir það var mikill erill hjá lögreglu sem meðal annars sinnti fjölmörgum fíkniefnamálum. Alls hafa komið upp um 40 mál sem tengjast fíkniefnum hingað til á Þjóðhátíð. „Það verður að taka mið af því að við erum með mjög öfluga fíkniefnalöggæslu núna. Við erum með fjóra hunda og sex menn bara í þessu. Þeir eru mjög mikið á ferðinni inni í dal, í bænum, við Herjólf og uppi á flugvelli. Þannig að við erum með mikið afl í þessu og ekkert skrítið að við séum að grípa svolítið af þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir sérstaklega ánægjulegt þegar takist að stöðva söluaðila. Í nótt var karlmaður handtekinn með um fjörutíu grömm af kókaíni sem lögregla gerði upptæk. Átak gegn vopnaburði hefur heppnast vel Eitt kynferðisbrot hefur verið tilkynnt en Karl Gauti segir rannsókn þess vel á veg komin. Þá var tilkynnt um tvær minniháttar líkamsárásir í nótt. Þá hefur sérstakt átak lögreglu til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. „Þetta er einhver unglingamenning sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Við sáum fram á að ef þetta kæmi hingað þá gæti voðinn verið vís í svona margmenni og ákváðum að gera átak í þessu. Ég held að við höfum aðeins verið að stríða þessum aðilum sem eru kannski þekktir fyrir að bera á sér vopn,“ segir Karl Gauti. Leitað hefur verið á fólki áður en því er hleypt inn í Herjólfsdal. „Ef það eru einhverjir vafasamir aðilar þá höfum við skipt okkur af þeim. Við höfum gert mikið að því að leita að fólki í þessum tilgangi, til að reyna koma í veg fyrir þetta. Skilyrði til að komast inn í dal er að sjálfsögðu að leyfa leit.“ Búast má við fjölda fólks og mikilli stemningu þegar Þjóðhátíð nær hámarki við brekkusönginn í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer fram brekkusöngur í Herjólfsdal en sunnudagskvöldið er stærsta kvöld Þjóðhátíðar. Karl Gauti segir viðbragðsaðila við öllu búna. Fjöldi gæsluliða bætist við í kvöld þar sem von er á að gestum fjölgi um 1500 manns. „Hér hafa skipst á skyn og skúrir. Það var afskaplega gott veður á föstudeginum en í gærkvöldi kom úrhelli, einhver töluðu um monsún regn. Ég á von á því að menn fjölmenni bara í dalinn í kvöld og hvet gesti til að skemmta sér vel og virða mörk hvers annars. Og láta vita ef þeir verða varir við óeðlilega hegðun.“ Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Vestmannaeyjar Fíkniefnabrot Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Mikil rigning hefur sett svip sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.Heldur færri lögðu leið sína í Herjólfsdal í gærkvöldi heldur en á föstudag en þrátt fyrir það var mikill erill hjá lögreglu sem meðal annars sinnti fjölmörgum fíkniefnamálum. Alls hafa komið upp um 40 mál sem tengjast fíkniefnum hingað til á Þjóðhátíð. „Það verður að taka mið af því að við erum með mjög öfluga fíkniefnalöggæslu núna. Við erum með fjóra hunda og sex menn bara í þessu. Þeir eru mjög mikið á ferðinni inni í dal, í bænum, við Herjólf og uppi á flugvelli. Þannig að við erum með mikið afl í þessu og ekkert skrítið að við séum að grípa svolítið af þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir sérstaklega ánægjulegt þegar takist að stöðva söluaðila. Í nótt var karlmaður handtekinn með um fjörutíu grömm af kókaíni sem lögregla gerði upptæk. Átak gegn vopnaburði hefur heppnast vel Eitt kynferðisbrot hefur verið tilkynnt en Karl Gauti segir rannsókn þess vel á veg komin. Þá var tilkynnt um tvær minniháttar líkamsárásir í nótt. Þá hefur sérstakt átak lögreglu til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. „Þetta er einhver unglingamenning sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Við sáum fram á að ef þetta kæmi hingað þá gæti voðinn verið vís í svona margmenni og ákváðum að gera átak í þessu. Ég held að við höfum aðeins verið að stríða þessum aðilum sem eru kannski þekktir fyrir að bera á sér vopn,“ segir Karl Gauti. Leitað hefur verið á fólki áður en því er hleypt inn í Herjólfsdal. „Ef það eru einhverjir vafasamir aðilar þá höfum við skipt okkur af þeim. Við höfum gert mikið að því að leita að fólki í þessum tilgangi, til að reyna koma í veg fyrir þetta. Skilyrði til að komast inn í dal er að sjálfsögðu að leyfa leit.“ Búast má við fjölda fólks og mikilli stemningu þegar Þjóðhátíð nær hámarki við brekkusönginn í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer fram brekkusöngur í Herjólfsdal en sunnudagskvöldið er stærsta kvöld Þjóðhátíðar. Karl Gauti segir viðbragðsaðila við öllu búna. Fjöldi gæsluliða bætist við í kvöld þar sem von er á að gestum fjölgi um 1500 manns. „Hér hafa skipst á skyn og skúrir. Það var afskaplega gott veður á föstudeginum en í gærkvöldi kom úrhelli, einhver töluðu um monsún regn. Ég á von á því að menn fjölmenni bara í dalinn í kvöld og hvet gesti til að skemmta sér vel og virða mörk hvers annars. Og láta vita ef þeir verða varir við óeðlilega hegðun.“
Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Vestmannaeyjar Fíkniefnabrot Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira