Hlutabréf í Apple falla vegna fregna af iPhone-banni í Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 08:46 Opinberir starfsmenn í Kína mega ekki lengur nota iPhone í vinnunni né í tengslum við vinnuna. epa/Wu Hao Hlutabréf í Apple hafa fallið um sex prósent, næstum 200 milljarða dala, á aðeins tveimur dögum. Ástæðan eru fregnir af því að stjórnvöld í Kína hafi bannað opinberum starfsmönnum að nota iPhone. Kína er þriðji stærsti markaður Apple og taldi 18 prósent af heildartekjum fyrirtækisins í fyrra. Þá eru flestar vörur Apple framleiddar í Kína, af fyrirtækinu Foxconn. Wall Street Journal greindi frá því á miðvikudag að opinberum starfsmönnum í Kína hefði verið bannað að nota iPhone í vinnunni og í tengslum við vinnuna. Þá sagði Bloomberg News frá því í gær að bannið næði líklega einnig til starfsmanna fyrirtækja í ríkiseigu og ríkisfjármagnaðra stofnana. Nýir iPhone, iPhone 15 og iPhone 15 Pro, verða kynntir til sögunnar 12. september næstkomandi. Kínverjar hafa ekki sent frá sér neinar tilkynningar vegna fregnanna né hefur Apple svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Samkvæmt BBC hafa hlutabréf nokkurra fyrirtækja sem sjá Apple fyrir íhlutum einnig lækkað nokkuð. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjamanna virðist vera að stigmagnast en stjórnvöld í Washington, og einni Japan og Hollandi, hafa takmarkað aðgengi Kínverja að nýrri örflögutækni. Kína brást við með því að takmarka útflutning á tveimur lykilhráefnum við framleiðslu hálfleiðara. Kína Apple Tækni Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kína er þriðji stærsti markaður Apple og taldi 18 prósent af heildartekjum fyrirtækisins í fyrra. Þá eru flestar vörur Apple framleiddar í Kína, af fyrirtækinu Foxconn. Wall Street Journal greindi frá því á miðvikudag að opinberum starfsmönnum í Kína hefði verið bannað að nota iPhone í vinnunni og í tengslum við vinnuna. Þá sagði Bloomberg News frá því í gær að bannið næði líklega einnig til starfsmanna fyrirtækja í ríkiseigu og ríkisfjármagnaðra stofnana. Nýir iPhone, iPhone 15 og iPhone 15 Pro, verða kynntir til sögunnar 12. september næstkomandi. Kínverjar hafa ekki sent frá sér neinar tilkynningar vegna fregnanna né hefur Apple svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Samkvæmt BBC hafa hlutabréf nokkurra fyrirtækja sem sjá Apple fyrir íhlutum einnig lækkað nokkuð. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjamanna virðist vera að stigmagnast en stjórnvöld í Washington, og einni Japan og Hollandi, hafa takmarkað aðgengi Kínverja að nýrri örflögutækni. Kína brást við með því að takmarka útflutning á tveimur lykilhráefnum við framleiðslu hálfleiðara.
Kína Apple Tækni Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira