Kristján Örn fór á kostum þegar Aix sigraði Saran í síðustu viku, 35-31, og skoraði ellefu mörk í leiknum.
Le #LiquiMolyStarLigue
— AJPH (@AJPHandball) September 25, 2023
Seulement la 3ème journée et certains joueurs font déjà leur 2ème apparition dans l équipe type
Un 7 composé par les joueurs et approuvé par @lequipe pic.twitter.com/MP6GOwgX2B
Kristján Örn hefur byrjað tímabilið af feykilegum krafti og hefur skorað 24 mörk í fyrstu þremur leikjum Aix í frönsku deildinni. Aðeins Tom Pelayo, leikmaður Dunkerque, hefur skorað meira, eða 27 mörk.
Ekkert marka Kristjáns Arnar hefur komið af vítalínunni og þá hefur hann nýtt 66,7 prósent skota sinna.
Kristján er á sínu fjórða tímabili með Aix sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar með fjögur stig. Næsti leikur liðsins er gegn Dijon á föstudaginn.