Ferðast með börnin um Evrópu í húsbíl í leit að nýju heimili Jón Þór Stefánsson skrifar 25. ágúst 2023 07:01 Húsbíllinn verður heimil Sunnu og fjölskyldu hennar næstu mánuði er þau ferðast um Evrópu Sunna Rós Baxter, tveggja barna móðir, hefur keypt sér húsbíl og ætlar að ferðast um Evrópu ásamt krökkunum í leit að góðum stað til að búa á. „Ég er búin að kaupa húsbílinn og þá er það bara að finna heimili,“ segir hún. Ferðalagið er búið að vera í pípunum um nokkurt skeið, en til að byrja með ætlaði hún að ferðast um strandlengju Spánar. Hugmyndin hefur hins vegar stækkað og er áætlunin sú að heimsækja fleiri lönd í Evrópu. Húsbíllinn verður heimili fjölskyldunnar næstu misseri. Þau ætla með Norrænu til Danmerkur í október. Þaðan ætla þau til Póllands þar sem bíllinn verður gerður upp og síðan halda þau til Spánar. Hún heldur að þau verði ábyggilega komin þangað í nóvember. „Hugmyndin er að fá tilfinninguna fyrir bæjunum og finna hvar manni líður best. En ‚ég er ekkert endilega bundin við Spán eða einhver önnur lönd,“ segir Sunna sem útskýrir að hana langi að finna litla jörð eða hús í niðurníðslu sem hún geti gert upp á meðan hún búi í húsbílnum. „Það er grófa planið,“ bætir hún við. Til þess að eiga fyrir þessu ferðalagi hefur Sunna verið mjög dugleg að vinna og spara í sumar. „Ég ætla þess vegna bara að vera í fríi fyrstu mánuðina áður en ég byrja að vinna aftur.“ Þó hún segist ekki vera komin með neina ákveðna áætlun þá segist hún ætla að elta sólina. Þá langi hana til Austur-Evrópu í vor og jafnvel til Marokkó síðar meir. Eitt af því sem Sunna þarf að hugsa fyrir eru börnin hennar, sem eru bæði á grunnskólaaldri. Yngra barnið er sex ára og það eldra fjórtán ára, en þau verða bæði í fjarnámi frá Íslandi á meðan ferðin stendur yfir. Ferðalög Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira
„Ég er búin að kaupa húsbílinn og þá er það bara að finna heimili,“ segir hún. Ferðalagið er búið að vera í pípunum um nokkurt skeið, en til að byrja með ætlaði hún að ferðast um strandlengju Spánar. Hugmyndin hefur hins vegar stækkað og er áætlunin sú að heimsækja fleiri lönd í Evrópu. Húsbíllinn verður heimili fjölskyldunnar næstu misseri. Þau ætla með Norrænu til Danmerkur í október. Þaðan ætla þau til Póllands þar sem bíllinn verður gerður upp og síðan halda þau til Spánar. Hún heldur að þau verði ábyggilega komin þangað í nóvember. „Hugmyndin er að fá tilfinninguna fyrir bæjunum og finna hvar manni líður best. En ‚ég er ekkert endilega bundin við Spán eða einhver önnur lönd,“ segir Sunna sem útskýrir að hana langi að finna litla jörð eða hús í niðurníðslu sem hún geti gert upp á meðan hún búi í húsbílnum. „Það er grófa planið,“ bætir hún við. Til þess að eiga fyrir þessu ferðalagi hefur Sunna verið mjög dugleg að vinna og spara í sumar. „Ég ætla þess vegna bara að vera í fríi fyrstu mánuðina áður en ég byrja að vinna aftur.“ Þó hún segist ekki vera komin með neina ákveðna áætlun þá segist hún ætla að elta sólina. Þá langi hana til Austur-Evrópu í vor og jafnvel til Marokkó síðar meir. Eitt af því sem Sunna þarf að hugsa fyrir eru börnin hennar, sem eru bæði á grunnskólaaldri. Yngra barnið er sex ára og það eldra fjórtán ára, en þau verða bæði í fjarnámi frá Íslandi á meðan ferðin stendur yfir.
Ferðalög Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira