Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 16:55 Skjáskot úr heimildarmynd alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation sem gáfu út heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi fyrir tæpum tveimur árum. Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Þar segir þessar breytingar hafi verið gerðar í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins. Reglugerðin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni innleiðir tilskipun sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í tilkynningu á vef Matvælaráðuneytisins kemur fram að í formlegu áminningarbréfi ESA frá 10. maí komi fram afstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. Þar segir að málið snúi að túlkun á gildissviði regluverksins sem um ræðir. Íslensk stjórnvöld hafi fallist á að blóðtaka úr fylfullum merum fyrir framleiðslu á PMGS/eCG hormóni falli innan gildissviðs regluverksins. Kröfur vegna starfsleyfa muni breytast Ennfremur segir matvælaráðuneytið að núverandi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, nr. 900/2022 verði felld úr gildi frá 1. nóvember næstkomandi. „Lögð er áhersla á að gæta meðalhófs og að hagaðilum sé gefið tækifæri til að aðlaga sig að nýrri lagaumgjörð. Eftir 1. nóvember mun reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni gilda um starfsemina.“ Segir ráðuneytiða að það að fella starfsemi blóðmerahalds undir umrædda reglugerð feli í sér að formkröfur til ákveðinna þátta starfseminnar muni breytast. Til dæmis varðandi starfsleyfi sem Matvælastofnun annast samkvæmt reglugerðinni. Blóðmerahald Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þar segir þessar breytingar hafi verið gerðar í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins. Reglugerðin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni innleiðir tilskipun sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í tilkynningu á vef Matvælaráðuneytisins kemur fram að í formlegu áminningarbréfi ESA frá 10. maí komi fram afstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. Þar segir að málið snúi að túlkun á gildissviði regluverksins sem um ræðir. Íslensk stjórnvöld hafi fallist á að blóðtaka úr fylfullum merum fyrir framleiðslu á PMGS/eCG hormóni falli innan gildissviðs regluverksins. Kröfur vegna starfsleyfa muni breytast Ennfremur segir matvælaráðuneytið að núverandi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, nr. 900/2022 verði felld úr gildi frá 1. nóvember næstkomandi. „Lögð er áhersla á að gæta meðalhófs og að hagaðilum sé gefið tækifæri til að aðlaga sig að nýrri lagaumgjörð. Eftir 1. nóvember mun reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni gilda um starfsemina.“ Segir ráðuneytiða að það að fella starfsemi blóðmerahalds undir umrædda reglugerð feli í sér að formkröfur til ákveðinna þátta starfseminnar muni breytast. Til dæmis varðandi starfsleyfi sem Matvælastofnun annast samkvæmt reglugerðinni.
Blóðmerahald Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira