Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir eldsvoðann nú fyrir skemmstu. Í myndbandi hér fyrir neðan má sjá reykinn sem stígur upp af Hvaleyrarbraut úr lofti. Slökkvilðið hefur sagt að slökkvistörf muni taka tíma en eldurinn kom upp rétt fyrir klukkan eitt í dag.
Glögglega má sjá á myndbandi gæslunnar hvernig reykinn leggur yfir nærliggjandi íbúabyggð. Lögregla hefur áður beðið íbúa í grenndinni um að loka gluggum vegna reyksins.
Þá hafa íbúar verið beðnir um að halda sig í fjarlægð og gefa viðbragðsaðilum rými á vettvangi.