Hundrað ára dansari í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2023 20:38 Gunnar Jónsson, 100 ára dansari með Eygló Alexandersdóttur, danskennara sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ. Gunnar sem býr á Hrafnistu á Nesvöllum mætir alltaf í danstíma hjá Eygló Alexandersdóttur og konunum, sem eru í tíma með honum einu sinni í viku. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en hann er fæddur 7. maí 1923 í Austurey í Laugardal í Árnessýslu. Hópurinn mætir í klukkutíma á viku í danstíma þar sem allskonar dansar eru dansaðar. Gunnar fer þar fremstur í flokki innan um konurnar sínar, eins og hann segir sjálfur. Hann er eini karlinn, sem þorir að mæta í danstímana og leiðist það ekki að vera innan um allar konurnar. „Jú, jú, þetta er mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei verið í eins skemmtilegum dansi. Það er frábært að geta dansað svona því það er svo góð hreyfing í þessu,” segir Gunnar. Gunnar lítur svo vel út og er svo flottur á dansgólfinu að það verður að spyrja hann hvort það sé örugglega rétt að hann sé orðinn 100 ára ? „Ég rengi það ekki, mér er sagt það,” segir hann og skellihlær. Og danskennarinn er að rifna úr stolti af hafa Gunnar í dansinum. „Þetta er hress karl, góður karl, mjög góður og hress og hann er mjög taktviss. Hann heldur uppi heiðri karlmanna hérna á Suðurnesjum með því að vera eini karlmaðurinn í danshópnum,” segir Eygló Alexandersdóttir, danskennari. Það er alltaf mikið fjör í danstímum hjá hópnum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dansfélagar Gunnars eru mjög stoltar af honum. „Gunnar er yndislegur, ljúfur og góður. Við erum allar skotnar í honum og ánægðar með hann,” segir Guðrún Greipsdóttir. „Hann er alveg frábær, ótrúlega ern og duglegur og svo er hann eini karlinn hér á svæðinu, sem leggur í okkur,” segir Brynja Sigfúsdóttir hlægjandi. En er hann 100 ára, er hann ekki að skrökva því? „Ég gæti alveg trúað því að hann væri að skrökva þessu því hann er svo flottur. Nei, nei, hann er hundrað þessi maður, svona unglingur,” segir Sigríður Tryggvína Óskarsdóttir. Gunnar er að standa sig frábærlega í danstímunum verandi 100 ára með öllum konunum sínum eins og hann kallar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Eldri borgarar Dans Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Gunnar sem býr á Hrafnistu á Nesvöllum mætir alltaf í danstíma hjá Eygló Alexandersdóttur og konunum, sem eru í tíma með honum einu sinni í viku. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en hann er fæddur 7. maí 1923 í Austurey í Laugardal í Árnessýslu. Hópurinn mætir í klukkutíma á viku í danstíma þar sem allskonar dansar eru dansaðar. Gunnar fer þar fremstur í flokki innan um konurnar sínar, eins og hann segir sjálfur. Hann er eini karlinn, sem þorir að mæta í danstímana og leiðist það ekki að vera innan um allar konurnar. „Jú, jú, þetta er mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei verið í eins skemmtilegum dansi. Það er frábært að geta dansað svona því það er svo góð hreyfing í þessu,” segir Gunnar. Gunnar lítur svo vel út og er svo flottur á dansgólfinu að það verður að spyrja hann hvort það sé örugglega rétt að hann sé orðinn 100 ára ? „Ég rengi það ekki, mér er sagt það,” segir hann og skellihlær. Og danskennarinn er að rifna úr stolti af hafa Gunnar í dansinum. „Þetta er hress karl, góður karl, mjög góður og hress og hann er mjög taktviss. Hann heldur uppi heiðri karlmanna hérna á Suðurnesjum með því að vera eini karlmaðurinn í danshópnum,” segir Eygló Alexandersdóttir, danskennari. Það er alltaf mikið fjör í danstímum hjá hópnum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dansfélagar Gunnars eru mjög stoltar af honum. „Gunnar er yndislegur, ljúfur og góður. Við erum allar skotnar í honum og ánægðar með hann,” segir Guðrún Greipsdóttir. „Hann er alveg frábær, ótrúlega ern og duglegur og svo er hann eini karlinn hér á svæðinu, sem leggur í okkur,” segir Brynja Sigfúsdóttir hlægjandi. En er hann 100 ára, er hann ekki að skrökva því? „Ég gæti alveg trúað því að hann væri að skrökva þessu því hann er svo flottur. Nei, nei, hann er hundrað þessi maður, svona unglingur,” segir Sigríður Tryggvína Óskarsdóttir. Gunnar er að standa sig frábærlega í danstímunum verandi 100 ára með öllum konunum sínum eins og hann kallar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Eldri borgarar Dans Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira