Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2023 06:39 Myndir sem Vísir fékk sendar sýna mennina hátt uppi í möstrum skipanna. Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. Fréttastofa náði sambandi við slökkviliðið í morgun en var tjáð að verið væri að aðstoða lögreglu í ákveðnu verkefni og benti á hana. Ekki hefur náðst samband við lögreglu. Mótmælandi fylgist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sagði fyrir helgi að haldið yrði til veiða um leið og veður leyfði en eins og kunnugt er heimilaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veiðarnar í síðustu viku. Paul Watson, sem hefur barist gegn hvalveiðum í áratugi, hefur hins vegar á sama tíma lýst því yfir að hann muni gera allt í sínu valdi til að stöðva veiðarnar. Unnið er að því að reyna að ná mönnunum úr möstrunum.Vísir/Vilhelm Uppfært: Slökkviliðið og lögregla eru farin af vettvangi en mótmælendurnir enn uppi í möstrunum. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlýsingu sem virðist vera skrifuð af öðrum mótmælandanum. Samkvæmt sjónarvottum tók lögregla símann af honum þegar reynt var að ná honum niður. „Hinn 4. september 2023 kleif Anahita Babaei í hreiður mastursins á Hval 8 í friðsamlegum mótmælum til að koma í veg fyrir dráp á dýri í útrýmingarhættu; langreyð,“ segir í yfirlýsingunni en rétt er að geta þess að Babaei virðist vera í Hval 9. Þá segir að veiðarnar sé brot á bæði íslenskum og alþjóðlegum lögum. Vísað er til þeirrar niðurstöðu sérfræðinefndar að ekki sé hægt að standa mannúðlega að veiðunum og til þess að vinnuhópurinn sem var að störfum í sumar hafi ekki horft til niðurstöðu sérfræðingahópsins. Þær niðurstöður standi því óhaggaðar. View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) „Nærri 600 þúsund einstaklingar um allan heim hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á Ísland að binda enda á hvalveiðar og yfir 80 einstaklingar í kvikmyndaiðnaðinum hafa heitið því að starfa ekki á Íslandi ef veiðarnar halda áfram,“ segir einnig. Heimurinn glími nú við loftslagsvanda og hvalirnir séu þáttur í því að mannkynið lifi af. Engar skynsamlegar ástæður liggi því til grundvallar að halda veiðunum áfram. Veiðar stundaðar í ágóðaskyni hafi stuðlað að því að tegundir séu nú í útrýmingarhættu. Babaei segir ákvörðun matvælaráðherra hryggilega og að ekkert annað sé í stöðunni en að grípa til þessara úrræða. Ljósmyndari Vísis er á vettvangi.Vísir/Vilhelm Tengd skjöl Climb_the_mast_2PDF52KBSækja skjal Hvalveiðar Hvalir Dýr Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Fréttastofa náði sambandi við slökkviliðið í morgun en var tjáð að verið væri að aðstoða lögreglu í ákveðnu verkefni og benti á hana. Ekki hefur náðst samband við lögreglu. Mótmælandi fylgist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sagði fyrir helgi að haldið yrði til veiða um leið og veður leyfði en eins og kunnugt er heimilaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veiðarnar í síðustu viku. Paul Watson, sem hefur barist gegn hvalveiðum í áratugi, hefur hins vegar á sama tíma lýst því yfir að hann muni gera allt í sínu valdi til að stöðva veiðarnar. Unnið er að því að reyna að ná mönnunum úr möstrunum.Vísir/Vilhelm Uppfært: Slökkviliðið og lögregla eru farin af vettvangi en mótmælendurnir enn uppi í möstrunum. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlýsingu sem virðist vera skrifuð af öðrum mótmælandanum. Samkvæmt sjónarvottum tók lögregla símann af honum þegar reynt var að ná honum niður. „Hinn 4. september 2023 kleif Anahita Babaei í hreiður mastursins á Hval 8 í friðsamlegum mótmælum til að koma í veg fyrir dráp á dýri í útrýmingarhættu; langreyð,“ segir í yfirlýsingunni en rétt er að geta þess að Babaei virðist vera í Hval 9. Þá segir að veiðarnar sé brot á bæði íslenskum og alþjóðlegum lögum. Vísað er til þeirrar niðurstöðu sérfræðinefndar að ekki sé hægt að standa mannúðlega að veiðunum og til þess að vinnuhópurinn sem var að störfum í sumar hafi ekki horft til niðurstöðu sérfræðingahópsins. Þær niðurstöður standi því óhaggaðar. View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) „Nærri 600 þúsund einstaklingar um allan heim hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á Ísland að binda enda á hvalveiðar og yfir 80 einstaklingar í kvikmyndaiðnaðinum hafa heitið því að starfa ekki á Íslandi ef veiðarnar halda áfram,“ segir einnig. Heimurinn glími nú við loftslagsvanda og hvalirnir séu þáttur í því að mannkynið lifi af. Engar skynsamlegar ástæður liggi því til grundvallar að halda veiðunum áfram. Veiðar stundaðar í ágóðaskyni hafi stuðlað að því að tegundir séu nú í útrýmingarhættu. Babaei segir ákvörðun matvælaráðherra hryggilega og að ekkert annað sé í stöðunni en að grípa til þessara úrræða. Ljósmyndari Vísis er á vettvangi.Vísir/Vilhelm Tengd skjöl Climb_the_mast_2PDF52KBSækja skjal
Hvalveiðar Hvalir Dýr Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira