Um fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh flúinn til Armeníu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2023 07:08 Sérfræðingar segja flesta íbúa svæðisins munu velja að flytjast til Armeníu, frekar en að tilheyra Aserbaídsjan. AP/Gayane Yenokyan Næstum fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh hafa flúið til Armeníu eftir að Aserar gerðu árás á svæðið í síðustu viku. Að minnsta kosti 68 létu lífið í sprengingu á eldsneytisstöð á mánudagskvöld. Aserar hafa í um tíu mánuði hindrað för um einu leiðina til Aserbaídsjan, sem leiddi til verulegs skorts á matvælum, lyfjum og eldsneyti. Eftir að tálmarnir voru fjarlægðir hafa 28 þúsund manns flúið til Armeníu, af 120 þúsund íbúum Nagorno-Karabakh. Sprengingin á eldsneytisstöðinni átti sér stað þegar fjölmenni freistaði þess að fylla á bifreiðar sínar seint á mánudag. Orsök sprengingarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem mögulega sé um að ræða slys. Eins og fyrr segir eru að minnsta kosti 68 látnir og nærri 300 særðir en 105 er saknað. Yfirvöld í Armeníu hafa einnig greint frá því að 125 lík hafi verið sótt til Nagorno-Karabakh en þar var um að ræða einstaklinga sem létust í átökunum í síðustu viku. Aserar hafa heitið því að virða réttindi Armena og Hikmet Hajiyev, aðstoðarmaður forsetans, sagði sjúkrahús í Aserbaídsjan reiðubúin til að taka á móti særðum en það fylgdi ekki sögunni hvort nokkrir hefðu verið fluttir þangað. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt forsetann Ilham Aliyev til að koma í veg fyrir frekari átök á svæðinu, fullvissa íbúa um öryggi þeirra og heimila alþjóðlegum eftirlitssveitum aðgengi. Viðræður eru að hefjast um innlimun eða „aðlögun“ Nagorno-Karabakh að Aserbaídsjan en sérfræðingar gera ráð fyrir að flestir íbúa muni velja að flytja til Armeníu. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Aserar hafa í um tíu mánuði hindrað för um einu leiðina til Aserbaídsjan, sem leiddi til verulegs skorts á matvælum, lyfjum og eldsneyti. Eftir að tálmarnir voru fjarlægðir hafa 28 þúsund manns flúið til Armeníu, af 120 þúsund íbúum Nagorno-Karabakh. Sprengingin á eldsneytisstöðinni átti sér stað þegar fjölmenni freistaði þess að fylla á bifreiðar sínar seint á mánudag. Orsök sprengingarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem mögulega sé um að ræða slys. Eins og fyrr segir eru að minnsta kosti 68 látnir og nærri 300 særðir en 105 er saknað. Yfirvöld í Armeníu hafa einnig greint frá því að 125 lík hafi verið sótt til Nagorno-Karabakh en þar var um að ræða einstaklinga sem létust í átökunum í síðustu viku. Aserar hafa heitið því að virða réttindi Armena og Hikmet Hajiyev, aðstoðarmaður forsetans, sagði sjúkrahús í Aserbaídsjan reiðubúin til að taka á móti særðum en það fylgdi ekki sögunni hvort nokkrir hefðu verið fluttir þangað. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt forsetann Ilham Aliyev til að koma í veg fyrir frekari átök á svæðinu, fullvissa íbúa um öryggi þeirra og heimila alþjóðlegum eftirlitssveitum aðgengi. Viðræður eru að hefjast um innlimun eða „aðlögun“ Nagorno-Karabakh að Aserbaídsjan en sérfræðingar gera ráð fyrir að flestir íbúa muni velja að flytja til Armeníu. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira