Hausthængarnir farnir að pirrast Karl Lúðvíksson skrifar 12. september 2023 08:51 Þessi hængur veiddist í Eystri Rangá í gær Þetta er klárlega einn af uppáhalds árstímum undirritaðs en núna eru stóru hængarnir farnir á stjá og það er svo gaman að sjá myndir á samfélagsmiðlum af tröllvöxnum fiskum sem eru að veiðast. Það eru margir óvanir veiðimenn sem spyrja að því hvers vegna hængarnir verði svona tökuglaðir á haustinn og líklegasta skýringin er bara sú að þeir eru að vernda sín hrygningarsvæði og hrygnur. Haustið er tíminn sem þessir stóru fara á stjá og núna er það að verða daglegt brauð að sjá myndir af stórum hausthængum sem hafa stokkið á flugur veiðimanna. Síðan er það spurningin hvernig fæ ég þessa hænga til að taka? Það er í raun engin leið að svara þessu beint önnur en sú að vita hvar þeir liggja. Ásmundur Helgason með flottan hæng sem hann veiddi í fyrradag í Laxá í Aðaldal Ef þú veist um stað þar sem ítrekað hefur verið sett í stórann hæng eða þá að hann hefur verið að sýna sig þá segja margir af þeim alvönu veiðimönnum sem ná í svona hænga á hverju hausti að hvíla þann stað ef kostur er fram til loka dags. Þegar það rökkvar fara þeir frekar á stjá og eru tökuglaðari en á björtum deginum. Eins að hugsa aðeins út fyrir kassann í fluguvali. Flottur hausthængur úr Ytri Rangá í gær Stundum er talað um að nota haustflugur sem eru þá gjarnan með appelsínugulu og/eða grænum lit, minnka flugurnar, stækka flugurnar og breyta því hvernig flugan berst fyrir laxinn. Í raun eru útgáfurnar af aðferðunum jafn margar og veiðimennirnir sem kunna að ná í þessa drjóla en eitt er víst, heppni hefur nokkuð með þetta að gera. Gangi ykkur sem allra best í haustveiðinni. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði
Það eru margir óvanir veiðimenn sem spyrja að því hvers vegna hængarnir verði svona tökuglaðir á haustinn og líklegasta skýringin er bara sú að þeir eru að vernda sín hrygningarsvæði og hrygnur. Haustið er tíminn sem þessir stóru fara á stjá og núna er það að verða daglegt brauð að sjá myndir af stórum hausthængum sem hafa stokkið á flugur veiðimanna. Síðan er það spurningin hvernig fæ ég þessa hænga til að taka? Það er í raun engin leið að svara þessu beint önnur en sú að vita hvar þeir liggja. Ásmundur Helgason með flottan hæng sem hann veiddi í fyrradag í Laxá í Aðaldal Ef þú veist um stað þar sem ítrekað hefur verið sett í stórann hæng eða þá að hann hefur verið að sýna sig þá segja margir af þeim alvönu veiðimönnum sem ná í svona hænga á hverju hausti að hvíla þann stað ef kostur er fram til loka dags. Þegar það rökkvar fara þeir frekar á stjá og eru tökuglaðari en á björtum deginum. Eins að hugsa aðeins út fyrir kassann í fluguvali. Flottur hausthængur úr Ytri Rangá í gær Stundum er talað um að nota haustflugur sem eru þá gjarnan með appelsínugulu og/eða grænum lit, minnka flugurnar, stækka flugurnar og breyta því hvernig flugan berst fyrir laxinn. Í raun eru útgáfurnar af aðferðunum jafn margar og veiðimennirnir sem kunna að ná í þessa drjóla en eitt er víst, heppni hefur nokkuð með þetta að gera. Gangi ykkur sem allra best í haustveiðinni.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði