Megintilgangur ráðstefnunnar er að gefa sem best yfirlit yfir efnahag og forsendur fyrir næsta ár sem sveitarstjórnir þurfa að hafa við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
Heiða B. Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur ráðstefnuna og þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ávarpa einnig ráðstefnuna.
Í tilkynningu segir að fjöldi annarra áhugaverðra erinda verði dagskrá þar sem áherslan sé á afkomu sveitarfélaga og horfur til næstu ára. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga er fjölmennasti viðurður ársins hjá sveitarstjórnarmönnum, en þátttakendur í ár eru tæplega 500 talsins. Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.
Ráðstefnuna má sjá í streyminu hér að neðan: