Eigi að hafa meiri áhyggjur af eignum ríkisins en erlendra auðmanna Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2023 15:37 Árni Hjörleifsson, fyrrverandi oddviti Skorradalshrepps, segir umræðu um jarðakaup vera á villigötum. Tómas Guðbjartsson - Vísir Fyrrverandi oddviti Skorradalshrepps og eigandi jarðarinnar Horns segir umræðu um landakaup erlendra ríkisborgara oft vera öfgakennda og jafnvel einkennast af fordómum. Útlendingarnir sjái yfirleitt betur um sínar jarðir en ríkið sem láti allt drabbast niður. Kaup erlendra ríkisborgara á íslenskum jörðum og auðlindum hefur reglulega komið til tals og nú síðast þegar fregnir bárust af kaupum erlendra fjárfesta á stórum hlut í félagi sem hefur umfangsmikil vatnsréttindi og átappar vatni á Hlíðarenda í Ölfusi undir merkjum Icelandic Glacial. Þá komst það í fréttir í fyrra þegar Árni Hjörleifsson seldi jörðina Horn í Skorradal til erlendra aðila. Á Horni er að finna Skessuhorn, eitt þekktasta fjall Borgarfjarðar og vinna nýir eigendur nú að stórfelldri uppbyggingu íbúðahúss og gestahúss á landinu. „Það er á ferðinni alls konar lið sem er í nöp við allt sem heitir sala á jörðum, ekki bara til útlendinga heldur líka til einhverra auðmanna og alls konar kjaftæði sem er í gangi, hvort sem það stjórnast af öfundsýki eða hvað það er, eða svona mikilli tilfinningu fyrir því að ríkið eigi allt,“ sagði Árni í Bítinu á Bylgjunni. Það hafi ekki verið síður rætt um það þegar hann og eiginkona hans Ingibjörg Davíðsdóttir festu kaup á Horni á sínum tíma. Þá hafi hann verið kallaður íslenskur auðmaður búsettur í Vínarborg. „Við bjuggum í Vínarborg einmitt á þessum tíma og Ingibjörg var að vinna hjá utanríkisráðuneytinu. Við vorum sögð á framfærslu utanríkisþjónustunnar í útlöndum, værum að fjárfesta í jörð á Íslandi og svo værum við að loka aðgengi að Skessuhorni,“ segir Árni og bætir við að það síðastnefnda hafi ekki getað verið fjarri sannleikanum. „Það var hlið fyrir þarna sem fyrri eigandi hafði sett upp vegna þess að hann vildi ekki að það væru rútur og alls konar bílar heima á hlaði á bænum.“ Hann hafi jafnframt bent fólki á að við hliðina á því væri gönguhlið sem væri opið fyrir alla og hann hafi frekar hvatt fólk til þess að mæta og ganga á Skessuhorn. Erlendir kaupendur duglegir að halda jörðum við „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það eru skiptar skoðanir en bullið og þvælan er svo mikil og staðreyndin er sú að erlendir kaupendur eru nú ekki verstu kaupendurnir, því það eru aðilar sem gera eitthvað á jörðunum sínum og halda þeim við og annað því um líkt. Eru mörg dæmin á landinu þar sem menn eru að byggja upp hestabúgarða og ræktun á hestum og halda öllu vel við og eru með fjölda manns í vinnu. Þannig að ég held að það sé nú meiri hættan á endalausum innflutningi á fólki sem kemur ekki með neitt með sér heldur fámennum hópi fjárfesta sem byggir upp á jörðum á landinu,“ segir Árni. Íslendingar séu ekki endilega bestu kaupendur jarða en hann geri sér jafnframt grein fyrir því að það sé ekki nein skynsemi í því að „selja endalaust land til útlendinga frekar en annarra.“ Stjórnmálamenn sem tali gegn sölu jarða til erlendra ríkisborgara ætti frekar að líta í eigin barm. „Staðreyndin er bara sú að ríkið er versti eigandi jarða því engu er haldið við svo sem girðingum, húsum og land fer venjulega í órækt og í mörgum tilvikum fer allt í eyði og dæmi um það um allt land,“ segir Árni. „Ég held að sveitarstjórnarmenn allt í kringum landið þekki það að þeir eru verstu kaupendurnir því það fer allt í niðurníðslu.“ Árni fullyrðir að ákveðinn hópur fólks hafi almenna andúð á því að land og aðrar eignir séu í einkaeigu og vilji frekar sjá ríkið stjórna öllu. Árni segir þetta dæmi um „marxískan hugsunarhátt“ og minnir á að Íslendingar hafi lengi fjárfest í landi og öðrum eignum erlendis. Byggja yfir 1.700 fermetra á svæðinu Árni segir hjónin sem keyptu jörðina Horn koma frá Kanada og Úkraínu og hafa mikinn áhuga á Íslandi. Þau séu í dag búsett í Dúbaí en ekki hefur verið greint frá nöfnum hjónanna. Samkvæmt opinberum gögnum er félag sem á jörðina skráð á gríska lögfræðinga og endurskoðendur sem hafa að líkindum haft milligöngu um kaupin. Að sögn Árna lýsti konan yfir áhuga á því að ala upp börn á Íslandi þar sem það væri svo barnvænt samfélag. Yfirvöld í Skorradal hafa veitt byggingarleyfi fyrir 992 fermetra íbúðarhúsi á Horni og 723 fermetra gestahúsi. Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. „Ég var búinn að vera oddviti í átta ár og ég sagði að ég myndi selja jörðina þegar ég hætti og það voru nokkrir aðilar sem voru að hugsa um þetta og þar á meðal útgerðarmenn sem voru að velta fyrir sér kolefnisjöfnun og öðru slíku en þessi ungu hjón voru með mikil plön um það að byggja mikið upp. Ég féll svolítið fyrir því sem fyrrverandi oddviti að það yrði eitthvað gert á staðnum og þau voru búin að leggja til hliðar hátt í tvo milljarða til þessara framkvæmda. Það er allt á fullu þarna upp frá, það er stórkostleg vegagerð og uppbygging á staðnum og það er bara í samræmi við það sem þau sögðu að þau myndu fara í. Ég held að þetta sé kostur fyrir sveitarfélagið að fá innspýtingu í sveitarfélagið,“ segir Árni. Jarðakaup útlendinga Skorradalshreppur Bítið Tengdar fréttir Ekki sé verið að selja vatnið heldur einn læk Bæjarstjóri Ölfuss segir að sala á hlutabréfum í fyrirtækinu Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta þýði ekki að verið sé að selja vatnið með greini úr landi. Slíkar fullyrðingar séu eins og að kalla ferðamann landeiganda því hann kaupir minjagrip úr hrauni. 14. ágúst 2023 13:33 Fjárfesting erlendra aðila í íslenska vatninu muni skapa fjölda starfa Bæjarstjóri Ölfuss á von á því að fyrirhuguð uppbygging nýrra eigenda Iceland Water Holdings í bænum muni skapa fjölda nýrra starfa, en segir hana ekki munu hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. 11. ágúst 2023 12:10 Óttast frekar jarðakaup útlendinga því þeir vilji „vera í friði“ Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði. 16. mars 2023 13:25 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Kaup erlendra ríkisborgara á íslenskum jörðum og auðlindum hefur reglulega komið til tals og nú síðast þegar fregnir bárust af kaupum erlendra fjárfesta á stórum hlut í félagi sem hefur umfangsmikil vatnsréttindi og átappar vatni á Hlíðarenda í Ölfusi undir merkjum Icelandic Glacial. Þá komst það í fréttir í fyrra þegar Árni Hjörleifsson seldi jörðina Horn í Skorradal til erlendra aðila. Á Horni er að finna Skessuhorn, eitt þekktasta fjall Borgarfjarðar og vinna nýir eigendur nú að stórfelldri uppbyggingu íbúðahúss og gestahúss á landinu. „Það er á ferðinni alls konar lið sem er í nöp við allt sem heitir sala á jörðum, ekki bara til útlendinga heldur líka til einhverra auðmanna og alls konar kjaftæði sem er í gangi, hvort sem það stjórnast af öfundsýki eða hvað það er, eða svona mikilli tilfinningu fyrir því að ríkið eigi allt,“ sagði Árni í Bítinu á Bylgjunni. Það hafi ekki verið síður rætt um það þegar hann og eiginkona hans Ingibjörg Davíðsdóttir festu kaup á Horni á sínum tíma. Þá hafi hann verið kallaður íslenskur auðmaður búsettur í Vínarborg. „Við bjuggum í Vínarborg einmitt á þessum tíma og Ingibjörg var að vinna hjá utanríkisráðuneytinu. Við vorum sögð á framfærslu utanríkisþjónustunnar í útlöndum, værum að fjárfesta í jörð á Íslandi og svo værum við að loka aðgengi að Skessuhorni,“ segir Árni og bætir við að það síðastnefnda hafi ekki getað verið fjarri sannleikanum. „Það var hlið fyrir þarna sem fyrri eigandi hafði sett upp vegna þess að hann vildi ekki að það væru rútur og alls konar bílar heima á hlaði á bænum.“ Hann hafi jafnframt bent fólki á að við hliðina á því væri gönguhlið sem væri opið fyrir alla og hann hafi frekar hvatt fólk til þess að mæta og ganga á Skessuhorn. Erlendir kaupendur duglegir að halda jörðum við „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það eru skiptar skoðanir en bullið og þvælan er svo mikil og staðreyndin er sú að erlendir kaupendur eru nú ekki verstu kaupendurnir, því það eru aðilar sem gera eitthvað á jörðunum sínum og halda þeim við og annað því um líkt. Eru mörg dæmin á landinu þar sem menn eru að byggja upp hestabúgarða og ræktun á hestum og halda öllu vel við og eru með fjölda manns í vinnu. Þannig að ég held að það sé nú meiri hættan á endalausum innflutningi á fólki sem kemur ekki með neitt með sér heldur fámennum hópi fjárfesta sem byggir upp á jörðum á landinu,“ segir Árni. Íslendingar séu ekki endilega bestu kaupendur jarða en hann geri sér jafnframt grein fyrir því að það sé ekki nein skynsemi í því að „selja endalaust land til útlendinga frekar en annarra.“ Stjórnmálamenn sem tali gegn sölu jarða til erlendra ríkisborgara ætti frekar að líta í eigin barm. „Staðreyndin er bara sú að ríkið er versti eigandi jarða því engu er haldið við svo sem girðingum, húsum og land fer venjulega í órækt og í mörgum tilvikum fer allt í eyði og dæmi um það um allt land,“ segir Árni. „Ég held að sveitarstjórnarmenn allt í kringum landið þekki það að þeir eru verstu kaupendurnir því það fer allt í niðurníðslu.“ Árni fullyrðir að ákveðinn hópur fólks hafi almenna andúð á því að land og aðrar eignir séu í einkaeigu og vilji frekar sjá ríkið stjórna öllu. Árni segir þetta dæmi um „marxískan hugsunarhátt“ og minnir á að Íslendingar hafi lengi fjárfest í landi og öðrum eignum erlendis. Byggja yfir 1.700 fermetra á svæðinu Árni segir hjónin sem keyptu jörðina Horn koma frá Kanada og Úkraínu og hafa mikinn áhuga á Íslandi. Þau séu í dag búsett í Dúbaí en ekki hefur verið greint frá nöfnum hjónanna. Samkvæmt opinberum gögnum er félag sem á jörðina skráð á gríska lögfræðinga og endurskoðendur sem hafa að líkindum haft milligöngu um kaupin. Að sögn Árna lýsti konan yfir áhuga á því að ala upp börn á Íslandi þar sem það væri svo barnvænt samfélag. Yfirvöld í Skorradal hafa veitt byggingarleyfi fyrir 992 fermetra íbúðarhúsi á Horni og 723 fermetra gestahúsi. Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. „Ég var búinn að vera oddviti í átta ár og ég sagði að ég myndi selja jörðina þegar ég hætti og það voru nokkrir aðilar sem voru að hugsa um þetta og þar á meðal útgerðarmenn sem voru að velta fyrir sér kolefnisjöfnun og öðru slíku en þessi ungu hjón voru með mikil plön um það að byggja mikið upp. Ég féll svolítið fyrir því sem fyrrverandi oddviti að það yrði eitthvað gert á staðnum og þau voru búin að leggja til hliðar hátt í tvo milljarða til þessara framkvæmda. Það er allt á fullu þarna upp frá, það er stórkostleg vegagerð og uppbygging á staðnum og það er bara í samræmi við það sem þau sögðu að þau myndu fara í. Ég held að þetta sé kostur fyrir sveitarfélagið að fá innspýtingu í sveitarfélagið,“ segir Árni.
Jarðakaup útlendinga Skorradalshreppur Bítið Tengdar fréttir Ekki sé verið að selja vatnið heldur einn læk Bæjarstjóri Ölfuss segir að sala á hlutabréfum í fyrirtækinu Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta þýði ekki að verið sé að selja vatnið með greini úr landi. Slíkar fullyrðingar séu eins og að kalla ferðamann landeiganda því hann kaupir minjagrip úr hrauni. 14. ágúst 2023 13:33 Fjárfesting erlendra aðila í íslenska vatninu muni skapa fjölda starfa Bæjarstjóri Ölfuss á von á því að fyrirhuguð uppbygging nýrra eigenda Iceland Water Holdings í bænum muni skapa fjölda nýrra starfa, en segir hana ekki munu hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. 11. ágúst 2023 12:10 Óttast frekar jarðakaup útlendinga því þeir vilji „vera í friði“ Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði. 16. mars 2023 13:25 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Ekki sé verið að selja vatnið heldur einn læk Bæjarstjóri Ölfuss segir að sala á hlutabréfum í fyrirtækinu Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta þýði ekki að verið sé að selja vatnið með greini úr landi. Slíkar fullyrðingar séu eins og að kalla ferðamann landeiganda því hann kaupir minjagrip úr hrauni. 14. ágúst 2023 13:33
Fjárfesting erlendra aðila í íslenska vatninu muni skapa fjölda starfa Bæjarstjóri Ölfuss á von á því að fyrirhuguð uppbygging nýrra eigenda Iceland Water Holdings í bænum muni skapa fjölda nýrra starfa, en segir hana ekki munu hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. 11. ágúst 2023 12:10
Óttast frekar jarðakaup útlendinga því þeir vilji „vera í friði“ Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði. 16. mars 2023 13:25