„Ertu ekki að grínast? Ég trúi þessu ekki,“ voru fyrstu viðbrögð Arons þegar Sigga Lund hringdi í hann og tilkynnti honum um vinninginn í beinni útsendingu á Bylgjunni. Hann sannfærðist þó að lokum og fer án efa glaður inn í haustið, milljóninni ríkari. Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus, hitti Aron svo í Krónuversluninni þar sem innkaupin örlagaríku áttu sér stað og afhenti honum vinninginn.
Hlustaðu á Siggu Lund færa Aroni gleðifréttirnar hér.