Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2023 15:14 Frá fundinum í Hofi í dag. Stjórnarráðið Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. Á fundinum voru kynntar tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskóla um sameiningu skólanna tveggja auk þess sem næstu skref í ferlinu voru kynnt. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að stýrihópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla, sem skipaður var í apríl, hafi gert frumgreiningu á mögulegri sameiningu sem skilaði jákvæðum niðurstöðum. Hópurinn hefur því lagt fram þá tillögu við mennta- og barnamálaráðherra að MA og VMA verði sameinaðir í einn öflugasta framhaldsskóla landsins. „Niðurstaða stýrihópsins er að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu. Hafa þarf í huga að tillagan snýr að því að sameina ólíka skóla með ólíka menningu og því skiptir máli að starfsfólk skólanna skoði nánar hvernig gera megi það svo vel fari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Greina tækifæri, kosti og galla Vinna hefst strax við að greina tækifæri, kosti og galla þess að sameina skólana í samstarfi við starfsfólk beggja skóla, nemendur og foreldra, og munu skólameistarar VMA og MA stýra þeirri vinnu. Verkefnastjóri mun halda utan um vinnuna og munu skólarnir í sameiningu skila drögum að skipulagi og uppbyggingu hins sameinaða skóla í byrjun nóvember. „MA og VMA hafa lengi verið merkisberar metnaðarfulls skólastarfs hvor á sinn hátt. Áherslur og námsframboð hafa verið í takt við samfélagið á hverjum tíma og skólastarfið skipt máli í uppbyggingu þess samfélags sem við búum í. Skólarnir eru stórir og eftirsóttir vinnustaðir þar sem áhersla hefur verið á fagmennsku kennara og velferð nemenda í síbreytilegum heimi. Við sameiningu skólanna verður til öflugt skólasamfélag þar sem fjölbreytt námsframboð mun veita fjölbreyttum nemendahópi tækifæri til menntunar. Hlutverk okkar er að byggja upp ungt fólk, undirbúa þau sem best undir frekara nám og til ákveðinna starfa en ekki síður til að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Full ástæða sé til að kanna möguleika til hlítar „Um leið og mikilvægt er að virðing sé borin fyrir menningu og sögu beggja skóla er full ástæða til að kanna til hlítar hvort og þá hvernig af sameiningu gæti orðið. Ef rétt er að málum staðið hefur sameinaður skóli burði til að bæta skólastarf til lengri tíma litið, bjóða upp á fjölbreyttara nám og sveigjanleika, auka þjónustu og stuðning við nemendur, gefa nemendum fleiri tækifæri til að hafa áhrif á eigið nám og auka tækifæri til hagkvæmari reksturs. Með fleiri nemendum er hægt að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum og auka þannig val fyrir nemendur. Virðing fyrir mannlega þættinum og menningu þeirra stofnana sem eiga í hlut skiptir höfuðmáli ef breytingarnar eiga að leiða til framfara og ná tilgangi sínum,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Með sameiningu þá aukum við hagkvæmni í skipulagi námsins og skólanna sem gerir okkur kleift að auka gæði og framboð bæði bók- og starfsnáms. Allt rímar þetta vel við menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem öll geta lært og öll skipta máli. Auk þess hefur það verið sérstakt forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að efla iðn- og starfsnám sem ég tel að hinn sameinaði skóli muni geta gert með sóma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. 21. maí 2023 14:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Á fundinum voru kynntar tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskóla um sameiningu skólanna tveggja auk þess sem næstu skref í ferlinu voru kynnt. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að stýrihópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla, sem skipaður var í apríl, hafi gert frumgreiningu á mögulegri sameiningu sem skilaði jákvæðum niðurstöðum. Hópurinn hefur því lagt fram þá tillögu við mennta- og barnamálaráðherra að MA og VMA verði sameinaðir í einn öflugasta framhaldsskóla landsins. „Niðurstaða stýrihópsins er að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu. Hafa þarf í huga að tillagan snýr að því að sameina ólíka skóla með ólíka menningu og því skiptir máli að starfsfólk skólanna skoði nánar hvernig gera megi það svo vel fari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Greina tækifæri, kosti og galla Vinna hefst strax við að greina tækifæri, kosti og galla þess að sameina skólana í samstarfi við starfsfólk beggja skóla, nemendur og foreldra, og munu skólameistarar VMA og MA stýra þeirri vinnu. Verkefnastjóri mun halda utan um vinnuna og munu skólarnir í sameiningu skila drögum að skipulagi og uppbyggingu hins sameinaða skóla í byrjun nóvember. „MA og VMA hafa lengi verið merkisberar metnaðarfulls skólastarfs hvor á sinn hátt. Áherslur og námsframboð hafa verið í takt við samfélagið á hverjum tíma og skólastarfið skipt máli í uppbyggingu þess samfélags sem við búum í. Skólarnir eru stórir og eftirsóttir vinnustaðir þar sem áhersla hefur verið á fagmennsku kennara og velferð nemenda í síbreytilegum heimi. Við sameiningu skólanna verður til öflugt skólasamfélag þar sem fjölbreytt námsframboð mun veita fjölbreyttum nemendahópi tækifæri til menntunar. Hlutverk okkar er að byggja upp ungt fólk, undirbúa þau sem best undir frekara nám og til ákveðinna starfa en ekki síður til að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Full ástæða sé til að kanna möguleika til hlítar „Um leið og mikilvægt er að virðing sé borin fyrir menningu og sögu beggja skóla er full ástæða til að kanna til hlítar hvort og þá hvernig af sameiningu gæti orðið. Ef rétt er að málum staðið hefur sameinaður skóli burði til að bæta skólastarf til lengri tíma litið, bjóða upp á fjölbreyttara nám og sveigjanleika, auka þjónustu og stuðning við nemendur, gefa nemendum fleiri tækifæri til að hafa áhrif á eigið nám og auka tækifæri til hagkvæmari reksturs. Með fleiri nemendum er hægt að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum og auka þannig val fyrir nemendur. Virðing fyrir mannlega þættinum og menningu þeirra stofnana sem eiga í hlut skiptir höfuðmáli ef breytingarnar eiga að leiða til framfara og ná tilgangi sínum,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Með sameiningu þá aukum við hagkvæmni í skipulagi námsins og skólanna sem gerir okkur kleift að auka gæði og framboð bæði bók- og starfsnáms. Allt rímar þetta vel við menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem öll geta lært og öll skipta máli. Auk þess hefur það verið sérstakt forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að efla iðn- og starfsnám sem ég tel að hinn sameinaði skóli muni geta gert með sóma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. 21. maí 2023 14:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. 21. maí 2023 14:00