Svörtu sandar fengu lofsamlega dóma í Wall Street Journal Stöð 2 14. ágúst 2023 11:17 Aldís Amah Hamilton leikur Anítu í Svörtu söndum ásamt því að vera einn þriggja handritshöfunda glæpaseríunnar. Mynd/Juliette Rowland. Glæpaserían Svörtu sandar fékk nýlega lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal en serían er sýnd á Viaplay, Alibi, SBS og Disney+. Gagnrýnandi blaðsins, John Anderson, hrósaði leikurunum og skemmtilegum fléttum og mælti með hámhorfi en serían telur átta þætti. Baldvin Z, leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda seríunnar, var ánægður að lesa þennan jákvæða dóm. „Ég veit í raun ekki mikið um viðtökur, en það litla sem ég veit er gríðarlega jákvætt. En ég er ekki mikið að velta mér upp úr því þessa dagana þar sem öll orkan fer í undirbúning á seríu tvö. Wall Street Journal er mjög stórt blað í Bandaríkjunum, það er það eina sem ég veit. Hins vegar veit ég að Viaplay voru mjög glöð með að fá þessa umfjöllun því það er erfitt að fá svona umfjöllun á erlendum seríum í svona stórum miðli og ekki skemmdi fyrir að umfjöllunin var hrikalega góð.“ Baldvin Z er leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda Svörtu sanda. Mynd/Juliette Rowland. Svörtu sandar fjallar um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist til að sækja æskuslóðirnar heim en þaðan hafði hún flúið fjórtán árum áður. Uppgjöf við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur breytir öllum plönum hennar. Aníta sogast niður í dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Aldís Amah Hamilton leikur Anítu og í öðrum aðalhlutverkum eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius. Svörtu sandar var sýnd á Stöð 2 um jólin árið 2021 en Glassriver er framleiðandi seríunnar. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius fara með stór hlutverk í Svöru söndum. Mynd/Juliette Rowland. Sería tvö, eða seinni hluti eins og Baldvin kýs að kalla verkefnið, er alveg magnaður lokakafli sögunnar að hans sögn. „Allir sem horfðu og festust við voru með svipaðar spurningar í lok fyrstu seríu. Við munum fá svör við öllum þeim spurningum og meira til og halda áfram látunum á Glerársöndum. Í seinni hlutanum eru þrettán mánuðir liðnir frá harmleiknum í seríu eitt. Aníta er búinn að eignast barn og martröðin byrjar aftur þegar kona stígur fram og sakar frænda hennar Davíð um kynferðislega misnotkun 40 árum áður.“ Klippa: Svörtu sandar - gerð fyrstu seríunnar. Líkt og í fyrri seríunni verður spennandi að fylgjast með hverjir lifa og hverjir deyja segir Baldvin. „Því reglan í Svörtu söndum er einföld. Ef eitthvað vont gerist, þá gerist það á eins vondan hátt og hugsast getur. Fjórar risa leikkonur bætast í leikarahópinn, þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Erla Ruth og Ólafía Hrönn ásamt fleiri frábærum leikurum. Þetta verður veisla.“ Mynd/Juliette Rowland. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
Gagnrýnandi blaðsins, John Anderson, hrósaði leikurunum og skemmtilegum fléttum og mælti með hámhorfi en serían telur átta þætti. Baldvin Z, leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda seríunnar, var ánægður að lesa þennan jákvæða dóm. „Ég veit í raun ekki mikið um viðtökur, en það litla sem ég veit er gríðarlega jákvætt. En ég er ekki mikið að velta mér upp úr því þessa dagana þar sem öll orkan fer í undirbúning á seríu tvö. Wall Street Journal er mjög stórt blað í Bandaríkjunum, það er það eina sem ég veit. Hins vegar veit ég að Viaplay voru mjög glöð með að fá þessa umfjöllun því það er erfitt að fá svona umfjöllun á erlendum seríum í svona stórum miðli og ekki skemmdi fyrir að umfjöllunin var hrikalega góð.“ Baldvin Z er leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda Svörtu sanda. Mynd/Juliette Rowland. Svörtu sandar fjallar um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist til að sækja æskuslóðirnar heim en þaðan hafði hún flúið fjórtán árum áður. Uppgjöf við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur breytir öllum plönum hennar. Aníta sogast niður í dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Aldís Amah Hamilton leikur Anítu og í öðrum aðalhlutverkum eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius. Svörtu sandar var sýnd á Stöð 2 um jólin árið 2021 en Glassriver er framleiðandi seríunnar. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius fara með stór hlutverk í Svöru söndum. Mynd/Juliette Rowland. Sería tvö, eða seinni hluti eins og Baldvin kýs að kalla verkefnið, er alveg magnaður lokakafli sögunnar að hans sögn. „Allir sem horfðu og festust við voru með svipaðar spurningar í lok fyrstu seríu. Við munum fá svör við öllum þeim spurningum og meira til og halda áfram látunum á Glerársöndum. Í seinni hlutanum eru þrettán mánuðir liðnir frá harmleiknum í seríu eitt. Aníta er búinn að eignast barn og martröðin byrjar aftur þegar kona stígur fram og sakar frænda hennar Davíð um kynferðislega misnotkun 40 árum áður.“ Klippa: Svörtu sandar - gerð fyrstu seríunnar. Líkt og í fyrri seríunni verður spennandi að fylgjast með hverjir lifa og hverjir deyja segir Baldvin. „Því reglan í Svörtu söndum er einföld. Ef eitthvað vont gerist, þá gerist það á eins vondan hátt og hugsast getur. Fjórar risa leikkonur bætast í leikarahópinn, þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Erla Ruth og Ólafía Hrönn ásamt fleiri frábærum leikurum. Þetta verður veisla.“ Mynd/Juliette Rowland.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira