„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Helena Rós Sturludóttir og Máni Snær Þorláksson skrifa 30. ágúst 2023 20:56 Gunnar Örn Petersen er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Hann segir að staðan sé alvarleg. Landssamband veiðifélaga Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. Veiðimenn og veiðiréttareigendur hafa verið beðnir um að vera vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum og Hafrannsóknarstofnun birti í dag leiðbeiningar til þess að bera megi kennsl á þá. Tíu dagar eru síðan tvö göt fundust á kví hjá Arctic Sefarm í Patreksfirði. Nokkrir þeirra fundust í Ósá í Patreksfirði nokkrum dögum síðar en samkvæmt Matvælastofnun gætu um 3.400 laxar hafa sloppið. Málið er til rannsóknar hjá stofnuninni. „Við höfum fengið núna átta staðfest tilvik af norðvesturhorninu þar sem fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða fimm ár í Húnavatnssýslu, tvær í Breiðafirði og eina á Vestfjörðum. „Svo geri ég náttúrulega ráð fyrir því að í litlu ánum á Vestfjörðum sé eldislax að ganga af krafti.“ Gunnar segir að lengi hafi verið varað við því að þetta geti gerst. „Áhyggjurnar eru fyrst og fremst af erfðablöndun. Það sem gerist er að eldislaxinn gengur upp árnar og tekur þátt í hrigningunni með villta laxinum.“ Þetta geti ekki verið viðvarandi í langan tíma án þess að erfðablöndun eigi sér stað. Slíkt dragi verulega úr hæfni villta laxins. „Það er í rauninni það sem við höfum áhyggjur af.“ Er skaðinn skeður núna? „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða og þessi skaði er vissulega skeður. En villti stofninn þolir kannski smávægilegan ágang í smá tíma en svona viðvarandi ágang, hann þolir það ekki.“ Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Landeldi Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Sjá meira
Veiðimenn og veiðiréttareigendur hafa verið beðnir um að vera vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum og Hafrannsóknarstofnun birti í dag leiðbeiningar til þess að bera megi kennsl á þá. Tíu dagar eru síðan tvö göt fundust á kví hjá Arctic Sefarm í Patreksfirði. Nokkrir þeirra fundust í Ósá í Patreksfirði nokkrum dögum síðar en samkvæmt Matvælastofnun gætu um 3.400 laxar hafa sloppið. Málið er til rannsóknar hjá stofnuninni. „Við höfum fengið núna átta staðfest tilvik af norðvesturhorninu þar sem fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða fimm ár í Húnavatnssýslu, tvær í Breiðafirði og eina á Vestfjörðum. „Svo geri ég náttúrulega ráð fyrir því að í litlu ánum á Vestfjörðum sé eldislax að ganga af krafti.“ Gunnar segir að lengi hafi verið varað við því að þetta geti gerst. „Áhyggjurnar eru fyrst og fremst af erfðablöndun. Það sem gerist er að eldislaxinn gengur upp árnar og tekur þátt í hrigningunni með villta laxinum.“ Þetta geti ekki verið viðvarandi í langan tíma án þess að erfðablöndun eigi sér stað. Slíkt dragi verulega úr hæfni villta laxins. „Það er í rauninni það sem við höfum áhyggjur af.“ Er skaðinn skeður núna? „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða og þessi skaði er vissulega skeður. En villti stofninn þolir kannski smávægilegan ágang í smá tíma en svona viðvarandi ágang, hann þolir það ekki.“
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Landeldi Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Sjá meira