Þetta segir Helga Vala í viðtali við Morgunblaðið. Vísir sagði frá því fyrr í vikunni að Helga Vala hefði endurnýjað lögmannsréttindi sín, sem hún skilaði inn þegar hún var kosin á þing árið 2017. Þá vildi hún ekki tjá sig um málið.
Í samtali við Morgunblaðið hafnar Helga Vala því að hún sé að hætta vegna deilna við Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann flokksins og segir að lögmennskan hafi togað í sig.
Hún ætlar að afsala sér þingmennsku í bréfi sem hún mun afhenda forseta Alþingis á mánudag.