Volaða land framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2023 12:08 Elliott Crosset Hove sést hér í hlutverki danska prestins á ferðalagi sínu um Ísland. Volaða land Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Það var dómnefnd akademíunnar sem valdi myndina, en í henni sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Myndin var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í fyrra, en á Íslandi í marsá þessu ári. Hún hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Með aðalhlutverk í Volaða landi fara þau Elliott Crosset Hove, Ingvar E. Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Jacob Hauberg Lohmann, og Hilmar Guðjónsson. Það var Hlynur Pálmason sem skrifaði handrit og leikstýrði, en Maria von Hausswolff sá um kvikmyndatöku. „Volaða Land er margslungið heilsteypt kvikmyndaverk sem ögrar áhorfandanum,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.Volaða land Sögusvið myndarinnar er Ísland undir lok nítjándu aldar. Ungur danskur prestur ferðast til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. „Volaða Land er margslungið heilsteypt kvikmyndaverk sem ögrar áhorfandanum með því að spyrja sammannlegra spurninga um tilvist og tilgang mannsins á hugrakkan og áleitin hátt,“ segir í umsögn dómnefndarinnar. „Óvægin náttúruöflin hafa snemma áhrif á ferðalagið og samskipti „nýlenduherrans“ við íslenska sveitamanninn Ragnar ganga ekki sem skyldi vegna tungumálaerfiðleika og menningarmuns. Á ferðalaginu og í leit sinni að æðri mætti þarf presturinn að kljást við sjálfan sig andspænis náttúrunni. Löngun hans til yfirráða gagnvart henni verður honum að falli.“ segir dómnefndin jafnframt. „Kvikmyndataka Mariu Von Hausswolff er stórbrotin og er hver rammi eins og listaverk. Náttúra Íslands í gegnum linsu hennar er í senn óvægin, framandi, ógnvekjandi, fráhrindandi og blaut en líka ægifögur og heillandi án þess að verða nokkurntímann væmin eða yfirdrifin.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Menning Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Það var dómnefnd akademíunnar sem valdi myndina, en í henni sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Myndin var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í fyrra, en á Íslandi í marsá þessu ári. Hún hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Með aðalhlutverk í Volaða landi fara þau Elliott Crosset Hove, Ingvar E. Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Jacob Hauberg Lohmann, og Hilmar Guðjónsson. Það var Hlynur Pálmason sem skrifaði handrit og leikstýrði, en Maria von Hausswolff sá um kvikmyndatöku. „Volaða Land er margslungið heilsteypt kvikmyndaverk sem ögrar áhorfandanum,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.Volaða land Sögusvið myndarinnar er Ísland undir lok nítjándu aldar. Ungur danskur prestur ferðast til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. „Volaða Land er margslungið heilsteypt kvikmyndaverk sem ögrar áhorfandanum með því að spyrja sammannlegra spurninga um tilvist og tilgang mannsins á hugrakkan og áleitin hátt,“ segir í umsögn dómnefndarinnar. „Óvægin náttúruöflin hafa snemma áhrif á ferðalagið og samskipti „nýlenduherrans“ við íslenska sveitamanninn Ragnar ganga ekki sem skyldi vegna tungumálaerfiðleika og menningarmuns. Á ferðalaginu og í leit sinni að æðri mætti þarf presturinn að kljást við sjálfan sig andspænis náttúrunni. Löngun hans til yfirráða gagnvart henni verður honum að falli.“ segir dómnefndin jafnframt. „Kvikmyndataka Mariu Von Hausswolff er stórbrotin og er hver rammi eins og listaverk. Náttúra Íslands í gegnum linsu hennar er í senn óvægin, framandi, ógnvekjandi, fráhrindandi og blaut en líka ægifögur og heillandi án þess að verða nokkurntímann væmin eða yfirdrifin.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Menning Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein