„Heimskuleg mistök“ Söru rændu hana sæti á einu eftirsóttasta móti ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2023 09:31 Sara Sigmundsdóttir reyndi að horfa á björtu hliðarnar en vonbrigðin voru skiljanlega mjög mikil. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum í lok októbermánaðar. Sara var hins vegar á góðri leið með að tryggja sér sæti á mótinu þegar hún fékk óvæntan tölvupóst að utan. Sara lofaði því að segja frá bæði góðu og slæmu dögunum á nýju Youtube síðunni sinni og hún stendur við það. Sara er enn að sleikja sárin eftir að hafa misst af heimsleikunum í CrossFit í ár. Gott tækifæri til að stimpla sig aftur inn meðal þeirra bestu var að komast inn á síðasta stórmót ársins sem er Rogue Invitational í Texas í október. Sara var ekki meðal þeirra sem var boðið á mótið en átti möguleika á því að komast þangað í gegnum undankeppni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara fór yfir það á dögunum hvernig stendur á því að henni tókst ekki að tryggja sér sæti á Rogue mótinu þrátt fyrir flotta frammistöðu í undankeppninni. Ástæðan var sú að lyftingarstöngin hennar stóðst ekki kröfur Rogue. Átti mér þetta litla markmið Sara hafði verið á Íslandi í einn mánuð eftir að hafa eitt stærstum hluta síðasta árs í Dúbæ. Hún fór út og fylgdist með heimsleikunum þrátt fyrir að hafa enn eitt árið ekki fengið að keppa þar við þær bestu. „Ég átti mér þetta litla markmið að komast á Rogue. Endurhæfingin hafði gengið svo vel að ég vildi virkilega vera tilbúin fyrir undankeppnina. Um leið og ég kom aftur til Íslands þá tók við æfingarútínan með það markmið að undirbúa mig sem best,“ sagði Sara. Sara sýndi frá gleði sinni þegar hún kláraði lyftingaræfingu undankeppninnar með glæsibrag. Umboðsmaður hennar, Snorri Barón, var líka mjög ánægður með hana. Allt leit mjög vel út. Enn eitt áfallið „Æfingarnar gengu mun betur en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði Sara en þá dundi yfir enn eitt áfallið hjá okkar konu á síðustu misserum. „Þegar voru bara tólf tímar fram að lokaskilum þá fékk ég tölvupóst frá þeim um að árangur minn væri ekki tekinn gildur. Lyftingarstöngin mín var ekki lögleg,“ sagði Sara. Hún þurfti því að endurtaka allar æfingarnar ætlaði hún að fá gildan árangur í undankeppninni. Það hefði ekki aðeins verið gríðarlega erfitt heldur einnig rosalegt álag á skrokkinn sem gæti hafi slæmar afleiðingar fyrir framhaldið. Hún tók þá ákvörðun að reyna ekki og átti því ekki lengur möguleika á að komast í gegnum undankeppnina. Engum öðrum að kenna „Stærsti lærdómurinn af þessu er að það var á minni ábyrgð. Þetta voru mín mistök og engum öðrum að kenna. Þetta voru heimskuleg mistök. Ég gerði líka önnur lítið mistök við upptökuna á æfingunum. Þetta var súr og erfið reynsla en það voru líka svo margir jákvæðir hlutir sem komu í ljós. Í fyrsta sinn frá undanúrslitamótinu þá leið mér aftur eins og íþróttamanni,“ sagði Sara sem eins og venjulega horfir á björtu hliðarnar þótt að vonbrigðin væru augljóslega mikil. Hér fyrir neðan má sjá Söru segja frá þessum vonbrigðum og því sem gekk á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qzogWEDgzLU">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Sara lofaði því að segja frá bæði góðu og slæmu dögunum á nýju Youtube síðunni sinni og hún stendur við það. Sara er enn að sleikja sárin eftir að hafa misst af heimsleikunum í CrossFit í ár. Gott tækifæri til að stimpla sig aftur inn meðal þeirra bestu var að komast inn á síðasta stórmót ársins sem er Rogue Invitational í Texas í október. Sara var ekki meðal þeirra sem var boðið á mótið en átti möguleika á því að komast þangað í gegnum undankeppni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara fór yfir það á dögunum hvernig stendur á því að henni tókst ekki að tryggja sér sæti á Rogue mótinu þrátt fyrir flotta frammistöðu í undankeppninni. Ástæðan var sú að lyftingarstöngin hennar stóðst ekki kröfur Rogue. Átti mér þetta litla markmið Sara hafði verið á Íslandi í einn mánuð eftir að hafa eitt stærstum hluta síðasta árs í Dúbæ. Hún fór út og fylgdist með heimsleikunum þrátt fyrir að hafa enn eitt árið ekki fengið að keppa þar við þær bestu. „Ég átti mér þetta litla markmið að komast á Rogue. Endurhæfingin hafði gengið svo vel að ég vildi virkilega vera tilbúin fyrir undankeppnina. Um leið og ég kom aftur til Íslands þá tók við æfingarútínan með það markmið að undirbúa mig sem best,“ sagði Sara. Sara sýndi frá gleði sinni þegar hún kláraði lyftingaræfingu undankeppninnar með glæsibrag. Umboðsmaður hennar, Snorri Barón, var líka mjög ánægður með hana. Allt leit mjög vel út. Enn eitt áfallið „Æfingarnar gengu mun betur en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði Sara en þá dundi yfir enn eitt áfallið hjá okkar konu á síðustu misserum. „Þegar voru bara tólf tímar fram að lokaskilum þá fékk ég tölvupóst frá þeim um að árangur minn væri ekki tekinn gildur. Lyftingarstöngin mín var ekki lögleg,“ sagði Sara. Hún þurfti því að endurtaka allar æfingarnar ætlaði hún að fá gildan árangur í undankeppninni. Það hefði ekki aðeins verið gríðarlega erfitt heldur einnig rosalegt álag á skrokkinn sem gæti hafi slæmar afleiðingar fyrir framhaldið. Hún tók þá ákvörðun að reyna ekki og átti því ekki lengur möguleika á að komast í gegnum undankeppnina. Engum öðrum að kenna „Stærsti lærdómurinn af þessu er að það var á minni ábyrgð. Þetta voru mín mistök og engum öðrum að kenna. Þetta voru heimskuleg mistök. Ég gerði líka önnur lítið mistök við upptökuna á æfingunum. Þetta var súr og erfið reynsla en það voru líka svo margir jákvæðir hlutir sem komu í ljós. Í fyrsta sinn frá undanúrslitamótinu þá leið mér aftur eins og íþróttamanni,“ sagði Sara sem eins og venjulega horfir á björtu hliðarnar þótt að vonbrigðin væru augljóslega mikil. Hér fyrir neðan má sjá Söru segja frá þessum vonbrigðum og því sem gekk á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qzogWEDgzLU">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti