Ákvað að börnin myndu ekki missa mömmu sína líka Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 20:00 Haraldur Logi lést af slysförum 6. febrúar í fyrra. Drífa Björk Linnet. „Það skiptir mig miklu máli að reyna að hafa skaðann eins takmarkaðann og hægt er eftir slíkan harmleik,“ segir fjárfestirinn, Drífa Björk Linnet ekkja Haraldar Loga Hrafnkelssonar. Hún hefur reynt að láta sorgina ekki heltaka líf sitt. Haraldur lést af slysförum þegar eldur kom upp á heimili þeirra hjóna á Tenerife í febrúar fyrra. „Ég ákvað strax að börnin mín myndu ekki missa mömmu sína líka þennan dag og hef ég því gert allt sem ég get til að halda lífi okkar eins líku því og það var áður. Það er náttúrulega engan veginn eins, þar sem bæði pabbi þeirra og heimilið okkar fór samdægurs en þau allavega misstu mig ekki eins og vel getur gerst þegar sorgin heltekur fólk,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Hún trúir því að í kjölfar erfiðis komi eitthvað gott á móti. Halli og yngri dóttir þeirra.Drífa Björk Linnet. „Hugurinn ber mann hálfa leið hvort sem það er í áttina að því góða eða því slæma, ég trúi á það góða svo ég hlýt að fá það.“ Drífa og Haraldur eignuðust tvö börn saman, Harald Loga Jr. og Björk Linnet. Fyrir átti Drífa dótturina Söru Jasmín. Að sögn Drífu lítur hún björtum augum til framtíðar. Hún er með skemmtileg verkefni á teikniborðinu. „Það hefur aldrei neitt annað komið til greina en að eiga gott og innihaldsríkt líf alltaf. Sama hvaða verkefni lífið réttir manni,“ segir Drífa auðmjúk Halli og Drífa á brúðkaupsdaginn þeirra.Drífa Björk Linnet. „Ég bjartsýn og jákvæð að eðlisfari. það getur komið manni langt.“ Afmælisveisla í anda Halla Halli hefði orðið 51 árs 23. ágúst síðastliðinn. Í tilefni dagsins fagnaði fjölskyldan deginum, í hans anda, með rauðvíni og steik. „Við fórum út að borða í Hafnarfirði, heimabænum hans, á Krydd veitingahúsi. Staðurinn var í miklu uppáhaldi hjá honum. Mamma mín, Anna Árnadóttir, sem reyndist honum alltaf sem móðir, kom með okkur,“ segir Drífa og bætir við: „Halli og mamma voru mjög náin og áttu fallegt samband. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Hún hefur staðið við bakið á mér og krökkunum sem klettur og er með okkur öllum stundum.“ Aðspurð segist Drífa vera óákveðin hvar hún vilji skjóta niður rótum. Sem stendur er fjölskyldan á flakki milli Íslands og Spánar. Halli og Drífa áttu fallegt samband.Drífa Björk Linnet. Lífið of stutt fyrir leiðindi Drífa minntist Halla og tímanna þeirra saman í einlægri færslu á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins. Hún lýsir sambandi þeirra sem fallegu og drama lausu. „Ég var að skoða persónuleg samskipti á milli okkar og gamlar afmæliskveðjur og ég er svo þakklát fyrir hvað ég var dugleg að segja beint við hann hvað ég var þakklát og sjúk í hann alla daga. Samskipti okkar voru alltaf dramalaus og falleg og börnin okkar búa að því alla ævi að svona eigi samskipti milli hjóna að vera,“ segir í færslunni. Að sögn Drífu hafi Halli verið besti maður sem hún hafi kynnst. Enginn sé fulkominn en Halli hafi komist nálægt því. View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk) „Rifrildi og drama eru svo mikill orkuþjófur og óþarfi að það er engum hollt að búa í svoleiðis umhverfi. Stjórnsemi er líka eitruð og allir einstaklingar verða að fá að hafa sýna vængi. Afbrýðisemi er óþolandi og fýlustjórnun og mislyndi er vægast sagt ósjarmerandi. Ekkert af þessu hrjáði Halla svo gangi mér vel bara,“ segir í færslunni. Drífa biðlar til annarra hjóna að venja sig á falleg samskipti. Fyrir sambandið og börnin. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk) Ástin og lífið Tímamót Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fær loksins lík eiginmannsins afhent Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafnkelssonar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. febrúar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá. 5. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Haraldur lést af slysförum þegar eldur kom upp á heimili þeirra hjóna á Tenerife í febrúar fyrra. „Ég ákvað strax að börnin mín myndu ekki missa mömmu sína líka þennan dag og hef ég því gert allt sem ég get til að halda lífi okkar eins líku því og það var áður. Það er náttúrulega engan veginn eins, þar sem bæði pabbi þeirra og heimilið okkar fór samdægurs en þau allavega misstu mig ekki eins og vel getur gerst þegar sorgin heltekur fólk,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Hún trúir því að í kjölfar erfiðis komi eitthvað gott á móti. Halli og yngri dóttir þeirra.Drífa Björk Linnet. „Hugurinn ber mann hálfa leið hvort sem það er í áttina að því góða eða því slæma, ég trúi á það góða svo ég hlýt að fá það.“ Drífa og Haraldur eignuðust tvö börn saman, Harald Loga Jr. og Björk Linnet. Fyrir átti Drífa dótturina Söru Jasmín. Að sögn Drífu lítur hún björtum augum til framtíðar. Hún er með skemmtileg verkefni á teikniborðinu. „Það hefur aldrei neitt annað komið til greina en að eiga gott og innihaldsríkt líf alltaf. Sama hvaða verkefni lífið réttir manni,“ segir Drífa auðmjúk Halli og Drífa á brúðkaupsdaginn þeirra.Drífa Björk Linnet. „Ég bjartsýn og jákvæð að eðlisfari. það getur komið manni langt.“ Afmælisveisla í anda Halla Halli hefði orðið 51 árs 23. ágúst síðastliðinn. Í tilefni dagsins fagnaði fjölskyldan deginum, í hans anda, með rauðvíni og steik. „Við fórum út að borða í Hafnarfirði, heimabænum hans, á Krydd veitingahúsi. Staðurinn var í miklu uppáhaldi hjá honum. Mamma mín, Anna Árnadóttir, sem reyndist honum alltaf sem móðir, kom með okkur,“ segir Drífa og bætir við: „Halli og mamma voru mjög náin og áttu fallegt samband. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Hún hefur staðið við bakið á mér og krökkunum sem klettur og er með okkur öllum stundum.“ Aðspurð segist Drífa vera óákveðin hvar hún vilji skjóta niður rótum. Sem stendur er fjölskyldan á flakki milli Íslands og Spánar. Halli og Drífa áttu fallegt samband.Drífa Björk Linnet. Lífið of stutt fyrir leiðindi Drífa minntist Halla og tímanna þeirra saman í einlægri færslu á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins. Hún lýsir sambandi þeirra sem fallegu og drama lausu. „Ég var að skoða persónuleg samskipti á milli okkar og gamlar afmæliskveðjur og ég er svo þakklát fyrir hvað ég var dugleg að segja beint við hann hvað ég var þakklát og sjúk í hann alla daga. Samskipti okkar voru alltaf dramalaus og falleg og börnin okkar búa að því alla ævi að svona eigi samskipti milli hjóna að vera,“ segir í færslunni. Að sögn Drífu hafi Halli verið besti maður sem hún hafi kynnst. Enginn sé fulkominn en Halli hafi komist nálægt því. View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk) „Rifrildi og drama eru svo mikill orkuþjófur og óþarfi að það er engum hollt að búa í svoleiðis umhverfi. Stjórnsemi er líka eitruð og allir einstaklingar verða að fá að hafa sýna vængi. Afbrýðisemi er óþolandi og fýlustjórnun og mislyndi er vægast sagt ósjarmerandi. Ekkert af þessu hrjáði Halla svo gangi mér vel bara,“ segir í færslunni. Drífa biðlar til annarra hjóna að venja sig á falleg samskipti. Fyrir sambandið og börnin. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk)
Ástin og lífið Tímamót Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fær loksins lík eiginmannsins afhent Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafnkelssonar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. febrúar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá. 5. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Fær loksins lík eiginmannsins afhent Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafnkelssonar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. febrúar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá. 5. ágúst 2022 11:02