Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2023 18:56 Samuel Rostøl er á fjórða degi hungurverkfalls síns. Vísir/Steingrímur Dúi Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 áttu að leggja af stað úr höfn rétt fyrir hádegi í dag. Þau eru þó enn hér í Reykjavíkurhöfn og verða það eitthvað áfram. Ekki eru allir sáttir við það að skipin muni brátt leggja af stað í veiðar og hafa einhverjir slett málningu á annað skipanna. Um mánaðamótin rann út reglugerð sem bannaði hvalveiðar tímabundið. Á sama tíma var sett ný reglugerð sem heimilaði veiðarnar með bættri umgjörð. Er það því leyfilegt að veiða langreyðar sem stendur. Veðrið bjargað nokkrum hvölum Veðrið um helgina hefur valdið því að hvalskipin tvö hafa ekki komist úr höfn. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þarna hafi veðrið bjargað lífi nokkurra hvala. Hann segir Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf, verða að vanda sig. „Það verða eftirlitsmenn um borð, það verða teknar myndir. Þannig væntanlega mun Kristján vanda sig betur en í fyrra sumar,“ segir Árni. „Ég veit ekki en hann verður, þetta sem gerðist í fyrra var alveg skelfilegt. Hann veit að ef það gerist aftur er þetta bara búið.“ Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann telur að Hvalur hf fái veiðileyfi sitt ekki endurnýjað. „Fimm ára leyfið rennur út núna í lok árs þannig ég sé ekki að Svandís geti gert neitt annað en að segja nei. Þetta er bara skrípaleikur. Við erum fiskveiðiþjóð og við þurfum að vernda hafið. Það eru mjög fáar þjóðir úti í heimi núna sem skija til hvers að veiða hvali. Bara tilgangslaust og á sinn hátt ógeðslegt,“ segir Árni. Norðmaður í hungurverkfalli Samuel Rostøl, norskur náttúruverndarsinni, er einn þeirra sem eru á móti hvalveiðum Íslendinga. Hann er staddur hér á landi og hefur verið í hungurverkfalli síðan matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína á fimmtudag. „Mér varð ljóst að grípa yrði til beinna aðgerða hér og sýna að við sættum okkur ekki við þetta. Að hvalveiðar voru leyfðar á ný eftir að heildarskýrslan sýndi fram á þau skaðlegu áhrif sem þetta hefði á hvalina getum við ekki bara staðið álengdar og látið þetta gerast. Þetta er ein leið fyrir mig að sýna með hungurverkfalli allri ríkisstjórninni að ekki eigi að heimila hvalveiðar. Við erum manneskjur sem sýna með afgerandi hætti og notum líkama okkar sem vopn til að koma skilaboðum okkar á framfæri,“ segir Samuel. Enn heill heilsu Hann segist vera ansi svangur og með hausverk en annars sé hann heill heilsu. Vonast hann til þess að verkfall sitt skili einhverjum árangri. „Ef hungurverkfall mitt er það eina sem ég geri eru þetta a.m.k. sterk skilaboð og beitum þannig líkama okkar og fórnum heilsu okkar til að hindra það sem er að gerast hér,“ segir Samuel. Hvalir Hvalveiðar Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 áttu að leggja af stað úr höfn rétt fyrir hádegi í dag. Þau eru þó enn hér í Reykjavíkurhöfn og verða það eitthvað áfram. Ekki eru allir sáttir við það að skipin muni brátt leggja af stað í veiðar og hafa einhverjir slett málningu á annað skipanna. Um mánaðamótin rann út reglugerð sem bannaði hvalveiðar tímabundið. Á sama tíma var sett ný reglugerð sem heimilaði veiðarnar með bættri umgjörð. Er það því leyfilegt að veiða langreyðar sem stendur. Veðrið bjargað nokkrum hvölum Veðrið um helgina hefur valdið því að hvalskipin tvö hafa ekki komist úr höfn. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þarna hafi veðrið bjargað lífi nokkurra hvala. Hann segir Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf, verða að vanda sig. „Það verða eftirlitsmenn um borð, það verða teknar myndir. Þannig væntanlega mun Kristján vanda sig betur en í fyrra sumar,“ segir Árni. „Ég veit ekki en hann verður, þetta sem gerðist í fyrra var alveg skelfilegt. Hann veit að ef það gerist aftur er þetta bara búið.“ Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann telur að Hvalur hf fái veiðileyfi sitt ekki endurnýjað. „Fimm ára leyfið rennur út núna í lok árs þannig ég sé ekki að Svandís geti gert neitt annað en að segja nei. Þetta er bara skrípaleikur. Við erum fiskveiðiþjóð og við þurfum að vernda hafið. Það eru mjög fáar þjóðir úti í heimi núna sem skija til hvers að veiða hvali. Bara tilgangslaust og á sinn hátt ógeðslegt,“ segir Árni. Norðmaður í hungurverkfalli Samuel Rostøl, norskur náttúruverndarsinni, er einn þeirra sem eru á móti hvalveiðum Íslendinga. Hann er staddur hér á landi og hefur verið í hungurverkfalli síðan matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína á fimmtudag. „Mér varð ljóst að grípa yrði til beinna aðgerða hér og sýna að við sættum okkur ekki við þetta. Að hvalveiðar voru leyfðar á ný eftir að heildarskýrslan sýndi fram á þau skaðlegu áhrif sem þetta hefði á hvalina getum við ekki bara staðið álengdar og látið þetta gerast. Þetta er ein leið fyrir mig að sýna með hungurverkfalli allri ríkisstjórninni að ekki eigi að heimila hvalveiðar. Við erum manneskjur sem sýna með afgerandi hætti og notum líkama okkar sem vopn til að koma skilaboðum okkar á framfæri,“ segir Samuel. Enn heill heilsu Hann segist vera ansi svangur og með hausverk en annars sé hann heill heilsu. Vonast hann til þess að verkfall sitt skili einhverjum árangri. „Ef hungurverkfall mitt er það eina sem ég geri eru þetta a.m.k. sterk skilaboð og beitum þannig líkama okkar og fórnum heilsu okkar til að hindra það sem er að gerast hér,“ segir Samuel.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira