Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2023 14:15 Auður Ýr Sveinsdóttir er forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Aðsend/Getty Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. Flugfarþegar kannast eflaust við hversu mikill streituvaldur það getur verið að fara í gegnum öryggisleit flugvallarins og þurfa að muna eftir að taka upp úr handfarangri vökva og tækjabúnað og stundum um miðja nótt og jafnvel í langri biðröð en þessi hluti ferðalagsins heyrir brátt sögunni til því Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli, segir að kaup á byltingarkenndum gegnumlýsisbúnaði séu í farvatninu. „Í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli er framundan stór fjárfesting í nýjum búnaði sem mun bæta gæði flugverndar, sem er nú það sem er mikilvægast fyrir okkur, að farþegarnir komist í gegnum flugvöllinn á sem hættuminnstan hátt á leiðarenda,“ segir Auður. Það sem vakir fyrir Auði er fyrst og fremst að auka öryggi farþega en nýi búnaðurinn mun líka auka þægindi þeirra. „Gæði myndgreiningarinnar á þeim handfarangri sem fer í gegnum þessar vélar verður þannig að það verður ekki þörf á að opna allar töskurnar aftur eins og við höfum verið að gera hingað til og fólk getur þá sett töskurnar óopnaðar hvort sem það er með vökvanum, tölvum eða tækjabúnaði beint þar í gegn.“ En þessi búnaður, sem tekinn hefur verið í gagnið á nokkrum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum, kostar sitt. „Ég held að þetta geti verið fjárfesting upp á einn og hálfan milljarð, já þetta er mjög stór fjárfesting. Þetta eru átta línur og ekki bara þessar vélar sem eru settar þarna á milli. Þetta eru líka færiböndin og hugbúnaðurinn. Þetta er bara mjög stórt verkefni. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Flugfarþegar kannast eflaust við hversu mikill streituvaldur það getur verið að fara í gegnum öryggisleit flugvallarins og þurfa að muna eftir að taka upp úr handfarangri vökva og tækjabúnað og stundum um miðja nótt og jafnvel í langri biðröð en þessi hluti ferðalagsins heyrir brátt sögunni til því Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli, segir að kaup á byltingarkenndum gegnumlýsisbúnaði séu í farvatninu. „Í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli er framundan stór fjárfesting í nýjum búnaði sem mun bæta gæði flugverndar, sem er nú það sem er mikilvægast fyrir okkur, að farþegarnir komist í gegnum flugvöllinn á sem hættuminnstan hátt á leiðarenda,“ segir Auður. Það sem vakir fyrir Auði er fyrst og fremst að auka öryggi farþega en nýi búnaðurinn mun líka auka þægindi þeirra. „Gæði myndgreiningarinnar á þeim handfarangri sem fer í gegnum þessar vélar verður þannig að það verður ekki þörf á að opna allar töskurnar aftur eins og við höfum verið að gera hingað til og fólk getur þá sett töskurnar óopnaðar hvort sem það er með vökvanum, tölvum eða tækjabúnaði beint þar í gegn.“ En þessi búnaður, sem tekinn hefur verið í gagnið á nokkrum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum, kostar sitt. „Ég held að þetta geti verið fjárfesting upp á einn og hálfan milljarð, já þetta er mjög stór fjárfesting. Þetta eru átta línur og ekki bara þessar vélar sem eru settar þarna á milli. Þetta eru líka færiböndin og hugbúnaðurinn. Þetta er bara mjög stórt verkefni.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira