Þar segir þessar breytingar hafi verið gerðar í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins. Reglugerðin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni innleiðir tilskipun sem felld var inn í EES samninginn árið 2014.
Í tilkynningu á vef Matvælaráðuneytisins kemur fram að í formlegu áminningarbréfi ESA frá 10. maí komi fram afstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið.
Þar segir að málið snúi að túlkun á gildissviði regluverksins sem um ræðir. Íslensk stjórnvöld hafi fallist á að blóðtaka úr fylfullum merum fyrir framleiðslu á PMGS/eCG hormóni falli innan gildissviðs regluverksins.
Kröfur vegna starfsleyfa muni breytast
Ennfremur segir matvælaráðuneytið að núverandi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, nr. 900/2022 verði felld úr gildi frá 1. nóvember næstkomandi.
„Lögð er áhersla á að gæta meðalhófs og að hagaðilum sé gefið tækifæri til að aðlaga sig að nýrri lagaumgjörð. Eftir 1. nóvember mun reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni gilda um starfsemina.“
Segir ráðuneytiða að það að fella starfsemi blóðmerahalds undir umrædda reglugerð feli í sér að formkröfur til ákveðinna þátta starfseminnar muni breytast. Til dæmis varðandi starfsleyfi sem Matvælastofnun annast samkvæmt reglugerðinni.