Einhliða ákvörðun að framlengja ekki samning Rúnars Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. október 2023 08:00 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Vísir/Dúi Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir ákvörðunina hafa verið einhliða að framlengja ekki samnings Rúnars Kristinssonar sem aðalþjálfara liðsins. Hann þakkar þjálfaranum vel unnin störf en telur tímabært að hrista upp í hlutunum. Tilkynningin barst í gær að Rúnar Kristinsson myndi láta af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið. Rúnar hefur stýrt liðinu í fjölda ára, fyrst frá 2010–14 og tók svo aftur við þeim árið 2017. Páll taldi það best í stöðunni að tilkynna þetta áður en tímabilið klárast. „Okkur þótti viðeigandi að tilkynna þetta þannig að fólk gæti haft tækifæri til að þakka honum vel unnin störf. Vonandi fjölmenna KR-ingar á völlinn og þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins“ sagði hann í viðtali við Val Pál Eiríksson, fréttamann Vísis og Stöðvar 2. Rúnar mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. KR hefur að litlu að spila öðru en stoltinu, tímabilið fór afar illa af stað hjá KR en þeim tókst að rétta úr kútnum þegar líða fór á mótið og enda í efri hluta deildarinnar, liðið á þó ekki lengur möguleika á Evrópusæti. „Stundum þarf að hrista upp í hlutunum, fá nýtt líf og nýtt blóð inn í félagið og það var ákvörðun stjórnar að nú væri tímabært að gera þessar breytingar. Rúnar hefur skilað frábæru starfi, fjölda titla og við eigum honum allt gott að þakka en við töldum þörf á breytingum.“ Páll segir ákvörðunina hafa verið einhliða og hann efast ekki um að hefði Rúnar verið með í ráðum hefði hann kosið að halda áfram þjálfun KR. „Ég tilkynnti honum það sjálfur að stjórnin myndi ekki framlengja samning eða fara í viðræður um það, þannig að þetta er einhliða ákvörðun stjórnarinnar. Ef ég þekki Rúnar rétt hefur hann án nokkurs vafa viljað vera áfram, fá tækifæri til að snúa við hlutunum og hann hefur verið á góðri vegferð með liðinu á þessum tímabili.“ Páll ítrekar þó að um sé að ræða samningslok, ekki uppsögn eða brottrekstur. Hann segir jafnframt að félagið sé byrjað að líta í kringum sig að eftirmanni. „Það er ekki verið að segja neinum upp eða reka neinn. Það er verið að taka ákvörðun um það að endurnýja ekki samning... Auðvitað erum við farin að líta í kringum okkur, vega og meta, tengja okkur við mögulega aðila.“ KR er sem áður segir í 6. sæti deildarinnar. Eftir mikla taphrinu í byrjun tímabils tókst þeim að snúa gengi sínu við og voru á tímapunkti ósigraðir í tíu leikjum. En árangurinn hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til liðsins. „Mér finnst að liðið eigi að gera miklu betur. Ég hafði miklar væntingar til liðsins margar ytri aðstæður höfðu áhrif á gengi liðsins, margt sem hefur áhrif og þetta skrifast ekki allt á þjálfarann eða einstaka leikmenn... Það eru miklar kröfur í Vesturbænum, við erum í sjötta sæti og viljum gera betur þannig að við höldum áfram þeirri vegferð.“ Páll segist bjartsýnn á komandi tíma hjá KR. Mál félagsins hafa mikið borið á góma síðustu misseri, en nú er tími breytinga, deiliskipulag Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt og uppbygging á að hefjast í Vesturbæ. „Það horfir til bjartari tíma, allt hjal og tal um stöðnun eða metnaðarleysi er bull og vitleysa. KR er bara á sama stað og alltaf, við urðum meistarar í þessari aðstöðu á sínum tíma en auðvitað má gera betur en við erum með sama metnaðinn og fyrr.“ Síðasti heimaleikur Rúnars fer fram í dag er KR mætir Breiðabliki klukkan 14:00 að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Pál Kristjánsson Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Tilkynningin barst í gær að Rúnar Kristinsson myndi láta af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið. Rúnar hefur stýrt liðinu í fjölda ára, fyrst frá 2010–14 og tók svo aftur við þeim árið 2017. Páll taldi það best í stöðunni að tilkynna þetta áður en tímabilið klárast. „Okkur þótti viðeigandi að tilkynna þetta þannig að fólk gæti haft tækifæri til að þakka honum vel unnin störf. Vonandi fjölmenna KR-ingar á völlinn og þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins“ sagði hann í viðtali við Val Pál Eiríksson, fréttamann Vísis og Stöðvar 2. Rúnar mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. KR hefur að litlu að spila öðru en stoltinu, tímabilið fór afar illa af stað hjá KR en þeim tókst að rétta úr kútnum þegar líða fór á mótið og enda í efri hluta deildarinnar, liðið á þó ekki lengur möguleika á Evrópusæti. „Stundum þarf að hrista upp í hlutunum, fá nýtt líf og nýtt blóð inn í félagið og það var ákvörðun stjórnar að nú væri tímabært að gera þessar breytingar. Rúnar hefur skilað frábæru starfi, fjölda titla og við eigum honum allt gott að þakka en við töldum þörf á breytingum.“ Páll segir ákvörðunina hafa verið einhliða og hann efast ekki um að hefði Rúnar verið með í ráðum hefði hann kosið að halda áfram þjálfun KR. „Ég tilkynnti honum það sjálfur að stjórnin myndi ekki framlengja samning eða fara í viðræður um það, þannig að þetta er einhliða ákvörðun stjórnarinnar. Ef ég þekki Rúnar rétt hefur hann án nokkurs vafa viljað vera áfram, fá tækifæri til að snúa við hlutunum og hann hefur verið á góðri vegferð með liðinu á þessum tímabili.“ Páll ítrekar þó að um sé að ræða samningslok, ekki uppsögn eða brottrekstur. Hann segir jafnframt að félagið sé byrjað að líta í kringum sig að eftirmanni. „Það er ekki verið að segja neinum upp eða reka neinn. Það er verið að taka ákvörðun um það að endurnýja ekki samning... Auðvitað erum við farin að líta í kringum okkur, vega og meta, tengja okkur við mögulega aðila.“ KR er sem áður segir í 6. sæti deildarinnar. Eftir mikla taphrinu í byrjun tímabils tókst þeim að snúa gengi sínu við og voru á tímapunkti ósigraðir í tíu leikjum. En árangurinn hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til liðsins. „Mér finnst að liðið eigi að gera miklu betur. Ég hafði miklar væntingar til liðsins margar ytri aðstæður höfðu áhrif á gengi liðsins, margt sem hefur áhrif og þetta skrifast ekki allt á þjálfarann eða einstaka leikmenn... Það eru miklar kröfur í Vesturbænum, við erum í sjötta sæti og viljum gera betur þannig að við höldum áfram þeirri vegferð.“ Páll segist bjartsýnn á komandi tíma hjá KR. Mál félagsins hafa mikið borið á góma síðustu misseri, en nú er tími breytinga, deiliskipulag Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt og uppbygging á að hefjast í Vesturbæ. „Það horfir til bjartari tíma, allt hjal og tal um stöðnun eða metnaðarleysi er bull og vitleysa. KR er bara á sama stað og alltaf, við urðum meistarar í þessari aðstöðu á sínum tíma en auðvitað má gera betur en við erum með sama metnaðinn og fyrr.“ Síðasti heimaleikur Rúnars fer fram í dag er KR mætir Breiðabliki klukkan 14:00 að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Pál Kristjánsson
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira