Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2023 13:21 Öskjuhlíð er eitt af grænum svæðum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem segir að um sé að ræða ræða einn elsta samfellda skóg í Reykjavík, nánar tiltekið skóglendi Öskjuhlíðar frá svæðinu við Háskólann í Reykjavík að svæði kirkjugarðsins í Fossvogi og Perlunnar. „Ætla má að krafa Isavia nái að lágmarki til um helmings elsta og hæsta skógarins í Öskjuhlíð og um þriðjungs samfellds skógar þar í heild. Krafan varðar stórt svæði, skóg sem nýtur hverfisverndar í deiliskipulagi og svæði í Öskjuhlíð sem nýtur verndar sem borgargarður í aðalskipulagi. Auk þess er Öskjuhlíð á náttúruminjaskrá. Þá fellur umrædd trjáfelling undir lög nr. 111/2021 um mat á umhverfisáhrifum áætlana og framkvæmda en í lögunum er kveðið á um að varanleg skógareyðing sem taki til 0,5 hektara svæðis eða stærra falli undir flokk B í lögunum. Þar er átt við framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki hvort háðar skuli umhverfismati. Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré.Reykjavíkurborg Forsaga og fyrri trjáfellingar Í samkomulagi Reykjavíkurborgar og ríkisins um flugvallarmál árið 2013 voru ákvæði um að vinna sameiginlega að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar Isavia í Vatnsmýri, samþykkja deiliskipulag um ný lendingarljós og fella hæstu trén í Öskjuhlíð, með tilliti til flugöryggis. Í samkomulaginu sagði að þegar lokun NA/SV (Norð-austur/Suð-vestur) brautarinnar hefði verið staðfest yrðu ný lendingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deiliskipulag og nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flugstarfseminnar. Dráttur varð á lokun brautarinnar og þurfti Reykjavíkurborg að sækja efndir á samningnum fyrir dómstólum. Það mál vannst loks endanlega í Hæstarétti. Í kjölfarið var unnið í samræmi við samkomulagið, stækkun flugstjórnarmiðstöðvar framkvæmd og skógurinn í Öskjuhlíð grisjaður. Vorið 2017 voru felld liðlega 140 tré þar og næstu ár á eftir fjarlægð um 10 tré ár hvert í samráði Reykjavíkurborgar og yfirmanns Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurborg hefur því talið að samkomulagið frá 2013 sé þegar að fullu efnt. Álítur hún fyrirliggjandi erindi eðlisbreytingu á verkefninu og að ný krafa Isavia til eyðingar skóglendis hefði í för með sér gjörbreytingu á ásýnd og eðli útivistarsvæðisins í Öskjuhlíð. Þá geta ofangreindar kröfur einnig varðað hæstu trén í Hljómskálagarðinum. Sá hluti skógarins í Öskjuhlíð sem hverfur eftir að búið er að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré, samkvæmt kröfu Isavia, er á rauða afmarkaða svæðinu á kortinu.Reykjavíkurborg Ekki fallist á kröfuna án skipulagsbreytinga og umfangsmikils samráðs Aðgerðir af þeim toga sem Isavia gerir kröfu um myndu kalla á verulegar breytingar á deiliskipulagi og hugsanlega endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin sjálf væri háð reglugerð um framkvæmdaleyfi og leita þyrfti umsagna fjölda aðila, þar á meðal Náttúrufræðistofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá. Var samþykkt á fundi borgarráðs í dag að senda erindi Isavia til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsráði áður en afstaða til þess verður tekin,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umferðaröryggi Borgarstjórn Skógrækt og landgræðsla Tré Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem segir að um sé að ræða ræða einn elsta samfellda skóg í Reykjavík, nánar tiltekið skóglendi Öskjuhlíðar frá svæðinu við Háskólann í Reykjavík að svæði kirkjugarðsins í Fossvogi og Perlunnar. „Ætla má að krafa Isavia nái að lágmarki til um helmings elsta og hæsta skógarins í Öskjuhlíð og um þriðjungs samfellds skógar þar í heild. Krafan varðar stórt svæði, skóg sem nýtur hverfisverndar í deiliskipulagi og svæði í Öskjuhlíð sem nýtur verndar sem borgargarður í aðalskipulagi. Auk þess er Öskjuhlíð á náttúruminjaskrá. Þá fellur umrædd trjáfelling undir lög nr. 111/2021 um mat á umhverfisáhrifum áætlana og framkvæmda en í lögunum er kveðið á um að varanleg skógareyðing sem taki til 0,5 hektara svæðis eða stærra falli undir flokk B í lögunum. Þar er átt við framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki hvort háðar skuli umhverfismati. Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré.Reykjavíkurborg Forsaga og fyrri trjáfellingar Í samkomulagi Reykjavíkurborgar og ríkisins um flugvallarmál árið 2013 voru ákvæði um að vinna sameiginlega að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar Isavia í Vatnsmýri, samþykkja deiliskipulag um ný lendingarljós og fella hæstu trén í Öskjuhlíð, með tilliti til flugöryggis. Í samkomulaginu sagði að þegar lokun NA/SV (Norð-austur/Suð-vestur) brautarinnar hefði verið staðfest yrðu ný lendingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deiliskipulag og nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flugstarfseminnar. Dráttur varð á lokun brautarinnar og þurfti Reykjavíkurborg að sækja efndir á samningnum fyrir dómstólum. Það mál vannst loks endanlega í Hæstarétti. Í kjölfarið var unnið í samræmi við samkomulagið, stækkun flugstjórnarmiðstöðvar framkvæmd og skógurinn í Öskjuhlíð grisjaður. Vorið 2017 voru felld liðlega 140 tré þar og næstu ár á eftir fjarlægð um 10 tré ár hvert í samráði Reykjavíkurborgar og yfirmanns Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurborg hefur því talið að samkomulagið frá 2013 sé þegar að fullu efnt. Álítur hún fyrirliggjandi erindi eðlisbreytingu á verkefninu og að ný krafa Isavia til eyðingar skóglendis hefði í för með sér gjörbreytingu á ásýnd og eðli útivistarsvæðisins í Öskjuhlíð. Þá geta ofangreindar kröfur einnig varðað hæstu trén í Hljómskálagarðinum. Sá hluti skógarins í Öskjuhlíð sem hverfur eftir að búið er að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré, samkvæmt kröfu Isavia, er á rauða afmarkaða svæðinu á kortinu.Reykjavíkurborg Ekki fallist á kröfuna án skipulagsbreytinga og umfangsmikils samráðs Aðgerðir af þeim toga sem Isavia gerir kröfu um myndu kalla á verulegar breytingar á deiliskipulagi og hugsanlega endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin sjálf væri háð reglugerð um framkvæmdaleyfi og leita þyrfti umsagna fjölda aðila, þar á meðal Náttúrufræðistofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá. Var samþykkt á fundi borgarráðs í dag að senda erindi Isavia til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsráði áður en afstaða til þess verður tekin,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umferðaröryggi Borgarstjórn Skógrækt og landgræðsla Tré Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira