Henry Ruggs dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Siggeir Ævarsson skrifar 9. ágúst 2023 23:29 Ruggs í leik með Las Vegas Raiders áður en ósköpin dundu yfir Vísir/Getty Henry Ruggs III, fyrrum útherji NFL liðsins Las Vegas Raiders, var í dag dæmdur sekur fyrir að verða konu að bana þegar hann keyrði á bifreið hennar á ofsahraða í nóvember 2021. Ruggs var dæmdur í allt að tíu ára fangelsi en gæti fengið reynslulausn eftir þrjú ár. Ruggs hafði ekið Chevrolet Corvette bifreið sinni á um 250 km hraða á klukkustund skömmu fyrir áreksturinn en hann mældist með tvöfalt meiri vínanda í blóðinu en lög í Nevada gefa svigrúm fyrir. Hámarkshraðinn í götunni þar sem áreksturinn átti sér stað var 70 km/klst. Konan sem lést í árekstrinum hét Tina Tintor og var 23 ára. Bíll hennar varð alelda við áreksturinn og lét hún lífið ásamt hundi sínum sem var með henni í bílnum, en Ruggs slapp með minniháttar áverka. Hann hafði játað sök í málinu fyrr á árinu en endanlegur dómur var kveðinn upp í dag. Ruggs las upp yfirlýsingu í dómsal þar sem hann sagði m.a: „Ég vil biðja foreldra fröken Tintor innilegrar afsökunar á þeim þjáningum og sorg sem ég hef valdið þeim. Ég á mér enga afsökun.“ Ruggs þótti einn af efnilegri leikmönnum NFL deildarinnar og árið 2020 gerði hann fjögurra ára samning við Las Vegas Raiders. Liðið sagði samningnum upp strax daginn eftir slysið í nóvember 2021. Ruggs hefur heitið því að beita sér fyrir vitundarvakningu um alvarleika þess að keyra undir áhrifum áfengis og yfir hámarkshraða. Hans bíður nú fangelsisvist til allt að tíu ára en með möguleika á reynslulausn eftir þrjú ár. Báðir bílarnir voru afar illa farnir eftir áreksturinn. Þrátt fyrir að höggið hafi verið mikið þar sem Ruggs keyrði meira en 180 km yfir hámarkshraða, þá lést Trintor af brunasárum sínum.Vísir/Getty NFL Tengdar fréttir Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00 Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Ruggs hafði ekið Chevrolet Corvette bifreið sinni á um 250 km hraða á klukkustund skömmu fyrir áreksturinn en hann mældist með tvöfalt meiri vínanda í blóðinu en lög í Nevada gefa svigrúm fyrir. Hámarkshraðinn í götunni þar sem áreksturinn átti sér stað var 70 km/klst. Konan sem lést í árekstrinum hét Tina Tintor og var 23 ára. Bíll hennar varð alelda við áreksturinn og lét hún lífið ásamt hundi sínum sem var með henni í bílnum, en Ruggs slapp með minniháttar áverka. Hann hafði játað sök í málinu fyrr á árinu en endanlegur dómur var kveðinn upp í dag. Ruggs las upp yfirlýsingu í dómsal þar sem hann sagði m.a: „Ég vil biðja foreldra fröken Tintor innilegrar afsökunar á þeim þjáningum og sorg sem ég hef valdið þeim. Ég á mér enga afsökun.“ Ruggs þótti einn af efnilegri leikmönnum NFL deildarinnar og árið 2020 gerði hann fjögurra ára samning við Las Vegas Raiders. Liðið sagði samningnum upp strax daginn eftir slysið í nóvember 2021. Ruggs hefur heitið því að beita sér fyrir vitundarvakningu um alvarleika þess að keyra undir áhrifum áfengis og yfir hámarkshraða. Hans bíður nú fangelsisvist til allt að tíu ára en með möguleika á reynslulausn eftir þrjú ár. Báðir bílarnir voru afar illa farnir eftir áreksturinn. Þrátt fyrir að höggið hafi verið mikið þar sem Ruggs keyrði meira en 180 km yfir hámarkshraða, þá lést Trintor af brunasárum sínum.Vísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00 Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00
Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45