Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2023 12:01 Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, segir eðlilegt að sameining MA og VMA sé skoðuð í kjölinn. Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu. Vísir Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmælti í gær fyrirhugaðri sameininu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur hafa lýst yfir mikilli óánægju og hræðslu við að rótgrónar hefðir skólans glatist með sameiningu. „Ég er nú alltaf ánægður með ef ungt fólk hefur sterkar skoðanir og vill láta í sér heyra. En mótmælin hafa fyrst og fremst snúist um skólamenninguna, siði og venjur hérna sem við búum að og fólki finnst eftirsóknarvert að búa við. Þau eru hrædd um að félagslífið verði ekki jafn öflugt og áður ef úr þessu verður. Ég hef fullan skilning á því og skil vel að þau vilji láta í sér heyra,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari MA. Sameiningaráætlanir voru kynntar af skólameisturum skólanna og Ásmundi Einari Daðasyni menntamálaráðherra á fundi með nemendum og starfsmönnum skólanna í Hofi í fyrradag. „Frá upphafi var alltaf rætt um það að gera ákveðna greiningu og kanna kosti og galli, ógnanir og tækifæri í þessu ferli. Sú vinna er eftir.“ Eninn ætli sér að breyta menningu skólanna Þannig hafi skólameistararnir ekki tekið afstöðu til þess hvort sameina eigi skólana heldur séu þeir hlynntir því að sá möguleiki verði kannaður til hlýtar. Alþjóðleg reynsla sé til hliðsjónar. „Það er ekki farið í sameiningar af fjárhagslegum ástæðum, til að spara. Svo er mjög mikilvægt að þær stofnanir sem eru sameinaðar fái eina yfirstjórn en haldi sjálfstæði sínu og sérkennum. Það sem er verið að gera er að samþætta nám, bjóða upp á fleiri valkosti og tryggja námsframboð,“ segir Karl. „Ég vil skoða hvort við getum bætt framhaldsskólanám á Akureyri. Ég vil skoða það í kjölinn hvort við getum bætt hér skólastarf með því að auka samvinnu eða sameina skólana.“ Verkefnið sé að bæta nám á Akureyri. Félagslíf innan skólanna hafi lítið með þetta að gera. „Við erum að fara í þessa skoðun til að bæta nám núverandi nemenda og þeirra nemenda sem eiga eftir að koma hingað. Það er verkefnið. Það hefur enginn ákveðið að leggja af mjög sterka þætti í menningu beggja skóla. Það hefur enginn gefið það út og það ætlar sér það enginn,“ segir Karl. „Ég hef fengið margar spurningar um það hvort nemendahátíðir eða júbílantahátíðir í kring um 17. júní verði aflagðar. Svarið mitt við því er það er að þær eru á vegum fyrrverandi nemenda þannig að skólinn hefur ekkert með það að gera hvort fyrrverandi nemendur hætti að koma hingað og gera sér glaðan dag. Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um að leggja eitt eða annað af.“ Hvernig hafa viðbrögð starfsmanna verið? „Það er umræða hér innanbúðar af öllu tagi. Hún er gagnrýnin en hún er líka uppbyggjandi. Fólk er á öndverðu meiði, þannig að það er allt á eðlilegu róli. Starfsmannahópurinn sem slíkur hefur ekki gefið neitt formlega út.“ Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Tengdar fréttir Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmælti í gær fyrirhugaðri sameininu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur hafa lýst yfir mikilli óánægju og hræðslu við að rótgrónar hefðir skólans glatist með sameiningu. „Ég er nú alltaf ánægður með ef ungt fólk hefur sterkar skoðanir og vill láta í sér heyra. En mótmælin hafa fyrst og fremst snúist um skólamenninguna, siði og venjur hérna sem við búum að og fólki finnst eftirsóknarvert að búa við. Þau eru hrædd um að félagslífið verði ekki jafn öflugt og áður ef úr þessu verður. Ég hef fullan skilning á því og skil vel að þau vilji láta í sér heyra,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari MA. Sameiningaráætlanir voru kynntar af skólameisturum skólanna og Ásmundi Einari Daðasyni menntamálaráðherra á fundi með nemendum og starfsmönnum skólanna í Hofi í fyrradag. „Frá upphafi var alltaf rætt um það að gera ákveðna greiningu og kanna kosti og galli, ógnanir og tækifæri í þessu ferli. Sú vinna er eftir.“ Eninn ætli sér að breyta menningu skólanna Þannig hafi skólameistararnir ekki tekið afstöðu til þess hvort sameina eigi skólana heldur séu þeir hlynntir því að sá möguleiki verði kannaður til hlýtar. Alþjóðleg reynsla sé til hliðsjónar. „Það er ekki farið í sameiningar af fjárhagslegum ástæðum, til að spara. Svo er mjög mikilvægt að þær stofnanir sem eru sameinaðar fái eina yfirstjórn en haldi sjálfstæði sínu og sérkennum. Það sem er verið að gera er að samþætta nám, bjóða upp á fleiri valkosti og tryggja námsframboð,“ segir Karl. „Ég vil skoða hvort við getum bætt framhaldsskólanám á Akureyri. Ég vil skoða það í kjölinn hvort við getum bætt hér skólastarf með því að auka samvinnu eða sameina skólana.“ Verkefnið sé að bæta nám á Akureyri. Félagslíf innan skólanna hafi lítið með þetta að gera. „Við erum að fara í þessa skoðun til að bæta nám núverandi nemenda og þeirra nemenda sem eiga eftir að koma hingað. Það er verkefnið. Það hefur enginn ákveðið að leggja af mjög sterka þætti í menningu beggja skóla. Það hefur enginn gefið það út og það ætlar sér það enginn,“ segir Karl. „Ég hef fengið margar spurningar um það hvort nemendahátíðir eða júbílantahátíðir í kring um 17. júní verði aflagðar. Svarið mitt við því er það er að þær eru á vegum fyrrverandi nemenda þannig að skólinn hefur ekkert með það að gera hvort fyrrverandi nemendur hætti að koma hingað og gera sér glaðan dag. Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um að leggja eitt eða annað af.“ Hvernig hafa viðbrögð starfsmanna verið? „Það er umræða hér innanbúðar af öllu tagi. Hún er gagnrýnin en hún er líka uppbyggjandi. Fólk er á öndverðu meiði, þannig að það er allt á eðlilegu róli. Starfsmannahópurinn sem slíkur hefur ekki gefið neitt formlega út.“
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Tengdar fréttir Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23
Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45