Þar segir að Thomas muni starfa áfram hjá bankanum þar til gengið hefur verið frá ráðningu eftirmanns. Rúmir tíu dagar eru síðan greint var frá því að Marínó Örn Tryggvason hefði látið af störfum sem forstjóri bankans og tók Ármann Þorvaldsson við keflinu að nýju.
Haft er eftir Ármanni í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar um starfslok Thomasar að hann hafi starfað hjá bankanum og forvera bankans frá árinu 2007, sem forstöðumaður og síðar framkvæmdastjóri áhættustýringar frá árinu 2008.
„Þar sem hann hefur byggt upp öfluga deild og reynst farsæll leiðtogi í gegnum þær miklu breytingar sem félagið hefur farið í gegnum á undanförnum árum. Ég vil þakka Thomasi fyrir frábært samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.“
