Golfvöllurinn á kafi og manni bjargað úr húsi í Sandgerði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. september 2023 23:20 Ljóst er að Kirkjubólsvöllur í Sandgerði hefur orðið fyrir miklum skemmdum. vísir Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu manni til bjargar eftir að sjór flæddi yfir sjóvarnargarða í Sandgerði. Sjórinn umlukti hús hans en það er sömuleiðis allt á floti á golfvelli bæjarins. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir að björgunarsveit hafi verið kölluð út í kvöld eftir að sjór gekk á land í Hvalnesi, suður af Sandgerði. Umrætt hús.björgunarsveitin sigurvon „Sjóvarnargarður brast og nú umlykur sjór að minnsta kosti eitt hús. Þegar þetta gerist var einn íbúi í húsinu sem þurfti að vaða sjó til að komast á brott. Það er verið að gera ráðstafanir og fá sandpoka til að setja fyrir dyraop og annað. Það virðist hafa flætt ansi mikið þarna.“ Dælubíll frá brunavörnum Suðurnesja var kallaður til til þess að dæla úr húsinu. „Það er mjög há sjávarstaða,“ segir Jón Þór. Allt á kafi Hjónin Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson, sem eru búsett í Nátthaga í Suðurnesjabæ áttu leið hjá golfvellinum í kvöld. „Okkur er litið út um gluggann og sjáum að varnargarðarnir eru brostnir. Það er þvílíkur kraftur í þessu. Við ákváðum að taka myndir til að vekja menn vegna þess að það er í raun ekkert eftir af þessum varnargarði. Það er allt á floti, bara eins og á kæmi hérna yfir,“ segir Marta í samtali við Vísi. Hún segir að allt hafi verið komið á kaf eftir örfáar mínútur. „Við vorum næstum lokuð inni, við gengum út til að taka myndir og svo flæddi allt um kring. Sjórinn er farinn að falla frá en það verður svakalegt að sjá tjónið á morgun. Þetta er mjög vinsæll og góður golfvöllur,“ segir hún. Tvær golfbrautir, fimmtánda og sextánda, hafa orðið fyrir miklu tjóni að sögn Friðriks. Golfvöllurinn er staðsettur við Nátthaga, milli Garðs og Sandgerðis. Það var ekki aðeins í Sandgerði sem það flæddi yfir sjóvarnargarða. Við Ægissíðu í Reykjavík hefur sjór flætt yfir göngustíga. Frá Ægissíðu í kvöld. vísir Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Suðurnesjabær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir að björgunarsveit hafi verið kölluð út í kvöld eftir að sjór gekk á land í Hvalnesi, suður af Sandgerði. Umrætt hús.björgunarsveitin sigurvon „Sjóvarnargarður brast og nú umlykur sjór að minnsta kosti eitt hús. Þegar þetta gerist var einn íbúi í húsinu sem þurfti að vaða sjó til að komast á brott. Það er verið að gera ráðstafanir og fá sandpoka til að setja fyrir dyraop og annað. Það virðist hafa flætt ansi mikið þarna.“ Dælubíll frá brunavörnum Suðurnesja var kallaður til til þess að dæla úr húsinu. „Það er mjög há sjávarstaða,“ segir Jón Þór. Allt á kafi Hjónin Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson, sem eru búsett í Nátthaga í Suðurnesjabæ áttu leið hjá golfvellinum í kvöld. „Okkur er litið út um gluggann og sjáum að varnargarðarnir eru brostnir. Það er þvílíkur kraftur í þessu. Við ákváðum að taka myndir til að vekja menn vegna þess að það er í raun ekkert eftir af þessum varnargarði. Það er allt á floti, bara eins og á kæmi hérna yfir,“ segir Marta í samtali við Vísi. Hún segir að allt hafi verið komið á kaf eftir örfáar mínútur. „Við vorum næstum lokuð inni, við gengum út til að taka myndir og svo flæddi allt um kring. Sjórinn er farinn að falla frá en það verður svakalegt að sjá tjónið á morgun. Þetta er mjög vinsæll og góður golfvöllur,“ segir hún. Tvær golfbrautir, fimmtánda og sextánda, hafa orðið fyrir miklu tjóni að sögn Friðriks. Golfvöllurinn er staðsettur við Nátthaga, milli Garðs og Sandgerðis. Það var ekki aðeins í Sandgerði sem það flæddi yfir sjóvarnargarða. Við Ægissíðu í Reykjavík hefur sjór flætt yfir göngustíga. Frá Ægissíðu í kvöld. vísir
Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Suðurnesjabær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira