Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi var konan að vinna við slátt þegar vélarblað losnaði úr sláttuvél sem var aftan í dráttarvél og þeyttist í fót hennar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi á þriðja tímanum á laugardag vegna slyssins sem átti sér stað í nágrenni við Stykkishólm. Þyrlan sótti konuna og lenti við Landspítalann í Fossvogi laust fyrir fjögur. Konan er ekki sögð í lífshættu.
Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi við gerð fréttarinnar.