Guðbergur Bergsson er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 06:15 Guðbergur á æskuslóðum við Ísólfsskála á Reykjanesi árið 2021. Hann hafði engar áhyggjur af hraunrennslinu og sú tilfinning reyndist á rökum reist. Vísir/Egill Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Verk Guðbergs hafa verið þýdd á fjölda tungumála, meðal annars búlgörsku, finnsku, frönsku og litháísku. Eitt af hans þekktustu verkum var skáldsaga hans, Tómas Jónsson, metsölubók sem hann gaf út árið 1966. Guðni Þorbjörnsson Fyrstu bækur hans voru skáldsagan Músin sem læðist og ljóðabókin Endurtekin orð. Báðar komu þær út árið 1961. Þá var Guðbergur einn afkastamesti þýðandinn á Íslandi úr spænsku. Hann hefur þannig átt stóran hlut í því að kynna Íslendinga fyrir spænsku- og portúgölskumælandi höfundum, meðal annars með þýðingum á verkum heimsbókmennta á borð við Don Kíkóta eftir Cervantes og Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez. Guðni Þorbjörnsson Skáldsaga hans Svanurinn hefur vakið mikla athygli víða um heim og var samnefnd kvikmynd Ásu Hjörleifsdóttur, sem byggð er á bókinni, frumsýnd árið 2017. Guðbergur hlaut margvíslegar viðurkenningar á ævi sinni fyrir ritstörf sín. Þannig hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin árin 1992 og 1998. Hann var auk þess tilnefndur til þeirra 1993 og 1997. Guðbergur hlaut svo Norræn verðlaun sænsku bókmenntaakademíunnar árið 2004. Hafði engar áhyggjur af æskuheimilinu á gosstöðvum Guðbergur fæddist á Ísólfsskála við Grindavík árið 1932. Hann heimsótti æskuslóðir sínar ásamt Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni á Stöð 2 árið 2021. Þá var útlit fyrir að æskuheimilið færi undir hraun vegna eldgoss í Geldingadölum. Guðni Þorbjörnsson Meðan frændfólk hans þusti til að bera verðmæti úr húsum og fornleifafræðingar flýttu sér að rannsaka minjar var Guðbergur sallarólegur gagnvart hrauninu, sagði það hafa vit á því að vera ekkert að eyðileggja Ísólfsskála. Guðbergur reyndist sannspár. Eftirlifandi sambýlismaður Guðbergs er Guðni Þorbjörnsson, flugmaður og framkvæmdastjóri ARTPRO ehf. Þeir hafa í rúman áratug búið í Mosfellsbæ og Berlín, auk þess að eiga aðsetur í Reykjavík, Grindavík og Madrid. Saman eiga þeir Bengal kettina Pútín og Picasso. Guðni Þorbjörnsson Andlát Bókmenntir Grindavík Menning Mosfellsbær Tengdar fréttir Ekki stendur til að reka Guðberg Umdeildur pistill Guðbergs Bergssonar fór á dv.is fyrir mistök. 29. október 2015 16:19 Einn helsti höfundur landsins hunsaður Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl. 17. október 2022 11:53 Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Verk Guðbergs hafa verið þýdd á fjölda tungumála, meðal annars búlgörsku, finnsku, frönsku og litháísku. Eitt af hans þekktustu verkum var skáldsaga hans, Tómas Jónsson, metsölubók sem hann gaf út árið 1966. Guðni Þorbjörnsson Fyrstu bækur hans voru skáldsagan Músin sem læðist og ljóðabókin Endurtekin orð. Báðar komu þær út árið 1961. Þá var Guðbergur einn afkastamesti þýðandinn á Íslandi úr spænsku. Hann hefur þannig átt stóran hlut í því að kynna Íslendinga fyrir spænsku- og portúgölskumælandi höfundum, meðal annars með þýðingum á verkum heimsbókmennta á borð við Don Kíkóta eftir Cervantes og Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez. Guðni Þorbjörnsson Skáldsaga hans Svanurinn hefur vakið mikla athygli víða um heim og var samnefnd kvikmynd Ásu Hjörleifsdóttur, sem byggð er á bókinni, frumsýnd árið 2017. Guðbergur hlaut margvíslegar viðurkenningar á ævi sinni fyrir ritstörf sín. Þannig hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin árin 1992 og 1998. Hann var auk þess tilnefndur til þeirra 1993 og 1997. Guðbergur hlaut svo Norræn verðlaun sænsku bókmenntaakademíunnar árið 2004. Hafði engar áhyggjur af æskuheimilinu á gosstöðvum Guðbergur fæddist á Ísólfsskála við Grindavík árið 1932. Hann heimsótti æskuslóðir sínar ásamt Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni á Stöð 2 árið 2021. Þá var útlit fyrir að æskuheimilið færi undir hraun vegna eldgoss í Geldingadölum. Guðni Þorbjörnsson Meðan frændfólk hans þusti til að bera verðmæti úr húsum og fornleifafræðingar flýttu sér að rannsaka minjar var Guðbergur sallarólegur gagnvart hrauninu, sagði það hafa vit á því að vera ekkert að eyðileggja Ísólfsskála. Guðbergur reyndist sannspár. Eftirlifandi sambýlismaður Guðbergs er Guðni Þorbjörnsson, flugmaður og framkvæmdastjóri ARTPRO ehf. Þeir hafa í rúman áratug búið í Mosfellsbæ og Berlín, auk þess að eiga aðsetur í Reykjavík, Grindavík og Madrid. Saman eiga þeir Bengal kettina Pútín og Picasso. Guðni Þorbjörnsson
Andlát Bókmenntir Grindavík Menning Mosfellsbær Tengdar fréttir Ekki stendur til að reka Guðberg Umdeildur pistill Guðbergs Bergssonar fór á dv.is fyrir mistök. 29. október 2015 16:19 Einn helsti höfundur landsins hunsaður Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl. 17. október 2022 11:53 Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Ekki stendur til að reka Guðberg Umdeildur pistill Guðbergs Bergssonar fór á dv.is fyrir mistök. 29. október 2015 16:19
Einn helsti höfundur landsins hunsaður Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl. 17. október 2022 11:53
Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18