Loftslagsréttur skyldufag í lagadeild Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 13:59 Dr. Bjarni Már Magnússon, deildarforseti lagadeildar Bifrastar. Vísir/Baldur Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur fyrst allra íslenskra lagadeilda gert loftslagsrétt að skyldufagi í meistaranámi við deildina. Í tilkynningu þess efnis segir að það sé gert í framhaldi af stefnu sem mörkuð var í tilefni af tuttugu ára afmæli deildarinnar árið 2021, að leggja bæri áherslu á sjálfbærni annars vegar og nýsköpun og tækni hins vegar í kennslu við deildina. Það hafi verið gert annars vegar með sérstökum námskeiðum á sviði sjálfbærni og nýsköpunar- og tækniréttar og hins vegar með því að flétta sjónarhorni þessara umbreytandi þátta inn í kennslu í rótgrónari greinum lögfræðinnar. Mikil réttarframkvæmd á sviðinu Þá segir að ein helsta áskorun nútímans snúi að áhrifum loftslagsbreytinga á samfélög heimsins. Loftslagsbreytingar snerti nær öll svið mannlífsins, þar með talið orkumál, samgöngur, fjármagnsflæði, skipulagsmál, landnotkun og fólksflutninga. Undanfarið hafi mikil áhersla verið á þróun löggjafar til að sporna gegn frekari áhrifum loftslagsbreytinga og innleiðingu á alþjóðlegum skuldbindingum en löggjöf og stefnumótun í málaflokknum byggi á umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi. Auk þess hafi gríðarlegur fjöldi dómsmála verið höfðaður um allan heim til að knýja ríki og fyrirtæki til að draga úr skaðlegri losun og bregðast heilt yfir með víðtækari hætti við aðsteðjandi vanda. Mæta kröfum bæði atvinnulífsins og samfélagsins í heild Í tilkynningu segir að í loftslagsrétti sé fjallað um lagaumhverfi loftslagsmála hérlendis auk þess sem það sé sett í samhengi við alþjóðlegar og evrópskar reglur á sviði loftslags- og orkumála. Þá sé farið yfir markmið og aðgerðir íslenska ríkisins á grundvelli Parísarsamningsins auk þess sem fjallað sé um stefnumarkandi og áhugaverð dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn ríkjum og fyrirtækjum á sviði loftslagsmála. „Ákvörðunin um að gera loftslagsrétt að skyldufagi var tekin til að mæta kröfum atvinnulífsins og samfélagsins yfirhöfuð sem í sífellt auknum mæli kallar eftir sérfræðiþekkingu um loftslagsmál í ljósi margvíslegs regluverks er snertir málaflokkinn. Með þessu teljum við að nemendur lagadeildar Háskólans á Bifröst mæti sterkari til leiks út í atvinnulífið og geti mætt áskorunum nútímans sem og framtíðarinnar,“ er haft eftir Dr. Bjarna Máa Magnússyni, deildarforseta lagadeildar Bifrastar. Háskólar Loftslagsmál Borgarbyggð Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að það sé gert í framhaldi af stefnu sem mörkuð var í tilefni af tuttugu ára afmæli deildarinnar árið 2021, að leggja bæri áherslu á sjálfbærni annars vegar og nýsköpun og tækni hins vegar í kennslu við deildina. Það hafi verið gert annars vegar með sérstökum námskeiðum á sviði sjálfbærni og nýsköpunar- og tækniréttar og hins vegar með því að flétta sjónarhorni þessara umbreytandi þátta inn í kennslu í rótgrónari greinum lögfræðinnar. Mikil réttarframkvæmd á sviðinu Þá segir að ein helsta áskorun nútímans snúi að áhrifum loftslagsbreytinga á samfélög heimsins. Loftslagsbreytingar snerti nær öll svið mannlífsins, þar með talið orkumál, samgöngur, fjármagnsflæði, skipulagsmál, landnotkun og fólksflutninga. Undanfarið hafi mikil áhersla verið á þróun löggjafar til að sporna gegn frekari áhrifum loftslagsbreytinga og innleiðingu á alþjóðlegum skuldbindingum en löggjöf og stefnumótun í málaflokknum byggi á umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi. Auk þess hafi gríðarlegur fjöldi dómsmála verið höfðaður um allan heim til að knýja ríki og fyrirtæki til að draga úr skaðlegri losun og bregðast heilt yfir með víðtækari hætti við aðsteðjandi vanda. Mæta kröfum bæði atvinnulífsins og samfélagsins í heild Í tilkynningu segir að í loftslagsrétti sé fjallað um lagaumhverfi loftslagsmála hérlendis auk þess sem það sé sett í samhengi við alþjóðlegar og evrópskar reglur á sviði loftslags- og orkumála. Þá sé farið yfir markmið og aðgerðir íslenska ríkisins á grundvelli Parísarsamningsins auk þess sem fjallað sé um stefnumarkandi og áhugaverð dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn ríkjum og fyrirtækjum á sviði loftslagsmála. „Ákvörðunin um að gera loftslagsrétt að skyldufagi var tekin til að mæta kröfum atvinnulífsins og samfélagsins yfirhöfuð sem í sífellt auknum mæli kallar eftir sérfræðiþekkingu um loftslagsmál í ljósi margvíslegs regluverks er snertir málaflokkinn. Með þessu teljum við að nemendur lagadeildar Háskólans á Bifröst mæti sterkari til leiks út í atvinnulífið og geti mætt áskorunum nútímans sem og framtíðarinnar,“ er haft eftir Dr. Bjarna Máa Magnússyni, deildarforseta lagadeildar Bifrastar.
Háskólar Loftslagsmál Borgarbyggð Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira