Bandaríkjamenn leita að bílstjóra á brynvarinn bíl í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 23:41 Bandaríska sendiráðið á Íslandi stendur við Engjateig. Það má telja sennilegt að sá sem hreppir bílstjórastöðuna komi til með að þurfa að rata þangað. Vísir/Vilhelm Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur auglýst eftir einkabílstjóra til að aka sendiherranum og öðrum starfsmönnum sendiráðsins í brynvörðum bíl. Starfið er auglýst á atvinnuleitarvefnum Alfreð, en auglýsingin var birt 25. september. Þar segir að bílstjórinn komi til með að stjórna brynvörðum bíl (e. fully armored vehicle) í því skyni að aka sendiherranum, og öðrum embættismönnum á vegum þess, milli staða í Reykjavík og nágrenni. Að sama skapi sé það í hans verkahring að sjá til þess að bifreiðin sé hrein og í nothæfu ástandi, auk þess að sinna minniháttar viðhaldi. Um helstu verkefni og ábyrgð þess sem gegnir stöðunni segir meðal annars: „Metur á skjótan og yfirvegaðan hátt áhættur og mögulegar aðgerðir, þar sem ítrasta öryggi farþega er í fyrirrúmi.“ Þarf að kunna ensku og á tölvur Eins og gefur að skilja er gilt og löglegt ökuskírteini fyrst á blað þegar kemur að menntunar- og hæfniskröfum. Þá er gerð krafa um að viðkomandi geti áttað sig á göllum í bifreiðum og tilkynnt þær til viðeigandi yfirvalda, auk þess sem grundvallar tölvukunnátta er áskilin. Að sama skapi er gerð krafa um að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af akstri í atvinnuskyni, framhaldsskólapróf og góða íslenskukunnáttu. Minni kröfur eru gerðar á enskukunnáttu viðkomandi, en þó er áskilið að bílstjórinn hafi grunnhæfni í málinu. Í auglýsingunni er áhugasömum bent á að nánari upplýsingar um starfið megi finna á vef sendiráðsins, en umsóknarfresturinn er stuttur og rennur út næstkomandi laugardag, 30. september. Vilja stórefla öryggisvarnir Ýmislegt er á döfinni hjá sendiráðinu. Á dögunum fjölluðum við um hugmyndir sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu sagði hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Halla Helgadóttir, íbúar hverfisins, virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. Vinnumarkaður Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Starfið er auglýst á atvinnuleitarvefnum Alfreð, en auglýsingin var birt 25. september. Þar segir að bílstjórinn komi til með að stjórna brynvörðum bíl (e. fully armored vehicle) í því skyni að aka sendiherranum, og öðrum embættismönnum á vegum þess, milli staða í Reykjavík og nágrenni. Að sama skapi sé það í hans verkahring að sjá til þess að bifreiðin sé hrein og í nothæfu ástandi, auk þess að sinna minniháttar viðhaldi. Um helstu verkefni og ábyrgð þess sem gegnir stöðunni segir meðal annars: „Metur á skjótan og yfirvegaðan hátt áhættur og mögulegar aðgerðir, þar sem ítrasta öryggi farþega er í fyrirrúmi.“ Þarf að kunna ensku og á tölvur Eins og gefur að skilja er gilt og löglegt ökuskírteini fyrst á blað þegar kemur að menntunar- og hæfniskröfum. Þá er gerð krafa um að viðkomandi geti áttað sig á göllum í bifreiðum og tilkynnt þær til viðeigandi yfirvalda, auk þess sem grundvallar tölvukunnátta er áskilin. Að sama skapi er gerð krafa um að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af akstri í atvinnuskyni, framhaldsskólapróf og góða íslenskukunnáttu. Minni kröfur eru gerðar á enskukunnáttu viðkomandi, en þó er áskilið að bílstjórinn hafi grunnhæfni í málinu. Í auglýsingunni er áhugasömum bent á að nánari upplýsingar um starfið megi finna á vef sendiráðsins, en umsóknarfresturinn er stuttur og rennur út næstkomandi laugardag, 30. september. Vilja stórefla öryggisvarnir Ýmislegt er á döfinni hjá sendiráðinu. Á dögunum fjölluðum við um hugmyndir sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu sagði hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Halla Helgadóttir, íbúar hverfisins, virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu.
Vinnumarkaður Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira