„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2023 21:33 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Vísir/Vilhelm Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. „Þessi afstaða minnihlutans gengur gegn hagsmunum bæjarbúa og er með öllu óskiljanleg,“ segir í skriflegu svari Ásdísar við fyrirspurn Vísis um málið. Fyrr í dag greindi DV frá því að bæjaryfirvöld væru sökuð um að færa „einum ríkustu systkinum landsins lúxus-lóðir á silfurfati án útboðs.“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata sagði í samtali við fréttastofu að úthlutunin fari algjörlega á skjön við reglur um úthlutun lóða en fyrir liggur að lóðin var ekki auglýst fyrir úthlutun. Ásdís segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu. „Við töldum nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa fyrir auglýsingu til að tryggja þátttöku þeirra í kostnaði við innviðauppbyggingu á svæðinu en framundan er mikil uppbygging eins og til dæmis í kringum hafnarsvæðið. Með því samkomulagi sem nú liggur fyrir er tryggt að uppbyggingaraðili taki þátt í kostnaði við þá innviðauppbyggingu. Hér var því einfaldlega verið að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa og ekkert annað,“ segir Ásdís. Þá segir hún minnihlutann slíta það úr samhengi, hvers vegna hluti svæðisins hafi verið úthlutað til Fjallasólar ehf. sem er í eigu Langasjávar ehf. Félagið er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna, sem kennd eru við Mata-veldið. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. „Það var nauðsynlegt vegna skörunar hluta bæjarlands og fasteigna í eigu félagsins. Þá fer Borgarlínan í gegnum reitinn og var hluti af lausninni. Við hins vegar fórum vel yfir forsendur og tryggt var að markaðsverð fékkst fyrir lóðirnar.“ Ásdís Kristjánsdóttir.Vísir Sökuð um að vinna gegn markmiðum bæjarins Meginreglan sé sú, segir Ásdís, að úthlutað sé eftir auglýsingu. „Það verður gert eins og til dæmis hvað aðrar lóðir varðar á svæðinu, í þessu tiltekna tilviki var það einfaldlega ógerlegt.“ Annað sem hefur sætt gagnrýni er að úthlutunin gangi gegn markmiði bæjarins um fjölbreytt húsnæði og kvöð um að tíu prósent íbúða á svæðinu verði ætlaðar fyrstu kaupendum, leigjendum, stúdentum og eða öldruðum. Sigurbjörg Erla segir að um sé að ræða uppbyggingu á „dýrum íbúðum fyrir ríkt fólk“. Ásdís segir að gætt hafi verið að fyrrgreindri kvöð. „Mikilvægt er að hafa í huga að aðalskipulag bæjarins á við um allt svæðið en reitirnir eru alls þrettán og þessi reitur er einn þeirra. Markmiðið er 10% samkvæmt aðalskipulagi og við horfum til meðaltals alls svæðisins,“ segir Ásdís. Mikilvægt að horfa á heildarsamhengi Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar höfnuðu samkomulaginu á fundi bæjarstjórnar og fordæmdu samkomulagið sem byggist á deiliskipulagi sem hafi ekki gengið í gildi. „Kaupréttur bæjarins á félagslegum íbúðum á markaðsverði er markleysa í ljósi þess að fyrir liggur að íbúðir á svæðinu verða mjög dýrar. Samningurinn felur í sér að öll áhætta liggur hjá Kópavogsbæ.“ Spurð út í þessi orð minnihlutans segir Ásdís: „Við leitumst við að kaupa félagslegar íbúðir á hagkvæmu verði. Varðandi þennan tiltekna reit þá mun tíminn leiða það í ljós og markaðurinn stýrir því. Þá á eftir að skipuleggja hluta af Kársnesinu og við munum að sjálfsögðu horfa til aðalskipulagsins og stefnu bæjarins. Mikilvægt er að horfa á heildarsamhengi svæðisins en ekki einstaka reiti.“ Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
„Þessi afstaða minnihlutans gengur gegn hagsmunum bæjarbúa og er með öllu óskiljanleg,“ segir í skriflegu svari Ásdísar við fyrirspurn Vísis um málið. Fyrr í dag greindi DV frá því að bæjaryfirvöld væru sökuð um að færa „einum ríkustu systkinum landsins lúxus-lóðir á silfurfati án útboðs.“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata sagði í samtali við fréttastofu að úthlutunin fari algjörlega á skjön við reglur um úthlutun lóða en fyrir liggur að lóðin var ekki auglýst fyrir úthlutun. Ásdís segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu. „Við töldum nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa fyrir auglýsingu til að tryggja þátttöku þeirra í kostnaði við innviðauppbyggingu á svæðinu en framundan er mikil uppbygging eins og til dæmis í kringum hafnarsvæðið. Með því samkomulagi sem nú liggur fyrir er tryggt að uppbyggingaraðili taki þátt í kostnaði við þá innviðauppbyggingu. Hér var því einfaldlega verið að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa og ekkert annað,“ segir Ásdís. Þá segir hún minnihlutann slíta það úr samhengi, hvers vegna hluti svæðisins hafi verið úthlutað til Fjallasólar ehf. sem er í eigu Langasjávar ehf. Félagið er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna, sem kennd eru við Mata-veldið. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. „Það var nauðsynlegt vegna skörunar hluta bæjarlands og fasteigna í eigu félagsins. Þá fer Borgarlínan í gegnum reitinn og var hluti af lausninni. Við hins vegar fórum vel yfir forsendur og tryggt var að markaðsverð fékkst fyrir lóðirnar.“ Ásdís Kristjánsdóttir.Vísir Sökuð um að vinna gegn markmiðum bæjarins Meginreglan sé sú, segir Ásdís, að úthlutað sé eftir auglýsingu. „Það verður gert eins og til dæmis hvað aðrar lóðir varðar á svæðinu, í þessu tiltekna tilviki var það einfaldlega ógerlegt.“ Annað sem hefur sætt gagnrýni er að úthlutunin gangi gegn markmiði bæjarins um fjölbreytt húsnæði og kvöð um að tíu prósent íbúða á svæðinu verði ætlaðar fyrstu kaupendum, leigjendum, stúdentum og eða öldruðum. Sigurbjörg Erla segir að um sé að ræða uppbyggingu á „dýrum íbúðum fyrir ríkt fólk“. Ásdís segir að gætt hafi verið að fyrrgreindri kvöð. „Mikilvægt er að hafa í huga að aðalskipulag bæjarins á við um allt svæðið en reitirnir eru alls þrettán og þessi reitur er einn þeirra. Markmiðið er 10% samkvæmt aðalskipulagi og við horfum til meðaltals alls svæðisins,“ segir Ásdís. Mikilvægt að horfa á heildarsamhengi Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar höfnuðu samkomulaginu á fundi bæjarstjórnar og fordæmdu samkomulagið sem byggist á deiliskipulagi sem hafi ekki gengið í gildi. „Kaupréttur bæjarins á félagslegum íbúðum á markaðsverði er markleysa í ljósi þess að fyrir liggur að íbúðir á svæðinu verða mjög dýrar. Samningurinn felur í sér að öll áhætta liggur hjá Kópavogsbæ.“ Spurð út í þessi orð minnihlutans segir Ásdís: „Við leitumst við að kaupa félagslegar íbúðir á hagkvæmu verði. Varðandi þennan tiltekna reit þá mun tíminn leiða það í ljós og markaðurinn stýrir því. Þá á eftir að skipuleggja hluta af Kársnesinu og við munum að sjálfsögðu horfa til aðalskipulagsins og stefnu bæjarins. Mikilvægt er að horfa á heildarsamhengi svæðisins en ekki einstaka reiti.“
Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20