Fyrsti gestur Kristjáns í dag er Halldór Björnsson. Hann er einn helstu sérfræðingur landins um samspil veðurfars og loftslagsbreytinga. Meiri hiti, meiri rigning, tíðari stormar, dýpri lægðir - allt verður þetta daglegt brauð ef að líkum lætur í nánustu framtíð.
Gunnar Tryggvason er Hafnarstjóri Faxaflóahafna. Eitt af því sem fram kemur í skýrslu SKE um ólögmætt samráð skipafélaga er að nánast ómögulegt er fyrir önnur skipafélög en Eimskip og Samskip að hasla sér völl í stærstu vöruflutningahöfn landsins sem þó er í opinberri eigu. Gunnar ræðir þessa stöðu og varpar ljósi á hvernig samkeppni verður tryggð.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, takast á um fjárlagafrumvarpið og efnahagsstjórnina á tímum þegar Samfylkingin undir forystu Kristrúnar hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum í könnunum, ítrekað.
Í lok þáttar mætir Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar. Hanna Katrín er samkynhneigð og hefur ítrekað talað fyrir réttindum transfólks á þingi. Hún ræðir málefni sem eru mjög í deiglunni og varða meðal annars fræðslu samtakanna 78 í grunnskólum sem margir telja óforsvaranlega.