Jarðgöng þurfi til að leysa út verðmæti á landsbyggðinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 23:11 Villhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikil verðmæti glatast á landsbyggðinni vegna óviðunandi samgangna. Verðmætin séu það sem skipti máli við jarðgangagerð en ekki kostnaður á hvern íbúa. Í gær var fjallað um umsögn vestfirska fyrirtækisins Kerecis við samgönguáætlun innviðaráðherra næstu fimmtán ára. Í umsögninni segir að Vestfirðir séu áfram jaðarsettir á landinu í áætluninni og kallað eftir fimm jarðgöngum sem hluti af svokallaðri vestfjarðalínu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis ræddi þörf jarðgangagerð og samgöngumál á landsbyggðinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er mikil eftirspurn í öllum landshlutum. Samgöngur eru eitt stærsta grunnþjónustumálið. Í umræðunni er oft fjallað um kostnaðinn og hvað það búa margir á hverju svæði, kostnað á hvern íbúa og annað slíkt. Ég held að við eigum að horfa til þess að þetta er forsenda uppbyggingar á atvinnulífi,“ segir Vilhjálmur. Glötuð verðmæti „Þetta myndi auka hagvöxt fyrirtækja. Á meðan við erum ekki að gera þessi göng og aðrar samgöngubætur eru alveg ótrúlega mikil verðmæti óútleyst, á öllum þessum landshlutum hringinn í kringum landið, þar sem að verðmætin verða til,“ segir Vilhjálmur sem nefnir í því sambandi landbúnað, sjávarútveg, nýsköpun, ál- og kísilframleiðslu. „Þetta eru útflutningsverðmæti íslenskrar þjóðar. Ég held að það séu enn þá mikið af slíkum verðmætum óútleyst sem við getum leyst út með aukinni jarðgangagerð.“ Hann segir þróun hafa átt sér stað í tækni til að bora göng. Þekkingin sömuleiðis. „Við sjáum að umferðin er alltaf meiri en búist var við í gegnum þessi mannvirki. Þau verða hagkvæmari en hagkvæmisútreikningar sögðu til áður.“ Vilhjálmur telur því að fleiri fyrirtæki líkt og Kerecis á Vestfjörðum myndu spretta upp, með betri samgöngum. „Ég held að við þurfum að horfa á þetta út frá því hvaða verðmæti við erum mögulega að glata, ef fyrirtæki treysta sér ekki til að starfa á þessum svæðum þar sem ekki er hægt að treysta á samgöngur. En ekki bara að horfa á þetta út frá íbúafjölda og kostnað per íbúa,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að ofan. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í gær var fjallað um umsögn vestfirska fyrirtækisins Kerecis við samgönguáætlun innviðaráðherra næstu fimmtán ára. Í umsögninni segir að Vestfirðir séu áfram jaðarsettir á landinu í áætluninni og kallað eftir fimm jarðgöngum sem hluti af svokallaðri vestfjarðalínu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis ræddi þörf jarðgangagerð og samgöngumál á landsbyggðinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er mikil eftirspurn í öllum landshlutum. Samgöngur eru eitt stærsta grunnþjónustumálið. Í umræðunni er oft fjallað um kostnaðinn og hvað það búa margir á hverju svæði, kostnað á hvern íbúa og annað slíkt. Ég held að við eigum að horfa til þess að þetta er forsenda uppbyggingar á atvinnulífi,“ segir Vilhjálmur. Glötuð verðmæti „Þetta myndi auka hagvöxt fyrirtækja. Á meðan við erum ekki að gera þessi göng og aðrar samgöngubætur eru alveg ótrúlega mikil verðmæti óútleyst, á öllum þessum landshlutum hringinn í kringum landið, þar sem að verðmætin verða til,“ segir Vilhjálmur sem nefnir í því sambandi landbúnað, sjávarútveg, nýsköpun, ál- og kísilframleiðslu. „Þetta eru útflutningsverðmæti íslenskrar þjóðar. Ég held að það séu enn þá mikið af slíkum verðmætum óútleyst sem við getum leyst út með aukinni jarðgangagerð.“ Hann segir þróun hafa átt sér stað í tækni til að bora göng. Þekkingin sömuleiðis. „Við sjáum að umferðin er alltaf meiri en búist var við í gegnum þessi mannvirki. Þau verða hagkvæmari en hagkvæmisútreikningar sögðu til áður.“ Vilhjálmur telur því að fleiri fyrirtæki líkt og Kerecis á Vestfjörðum myndu spretta upp, með betri samgöngum. „Ég held að við þurfum að horfa á þetta út frá því hvaða verðmæti við erum mögulega að glata, ef fyrirtæki treysta sér ekki til að starfa á þessum svæðum þar sem ekki er hægt að treysta á samgöngur. En ekki bara að horfa á þetta út frá íbúafjölda og kostnað per íbúa,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að ofan.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira