„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2023 21:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Jakobsson. Vísir Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélögin hafi á síðasta ári undirritað svokallaðan rammasamning um uppbyggingu á 35 þúsund íbúðum á næstu tíu árum hafa sveitarfélögin enn þá miklar áhyggjur af húsnæðismálum. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um fjármál þeirra í dag. „Stærsta mál okkar er húsnæðisuppbyggingin um allt land. Við treystum því að ríkið komi þar myndarlega inn, svo við náum að byggja upp húsnæði fyrir allt fólkið sem hér býr. En það þarf líka að tryggja að lífskjörin í landinu verði þannig að fólk geti leigt eða keypt þessar íbúðir og velji að búa á hér á landi. Það er stórt samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og þar köllum við til stjórnvalda um hvað þau ætli að gera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða skaut föstu skotum að fjármálaráðherra á fundinum í dag þar sem hún benti á að sveitarfélögin þurfi mun meira fjármagn þaðan í húsnæðismálin og ýmsa aðra málaflokka eins og málefni fatlaðra, í grunnskóla og samgöngur. Sveitarfélögin þurfi að vera ábyrgari í fjármálum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því hins vegar í ræðu sinni á fundum að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgari fjármálastjórn. Hann segir ríkisstjórnina nú þegar hafa uppfyllt skilyrði rammasamkomulagsins um húsnæðisuppbyggingu. „Ég held að ríkið sé nú þegar vel að standa undir því sem við höfum gefið út að við myndum vilja gera í þessu félagslega húsnæði. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hægi á framkvæmdum vegna íbúða á almennum markaði vegna vaxtahækkana og mögulega vegna þess að lóðir eru ekki tilbúnar,“ segir Bjarni. „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika segir svo þetta um stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag: „Það virðist vera nægt framboð í dag. Ef við berum saman uppbyggingu húsnæðis við mannfjöldaþróun á Íslandi er ekki verið að byggja nóg til að mæta eftirspurn á næstu árum. Það hefur náttúrulega verið mikill kraftur í atvinnulífinu og ferðaþjónustan hefur verið drifin áfram af erlendu vinnuafli að hluta og einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa,“ segir Gunnar. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélögin hafi á síðasta ári undirritað svokallaðan rammasamning um uppbyggingu á 35 þúsund íbúðum á næstu tíu árum hafa sveitarfélögin enn þá miklar áhyggjur af húsnæðismálum. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um fjármál þeirra í dag. „Stærsta mál okkar er húsnæðisuppbyggingin um allt land. Við treystum því að ríkið komi þar myndarlega inn, svo við náum að byggja upp húsnæði fyrir allt fólkið sem hér býr. En það þarf líka að tryggja að lífskjörin í landinu verði þannig að fólk geti leigt eða keypt þessar íbúðir og velji að búa á hér á landi. Það er stórt samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og þar köllum við til stjórnvalda um hvað þau ætli að gera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða skaut föstu skotum að fjármálaráðherra á fundinum í dag þar sem hún benti á að sveitarfélögin þurfi mun meira fjármagn þaðan í húsnæðismálin og ýmsa aðra málaflokka eins og málefni fatlaðra, í grunnskóla og samgöngur. Sveitarfélögin þurfi að vera ábyrgari í fjármálum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því hins vegar í ræðu sinni á fundum að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgari fjármálastjórn. Hann segir ríkisstjórnina nú þegar hafa uppfyllt skilyrði rammasamkomulagsins um húsnæðisuppbyggingu. „Ég held að ríkið sé nú þegar vel að standa undir því sem við höfum gefið út að við myndum vilja gera í þessu félagslega húsnæði. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hægi á framkvæmdum vegna íbúða á almennum markaði vegna vaxtahækkana og mögulega vegna þess að lóðir eru ekki tilbúnar,“ segir Bjarni. „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika segir svo þetta um stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag: „Það virðist vera nægt framboð í dag. Ef við berum saman uppbyggingu húsnæðis við mannfjöldaþróun á Íslandi er ekki verið að byggja nóg til að mæta eftirspurn á næstu árum. Það hefur náttúrulega verið mikill kraftur í atvinnulífinu og ferðaþjónustan hefur verið drifin áfram af erlendu vinnuafli að hluta og einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa,“ segir Gunnar.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira