„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2023 21:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Jakobsson. Vísir Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélögin hafi á síðasta ári undirritað svokallaðan rammasamning um uppbyggingu á 35 þúsund íbúðum á næstu tíu árum hafa sveitarfélögin enn þá miklar áhyggjur af húsnæðismálum. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um fjármál þeirra í dag. „Stærsta mál okkar er húsnæðisuppbyggingin um allt land. Við treystum því að ríkið komi þar myndarlega inn, svo við náum að byggja upp húsnæði fyrir allt fólkið sem hér býr. En það þarf líka að tryggja að lífskjörin í landinu verði þannig að fólk geti leigt eða keypt þessar íbúðir og velji að búa á hér á landi. Það er stórt samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og þar köllum við til stjórnvalda um hvað þau ætli að gera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða skaut föstu skotum að fjármálaráðherra á fundinum í dag þar sem hún benti á að sveitarfélögin þurfi mun meira fjármagn þaðan í húsnæðismálin og ýmsa aðra málaflokka eins og málefni fatlaðra, í grunnskóla og samgöngur. Sveitarfélögin þurfi að vera ábyrgari í fjármálum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því hins vegar í ræðu sinni á fundum að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgari fjármálastjórn. Hann segir ríkisstjórnina nú þegar hafa uppfyllt skilyrði rammasamkomulagsins um húsnæðisuppbyggingu. „Ég held að ríkið sé nú þegar vel að standa undir því sem við höfum gefið út að við myndum vilja gera í þessu félagslega húsnæði. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hægi á framkvæmdum vegna íbúða á almennum markaði vegna vaxtahækkana og mögulega vegna þess að lóðir eru ekki tilbúnar,“ segir Bjarni. „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika segir svo þetta um stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag: „Það virðist vera nægt framboð í dag. Ef við berum saman uppbyggingu húsnæðis við mannfjöldaþróun á Íslandi er ekki verið að byggja nóg til að mæta eftirspurn á næstu árum. Það hefur náttúrulega verið mikill kraftur í atvinnulífinu og ferðaþjónustan hefur verið drifin áfram af erlendu vinnuafli að hluta og einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa,“ segir Gunnar. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélögin hafi á síðasta ári undirritað svokallaðan rammasamning um uppbyggingu á 35 þúsund íbúðum á næstu tíu árum hafa sveitarfélögin enn þá miklar áhyggjur af húsnæðismálum. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um fjármál þeirra í dag. „Stærsta mál okkar er húsnæðisuppbyggingin um allt land. Við treystum því að ríkið komi þar myndarlega inn, svo við náum að byggja upp húsnæði fyrir allt fólkið sem hér býr. En það þarf líka að tryggja að lífskjörin í landinu verði þannig að fólk geti leigt eða keypt þessar íbúðir og velji að búa á hér á landi. Það er stórt samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og þar köllum við til stjórnvalda um hvað þau ætli að gera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða skaut föstu skotum að fjármálaráðherra á fundinum í dag þar sem hún benti á að sveitarfélögin þurfi mun meira fjármagn þaðan í húsnæðismálin og ýmsa aðra málaflokka eins og málefni fatlaðra, í grunnskóla og samgöngur. Sveitarfélögin þurfi að vera ábyrgari í fjármálum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því hins vegar í ræðu sinni á fundum að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgari fjármálastjórn. Hann segir ríkisstjórnina nú þegar hafa uppfyllt skilyrði rammasamkomulagsins um húsnæðisuppbyggingu. „Ég held að ríkið sé nú þegar vel að standa undir því sem við höfum gefið út að við myndum vilja gera í þessu félagslega húsnæði. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hægi á framkvæmdum vegna íbúða á almennum markaði vegna vaxtahækkana og mögulega vegna þess að lóðir eru ekki tilbúnar,“ segir Bjarni. „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika segir svo þetta um stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag: „Það virðist vera nægt framboð í dag. Ef við berum saman uppbyggingu húsnæðis við mannfjöldaþróun á Íslandi er ekki verið að byggja nóg til að mæta eftirspurn á næstu árum. Það hefur náttúrulega verið mikill kraftur í atvinnulífinu og ferðaþjónustan hefur verið drifin áfram af erlendu vinnuafli að hluta og einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa,“ segir Gunnar.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira