„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. september 2023 23:45 Krista Sól Guðjónsdóttir, forseti Skólafélagsins Hugins, er í hópi margra MA-inga sem eru mótfallnir sameiningu framhaldsskólanna tveggja á Akureyri. Aðsend/Vísir/Vilhelm Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. Krista Sól Guðjónsdóttir, inspectrix scholae Menntaskólans á Akureyri segir stjórn skólafélagsins Hugins hafa fengið tölvupóst í hádeginu í dag þess efnis að ráðherra væri á leið norður að kynna tillögur um skipulagsbreytingar í framhaldsskólum á Akureyri. „Þannig að það er tveir og hálfur klukkutími sem skólafélagið fær til þess að búa til einhvers konar hugmynd um hvað við ætlum að spyrja um á fundinum,“ segir Krista í samtali við Vísi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna með sameiningu skólanna tveggja á fundinum. Með honum voru Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Við mættum á fundinn og þar var svolítið bara verið að tala í hringi, það er að segja ráðherra. Og þegar það kom að spurningum þá svaraði ráðherra einhvern veginn bara með einhverju kaosi,“ segir Krista. „Hann forðaðist svörin og sneri út úr. Við spurðum einfaldra já eða nei spurninga og einhvern veginn tókst honum að svara þeim með þriggja mínútna svörum.“ Krista segir stjórn Hugins hafa brugðið við þegar í ljós kom hversu langt áformin væru komin án þess að talað hefði verið við nemendur skólanna. „Við áttuðum okkur á því að það skipti í rauninni engu máli hvað við værum að fara að segja. Lokamarkmiðið yrði alltaf sameining.“ Félagslíf MA hyrfi með sameiningu Þá segir hún stjórnina hafa lagt fram könnun á Facebook hópi nemenda við menntaskólann um hvort nemendur væru fylgjandi eða mótfallnir sameiningunni. Þegar fréttastofa náði tali af Kristu höfðu 250 af 570 nemendum svarað könnuninni. „Og eins og staðan er núna eru 97 prósent þeirra mótfallnir sameiningu,“ segir Krista. Krista segist ekki sjá neina leið til þess að félagslíf MA eins og það er í dag lifi sameininguna af. „Það er svo rosalega mikið af litlum hlutum í MA sem gera skólann okkar að skólanum okkar,“ segir Krista. Sem dæmi nefnir hún mánaðarlegar söngstundir nemenda, sem ekki yrðu möguleiki í átján hundruð manna skóla sem staðsettur yrði á tveimur stöðum. Þá nefnir hún árshátíð skólans sem haldin er ár hvert með borðhaldi og þátttöku nemenda og starfsfólks. „Það er enginn staður á Akureyri sem gæti borið slíkan viðburð. Bæjarfélagið býður ekki upp á neitt húsnæði þar sem rúmlega tvö þúsund manns gætu sest við borðhald og haldið árshátíð,“ segir Krista. „Þannig að okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað.“ Fengu ekki að tjá sig Krista segir að þegar hugmyndir um sameiningu voru fyrst kynntar í vor hafi verið haldinn fundur í MA sem stjórn skólafélagsins var boðið á, þar hafi tveir starfsmenn menntamálaráðuneytisins setið fyrir svörum. „Og þeir lofuðu því að áður en einhverjar ákvarðanir yrðu teknar þá fengju nemendur að koma sínum skoðunum á framfæri. Fundurinn sem við fórum á í dag stangaðist algjörlega á við þessi loforð,“ segir Krista. „Við gerðum þau mistök að treysta því sem þau sögðu okkur. Og við sjáum eftir því í dag.“ Hún segir Ásmund hafa sagt að ef upp kæmi bakslag yrðu áformin um sameininguna endurskoðuð. „Við spurðum hann hreint út, er það nægilegt bakslag ef allir nemendur, starfsfólk og kennarar yrðu mótfallnir þessu. Og hann sagði nei, það væri ekki nægilegt bakslag. Og það finnst okkur fáránlegt.“ Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Krista Sól Guðjónsdóttir, inspectrix scholae Menntaskólans á Akureyri segir stjórn skólafélagsins Hugins hafa fengið tölvupóst í hádeginu í dag þess efnis að ráðherra væri á leið norður að kynna tillögur um skipulagsbreytingar í framhaldsskólum á Akureyri. „Þannig að það er tveir og hálfur klukkutími sem skólafélagið fær til þess að búa til einhvers konar hugmynd um hvað við ætlum að spyrja um á fundinum,“ segir Krista í samtali við Vísi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna með sameiningu skólanna tveggja á fundinum. Með honum voru Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Við mættum á fundinn og þar var svolítið bara verið að tala í hringi, það er að segja ráðherra. Og þegar það kom að spurningum þá svaraði ráðherra einhvern veginn bara með einhverju kaosi,“ segir Krista. „Hann forðaðist svörin og sneri út úr. Við spurðum einfaldra já eða nei spurninga og einhvern veginn tókst honum að svara þeim með þriggja mínútna svörum.“ Krista segir stjórn Hugins hafa brugðið við þegar í ljós kom hversu langt áformin væru komin án þess að talað hefði verið við nemendur skólanna. „Við áttuðum okkur á því að það skipti í rauninni engu máli hvað við værum að fara að segja. Lokamarkmiðið yrði alltaf sameining.“ Félagslíf MA hyrfi með sameiningu Þá segir hún stjórnina hafa lagt fram könnun á Facebook hópi nemenda við menntaskólann um hvort nemendur væru fylgjandi eða mótfallnir sameiningunni. Þegar fréttastofa náði tali af Kristu höfðu 250 af 570 nemendum svarað könnuninni. „Og eins og staðan er núna eru 97 prósent þeirra mótfallnir sameiningu,“ segir Krista. Krista segist ekki sjá neina leið til þess að félagslíf MA eins og það er í dag lifi sameininguna af. „Það er svo rosalega mikið af litlum hlutum í MA sem gera skólann okkar að skólanum okkar,“ segir Krista. Sem dæmi nefnir hún mánaðarlegar söngstundir nemenda, sem ekki yrðu möguleiki í átján hundruð manna skóla sem staðsettur yrði á tveimur stöðum. Þá nefnir hún árshátíð skólans sem haldin er ár hvert með borðhaldi og þátttöku nemenda og starfsfólks. „Það er enginn staður á Akureyri sem gæti borið slíkan viðburð. Bæjarfélagið býður ekki upp á neitt húsnæði þar sem rúmlega tvö þúsund manns gætu sest við borðhald og haldið árshátíð,“ segir Krista. „Þannig að okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað.“ Fengu ekki að tjá sig Krista segir að þegar hugmyndir um sameiningu voru fyrst kynntar í vor hafi verið haldinn fundur í MA sem stjórn skólafélagsins var boðið á, þar hafi tveir starfsmenn menntamálaráðuneytisins setið fyrir svörum. „Og þeir lofuðu því að áður en einhverjar ákvarðanir yrðu teknar þá fengju nemendur að koma sínum skoðunum á framfæri. Fundurinn sem við fórum á í dag stangaðist algjörlega á við þessi loforð,“ segir Krista. „Við gerðum þau mistök að treysta því sem þau sögðu okkur. Og við sjáum eftir því í dag.“ Hún segir Ásmund hafa sagt að ef upp kæmi bakslag yrðu áformin um sameininguna endurskoðuð. „Við spurðum hann hreint út, er það nægilegt bakslag ef allir nemendur, starfsfólk og kennarar yrðu mótfallnir þessu. Og hann sagði nei, það væri ekki nægilegt bakslag. Og það finnst okkur fáránlegt.“
Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira