Óupplýsti drengurinn sem bað guð um að láta sig ekki vera homma Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. september 2023 13:32 Bjarni Snæbjörnsson hefur farið með söngleik sinn Góðan daginn faggi á flakk um landið. Þar lýsir hann reynslu sinni sem samkynhneigður karlmaður á Íslandi, allt frá því hann var barn. Vísir/Vilhelm „Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78' og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni.“ Svona hefst pistill leikarans Bjarna Snæbjörnssonar vegna umræðu um hinsegin fræðslu í skólakerfinu. Bjarni segir frá því hvernig það var að alast upp á Tálknafirði þar sem hann hafði engar hinsegin fyrirmyndir í kringum sig. Hann, sem ungur drengur, fór að skammast sín fyrir að laðast að karlmönnum og fannst hann sjálfur vera ógeð. Ungur Bjarni á Tálknafirði. „Þar sem samfélagið á þessum tíma var þannig að fræðsla um hinseginleikann var engin vissi hann ekki að það væri hægt að vera hommi. Það eina sem hann lærði var að það væri skammarlegt að vera kynvilltur og öfugur. Það var eitthvað ógeðslegt. Hann vildi alls ekki gangast við sjálfum sér því hann átti engar fyrirmyndir. Hann sá hvergi homma eða annað hinsegin fólk í bókunum sem hann las, í kvikmyndum eða sjónvarpi. Enginn annar í fjölskyldunni hans var hinsegin og ekki ein manneskja í bænum hans (svo hann vissi a.m.k.). Aldrei var talað um homma eða annað hinsegin fólk í skólanum. Það eina sem síaðist inn í barnsheilann var ógeðfelld umræða í fjölmiðlum samkynhneigða menn og alnæmisfaraldurinn þar sem þeir voru afmennskaðir og kallaðir pervertar, kynvillingar og öfuguggar. Eftir því sem árin liðu dofnaði ljósið innra með þessu barni því hann skammaðist sín svo mikið fyrir að laðast að karlmönnum. Honum fannst hann sjálfur vera ógeð,“ segir Bjarni í pistlinum. Óttaðist mest að vera hafnað af fjölskyldunni „Ég kem loks út úr skápnum árið 1999, orðin 21 árs. Þá hafði umræðan opnast töluvert og hommar voru orðnir sýnileigri. Lagaleg réttindi voru líka að aukast. Vegna kærleiksríks uppeldis vissi ég innst inni að mér yrði ekki hafnað af fjölskyldu minn, þó ég óttaðist það mest af öllu,“ segir í færslunni. „Í staðinn bað ég til guðs á hverju kvöldi að hann mundi ekki láta mig vera homma“ Að sögn Bjarna mun hann nýta reynslu sína í að berjast fyrir tjáningarfrelsi, fræðslu og sýnleika með samkenndina að vopni og heldur áfram: „Ég mun alltaf hugsa um þetta eina hinsegin barn sem mögulega mun alast upp í skömm og vegna fjarveru upplýsinga um fjölbreytta tilveru manneskjunnar. Fyrir þetta barn mun ég halda áfram að ræða þessi málefni og stuðla að upplýstri umræðu.“ Markmiðið að auka skilning Tótla I Sæmundsdóttir er fræðslustýra Samtakanna '78. Pistill hennar frá því í sumar hefur verið í mikilli dreifingu undanfarna daga enda virðist töluverðs misskilnings gæta í umræðunni. Þannig er því haldið á lofti að Samtökin '78 sinni kynfræðslu í grunnskólum. Það sé misskilningur sem samtökin þurfi stöðugt að leiðrétta. Samtökin komi að hinsegin fræðslu í grunnskólum með kennurum viðkomandi grunnskóla. „Markmið Samtakanna ‘78 með fræðslustarfinu er að auka skilning fólks á að fólk er fjölbreytt og létta á mögulegri skömm þeirra barna og ungmenna sem eru hinsegin sjálf eða eiga hinsegin fjölskyldumeðlimi,“ segir í pistli Tótlu á Vísi í júní síðastliðnum. Bakslag víða um heim Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stakk niður penna á þingsetningardegi í gær. Þar sagðist hún hafa fengið fjölda skeyta um að of langt sé gengið í að fræða börn og ungmenni um fjölbreytileika samfélagsins þegar komi að kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu. „Við eigum að fræðast um ólíka kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu – vegna þess að það skiptir máli að við lærum um fjölbreytileika samfélagsins og að við skiljum hann. Við erum ólík en við eigum öll okkar drauma, þrár og langanir. Og gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. Ég trúi því að það sé samfélagið sem við langflest viljum,“ sagði Katrín. Katrín segir það ekki svo að réttindi hinsegin og kynsegin fólks skerði annarra manna réttindi, né heldur að fræðsla um fjölbreytileika sé innræting, eða að slíkri fræðslu sé ætlað að þvinga fólk í ákveðnar áttir. „Sonur minn lærði til dæmis um túrverki í dag. Það er ekki vegna þess að hann sé endilega að upplifa þá sjálfur í sínu lífi – heldur er einmitt mikilvægt að hann viti um hvað þeir snúast. Vegna þess að við viljum skilja allar þær ólíku manneskjur sem skapa eitt stykki samfélag. Þá skiptir máli að skilja að reynsluheimur þeirra er ólíkur. Þess vegna er fræðsla um þessi mál mikilvæg.“ Hinsegin Grunnskólar Tálknafjörður Ástin og lífið Tengdar fréttir Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25 Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16 Góðan daginn, faggi á faraldsfæti: „Ögrandi að fara úr íslensku búbblunni“ Leiksýningin Góðan daginn faggi er á leið út fyrir landsteinana en hún verður sýnd á Fringe listahátíðinni í Edinborg 4. - 27. ágúst. Blaðamaður ræddi við Bjarna Snæbjörnsson en ásamt honum standa Gréta Kristín Ómarsdóttir og Axel Ingi að sýningunni og fara þau öll saman út. 25. júlí 2023 14:21 „Ég gef ekki ráð“ Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 6. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Bjarni segir frá því hvernig það var að alast upp á Tálknafirði þar sem hann hafði engar hinsegin fyrirmyndir í kringum sig. Hann, sem ungur drengur, fór að skammast sín fyrir að laðast að karlmönnum og fannst hann sjálfur vera ógeð. Ungur Bjarni á Tálknafirði. „Þar sem samfélagið á þessum tíma var þannig að fræðsla um hinseginleikann var engin vissi hann ekki að það væri hægt að vera hommi. Það eina sem hann lærði var að það væri skammarlegt að vera kynvilltur og öfugur. Það var eitthvað ógeðslegt. Hann vildi alls ekki gangast við sjálfum sér því hann átti engar fyrirmyndir. Hann sá hvergi homma eða annað hinsegin fólk í bókunum sem hann las, í kvikmyndum eða sjónvarpi. Enginn annar í fjölskyldunni hans var hinsegin og ekki ein manneskja í bænum hans (svo hann vissi a.m.k.). Aldrei var talað um homma eða annað hinsegin fólk í skólanum. Það eina sem síaðist inn í barnsheilann var ógeðfelld umræða í fjölmiðlum samkynhneigða menn og alnæmisfaraldurinn þar sem þeir voru afmennskaðir og kallaðir pervertar, kynvillingar og öfuguggar. Eftir því sem árin liðu dofnaði ljósið innra með þessu barni því hann skammaðist sín svo mikið fyrir að laðast að karlmönnum. Honum fannst hann sjálfur vera ógeð,“ segir Bjarni í pistlinum. Óttaðist mest að vera hafnað af fjölskyldunni „Ég kem loks út úr skápnum árið 1999, orðin 21 árs. Þá hafði umræðan opnast töluvert og hommar voru orðnir sýnileigri. Lagaleg réttindi voru líka að aukast. Vegna kærleiksríks uppeldis vissi ég innst inni að mér yrði ekki hafnað af fjölskyldu minn, þó ég óttaðist það mest af öllu,“ segir í færslunni. „Í staðinn bað ég til guðs á hverju kvöldi að hann mundi ekki láta mig vera homma“ Að sögn Bjarna mun hann nýta reynslu sína í að berjast fyrir tjáningarfrelsi, fræðslu og sýnleika með samkenndina að vopni og heldur áfram: „Ég mun alltaf hugsa um þetta eina hinsegin barn sem mögulega mun alast upp í skömm og vegna fjarveru upplýsinga um fjölbreytta tilveru manneskjunnar. Fyrir þetta barn mun ég halda áfram að ræða þessi málefni og stuðla að upplýstri umræðu.“ Markmiðið að auka skilning Tótla I Sæmundsdóttir er fræðslustýra Samtakanna '78. Pistill hennar frá því í sumar hefur verið í mikilli dreifingu undanfarna daga enda virðist töluverðs misskilnings gæta í umræðunni. Þannig er því haldið á lofti að Samtökin '78 sinni kynfræðslu í grunnskólum. Það sé misskilningur sem samtökin þurfi stöðugt að leiðrétta. Samtökin komi að hinsegin fræðslu í grunnskólum með kennurum viðkomandi grunnskóla. „Markmið Samtakanna ‘78 með fræðslustarfinu er að auka skilning fólks á að fólk er fjölbreytt og létta á mögulegri skömm þeirra barna og ungmenna sem eru hinsegin sjálf eða eiga hinsegin fjölskyldumeðlimi,“ segir í pistli Tótlu á Vísi í júní síðastliðnum. Bakslag víða um heim Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stakk niður penna á þingsetningardegi í gær. Þar sagðist hún hafa fengið fjölda skeyta um að of langt sé gengið í að fræða börn og ungmenni um fjölbreytileika samfélagsins þegar komi að kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu. „Við eigum að fræðast um ólíka kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu – vegna þess að það skiptir máli að við lærum um fjölbreytileika samfélagsins og að við skiljum hann. Við erum ólík en við eigum öll okkar drauma, þrár og langanir. Og gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. Ég trúi því að það sé samfélagið sem við langflest viljum,“ sagði Katrín. Katrín segir það ekki svo að réttindi hinsegin og kynsegin fólks skerði annarra manna réttindi, né heldur að fræðsla um fjölbreytileika sé innræting, eða að slíkri fræðslu sé ætlað að þvinga fólk í ákveðnar áttir. „Sonur minn lærði til dæmis um túrverki í dag. Það er ekki vegna þess að hann sé endilega að upplifa þá sjálfur í sínu lífi – heldur er einmitt mikilvægt að hann viti um hvað þeir snúast. Vegna þess að við viljum skilja allar þær ólíku manneskjur sem skapa eitt stykki samfélag. Þá skiptir máli að skilja að reynsluheimur þeirra er ólíkur. Þess vegna er fræðsla um þessi mál mikilvæg.“
Hinsegin Grunnskólar Tálknafjörður Ástin og lífið Tengdar fréttir Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25 Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16 Góðan daginn, faggi á faraldsfæti: „Ögrandi að fara úr íslensku búbblunni“ Leiksýningin Góðan daginn faggi er á leið út fyrir landsteinana en hún verður sýnd á Fringe listahátíðinni í Edinborg 4. - 27. ágúst. Blaðamaður ræddi við Bjarna Snæbjörnsson en ásamt honum standa Gréta Kristín Ómarsdóttir og Axel Ingi að sýningunni og fara þau öll saman út. 25. júlí 2023 14:21 „Ég gef ekki ráð“ Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 6. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25
Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16
Góðan daginn, faggi á faraldsfæti: „Ögrandi að fara úr íslensku búbblunni“ Leiksýningin Góðan daginn faggi er á leið út fyrir landsteinana en hún verður sýnd á Fringe listahátíðinni í Edinborg 4. - 27. ágúst. Blaðamaður ræddi við Bjarna Snæbjörnsson en ásamt honum standa Gréta Kristín Ómarsdóttir og Axel Ingi að sýningunni og fara þau öll saman út. 25. júlí 2023 14:21
„Ég gef ekki ráð“ Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 6. ágúst 2022 11:31