Myndin, sem er eftir Denis Villeneuve, byggir á bókinni sem Frank Herbert gaf úr árið 1956 og framhaldssögum hans. Hún fjallar í stuttu máli um Paul Atreides (sem leikinn er af Chalamet), fjölskyldu hans og baráttu þeirra við Harkonnen-ættina um plánetuna Arrakis, sem einnig kallast Dune.
Þessi mynd fjallar um seinni hluta bókarinnar en til stóð að frumsýna myndina þann 3. nóvember en nú hefur því verið frestað til 15. mars.
Samkvæmt frétt Hollywoord Reporter hafa forsvarsmenn Warner áhyggjur af því að stjörnur myndarinnar geti ekki tekið þátt í markaðssetningu hennar. Sú markaðssetning hefði þurft að byrja í næsta mánuði.
Fyrri myndin kom út árið 2021 og halaði inn rúmum 402 milljónum dala á heimsvísu. Það þykir ekki slæmt, með tilliti til þess að myndin var frumsýnd á HBO Max á sama tíma og faraldur Covid var enn í gangi.