Sú staðreynd er enn merkilegri fyrir þær sakir að uppskriftin hefur haldist óbreytt allt frá því að Nói keypti dönsku súkkulaðiverksmiðjuna Síríus af sælgætisframleiðandanum Galle & Jessen árið 1933. Það er því vel við hæfi að frumsýna hérna skemmtilegt myndband frá Nóa Síríus þar sem stiklað er á stóru í sögu Síríus súkkulaðisins sívinsæla.
Óbreytt uppskrift að gæðum hjá Nóa Síríus í 90 ár

Eins og súkkulaðigrísir landsins hafa eflaust orðið varir við þá á Síríus súkkulaðið 90 ára afmæli um þessar mundir.