Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. september 2023 20:07 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst skipa eftirlitshóp til að fylgjast með rafbyssunotkun lögreglunnar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óttast frekari vopnvæðingu og gefur lítið fyrir fullyrðingar sérfræðinga um öryggi rafvopnsins. Samsett/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. Í gær greindum við frá því undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa væri í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Það er í samræmi við umdeilda reglubreytingu fyrrverandi dómsmálaráðherra í janúar þegar rafbyssunotkun lögreglu var heimiluð. Nýr dómsmálaráðherra hóf í júní innleiðingu nýja vopnsins og segir mikla áherslu lagða á varfærin og örugg skref. „Það verða eingöngu menntaðir lögreglumenn sem fá að bera rafvarnarvopn eftir að hafa hlotið til þess viðunandi og góða kennslu. Síðan mun ég skipa eftirlitshóp með rafvarnarvopnum þannig í hvert sinn sem slíku vopni verður beitt verður hvert einasta tilfelli skoðað og ígrundað,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að reynsla vopnanna verði skoðuð eftir átján mánuði og staðan endurmetin. Kaupir ekki fullyrðingar sérfræðinga Þingmaður Pírata gefur lítið fyrir fullyrðingar erlendra sérfræðinga um að vopnið sé öruggara en mörg önnur vopn sem lögreglan noti. „Ég kaupi það ekki alveg, niðurstöðurnar sem eru frá framleiðandanum passar ekki alveg saman við það hvernig þær eru í notkun til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada. Það er ekki eins há svona góð tíðni eins og framleiðandinn segir að það sé og þegar allt kemur til alls þá er dálítið áhugavert að heyra þau rök að þetta sé vægara en kylfan eða gasið en fólk er samt í rauninni hræddara við þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Björn Leví telur að fælingarmátturinn verði lítill sem enginn og óttast að með notkun rafbyssa aukist valdbeiting og vopnavæðing. „Niðurstöður hafa til dæmis sýnt í Hollandi að þetta eykur í raun valdbeitingu,“ sagði Björn Leví við fréttastofu. Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22 Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10 Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Í gær greindum við frá því undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa væri í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Það er í samræmi við umdeilda reglubreytingu fyrrverandi dómsmálaráðherra í janúar þegar rafbyssunotkun lögreglu var heimiluð. Nýr dómsmálaráðherra hóf í júní innleiðingu nýja vopnsins og segir mikla áherslu lagða á varfærin og örugg skref. „Það verða eingöngu menntaðir lögreglumenn sem fá að bera rafvarnarvopn eftir að hafa hlotið til þess viðunandi og góða kennslu. Síðan mun ég skipa eftirlitshóp með rafvarnarvopnum þannig í hvert sinn sem slíku vopni verður beitt verður hvert einasta tilfelli skoðað og ígrundað,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að reynsla vopnanna verði skoðuð eftir átján mánuði og staðan endurmetin. Kaupir ekki fullyrðingar sérfræðinga Þingmaður Pírata gefur lítið fyrir fullyrðingar erlendra sérfræðinga um að vopnið sé öruggara en mörg önnur vopn sem lögreglan noti. „Ég kaupi það ekki alveg, niðurstöðurnar sem eru frá framleiðandanum passar ekki alveg saman við það hvernig þær eru í notkun til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada. Það er ekki eins há svona góð tíðni eins og framleiðandinn segir að það sé og þegar allt kemur til alls þá er dálítið áhugavert að heyra þau rök að þetta sé vægara en kylfan eða gasið en fólk er samt í rauninni hræddara við þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Björn Leví telur að fælingarmátturinn verði lítill sem enginn og óttast að með notkun rafbyssa aukist valdbeiting og vopnavæðing. „Niðurstöður hafa til dæmis sýnt í Hollandi að þetta eykur í raun valdbeitingu,“ sagði Björn Leví við fréttastofu.
Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22 Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10 Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22
Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10
Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30