„Hann er ekki sekur“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2023 11:03 Rex Heuermann (til hægri) í dómsal í gær með lögmanni sínum Michael J. Brown. AP/James Carbone Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. Sjálfur talaði hinn 59 ára gamli Heuermann bara einu sinni, samkvæmt frétt CNN, og var það þegar dómarinn spurði hvort hann hefði getað farið yfir sönnunargögnin gegn honum í fangelsi. Hann sagðist verja tveimur til þremur tímum á dag í að fara yfir gögnin. Þegar hann yfirgaf dómsalinn í gær, er Heuermann sagður hafa litið um öxl með bros á vör. Heuermann var handtekinn í júlí. Lögregluþjónar gerðu umfangsmikla húsleit á heimili hans og Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu hans, sem eiga saman eina dóttur og hann á son úr fyrra hjónabandi. Þau eru bæði 59 ára gömul en fram kom í ákærunum gegn Heuermann að þegar hann er grunaður um hafa myrt konurnar þrjár var Ása ekki heima. Í einu tilviki var hún á Íslandi. Ása sótti um skilnað etir að hann var handtekinn og sagði hún fyrr í mánuðinum að lífi hennar og krakkanna hefði verið snúið á hvolf. Við leit að týndri konu í Gilgo Beach árið 2010, fundust lík fjögurra kvenna sem höfðu horfið á undanförnum árum. Heuermann er grunaður um að hafa myrt þær allar en er nú ákærður fyrir að myrða þrjár þeirra. Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. GæsluvarðhaldskrafaPDF1.2MBSækja skjal Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Sjá einnig: Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Rannsókn vegna þessara líka lá lengi í dvala en sérstakt rannsóknarteymi var stofnað fyrir tveimur árum. Rannsakendur beindu í fyrstu sjónum sínum að umfangsmiklum símagögnum sem á endanum leiddu þá á spor Heuermann. Vill gögn um lífsýni Í dómsal í gær sögðust saksóknarar hafa sent meira en tíu terabæt af gögnum til lögmanns Heuermann í ágúst, sem þeir þyrftu að fara yfir áður en réttarhöldin hefjast. Þetta ku vera um átta þúsund blaðsíður af gögnum eins og vitnaleiðslum, minnisblöðum frá lögregluþjónum og myndir. Lögmaðurinn segist þó ekki hafa fengið öll þau gögn sem þeir eiga að fá. Þar á meðal séu upplýsingar um lífsýni. Michael Brown, lögmaður Heurermann, sagði fyrir utan dómshúsið í gær að þær upplýsingar væru mikilvægar fyrir vörn hans og hélt því fram að þúsundir ofan á þúsundir af öðrum hefðu getað átt hárið sem fannst á einu líkanna. „Hann er ekki sekur“ Brown sagðist einnig hafa sagt Heuermann að sýna ekki tilfinningar og láta ekkert koma sér úr jafnvægi. Var Brown þar að bregðast við ummælum fógeta Suffolk-sýslu um að Heuermann hefði ekki sýnt tilfinningar eftir að hann var handtekinn. „Hann er maður sem var í vinnu, hefur aldrei verið handtekinn, á eiginkonu og börn og var virkur meðlimur í samfélaginu. Augljóslega hefur saksóknarinn og yfirvöld lagt fram þessar hræðilegu ásakanir,“ sagði Brown. „Hann er ekki sekur. Nú þarf hann að sitja í varðhaldi, vera án fjölskyldu sinnar, frá eiginkonu sinni og börnum. Hann getur ekki unnið. Getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og stutt þau og þarf að sitja í fangaklefa þar til þetta getur gerst.“ Næst mun Heuermann mæta í dómsal þann 15. nóvember en ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin sjálf munu hefjast. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnarlambið Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans. 23. ágúst 2023 16:37 Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31 Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Sjálfur talaði hinn 59 ára gamli Heuermann bara einu sinni, samkvæmt frétt CNN, og var það þegar dómarinn spurði hvort hann hefði getað farið yfir sönnunargögnin gegn honum í fangelsi. Hann sagðist verja tveimur til þremur tímum á dag í að fara yfir gögnin. Þegar hann yfirgaf dómsalinn í gær, er Heuermann sagður hafa litið um öxl með bros á vör. Heuermann var handtekinn í júlí. Lögregluþjónar gerðu umfangsmikla húsleit á heimili hans og Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu hans, sem eiga saman eina dóttur og hann á son úr fyrra hjónabandi. Þau eru bæði 59 ára gömul en fram kom í ákærunum gegn Heuermann að þegar hann er grunaður um hafa myrt konurnar þrjár var Ása ekki heima. Í einu tilviki var hún á Íslandi. Ása sótti um skilnað etir að hann var handtekinn og sagði hún fyrr í mánuðinum að lífi hennar og krakkanna hefði verið snúið á hvolf. Við leit að týndri konu í Gilgo Beach árið 2010, fundust lík fjögurra kvenna sem höfðu horfið á undanförnum árum. Heuermann er grunaður um að hafa myrt þær allar en er nú ákærður fyrir að myrða þrjár þeirra. Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. GæsluvarðhaldskrafaPDF1.2MBSækja skjal Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Sjá einnig: Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Rannsókn vegna þessara líka lá lengi í dvala en sérstakt rannsóknarteymi var stofnað fyrir tveimur árum. Rannsakendur beindu í fyrstu sjónum sínum að umfangsmiklum símagögnum sem á endanum leiddu þá á spor Heuermann. Vill gögn um lífsýni Í dómsal í gær sögðust saksóknarar hafa sent meira en tíu terabæt af gögnum til lögmanns Heuermann í ágúst, sem þeir þyrftu að fara yfir áður en réttarhöldin hefjast. Þetta ku vera um átta þúsund blaðsíður af gögnum eins og vitnaleiðslum, minnisblöðum frá lögregluþjónum og myndir. Lögmaðurinn segist þó ekki hafa fengið öll þau gögn sem þeir eiga að fá. Þar á meðal séu upplýsingar um lífsýni. Michael Brown, lögmaður Heurermann, sagði fyrir utan dómshúsið í gær að þær upplýsingar væru mikilvægar fyrir vörn hans og hélt því fram að þúsundir ofan á þúsundir af öðrum hefðu getað átt hárið sem fannst á einu líkanna. „Hann er ekki sekur“ Brown sagðist einnig hafa sagt Heuermann að sýna ekki tilfinningar og láta ekkert koma sér úr jafnvægi. Var Brown þar að bregðast við ummælum fógeta Suffolk-sýslu um að Heuermann hefði ekki sýnt tilfinningar eftir að hann var handtekinn. „Hann er maður sem var í vinnu, hefur aldrei verið handtekinn, á eiginkonu og börn og var virkur meðlimur í samfélaginu. Augljóslega hefur saksóknarinn og yfirvöld lagt fram þessar hræðilegu ásakanir,“ sagði Brown. „Hann er ekki sekur. Nú þarf hann að sitja í varðhaldi, vera án fjölskyldu sinnar, frá eiginkonu sinni og börnum. Hann getur ekki unnið. Getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og stutt þau og þarf að sitja í fangaklefa þar til þetta getur gerst.“ Næst mun Heuermann mæta í dómsal þann 15. nóvember en ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin sjálf munu hefjast.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnarlambið Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans. 23. ágúst 2023 16:37 Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31 Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31
Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnarlambið Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans. 23. ágúst 2023 16:37
Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31
Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40
Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30