Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. október 2023 17:01 Getty Images Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. Unnusta prestsins lét biskupinn vita Unnusta prestsins fór á biskupsskrifstofuna í Melilla, sem er spænsk nýlenda í Marokkó, í byrjun janúar, til þess að tilkynna að hún væri unnusta hans sem og til að láta vita af því að hún hefði fundið harðan disk á heimili prestsins þar sem væru upptökur af honum í samförum við konur sem ekki virtust vera með meðvitund. Engin viðbrögð, bara færður til í starfi Einu viðbrögð biskupsins voru að færa prestinn til í starfi. Hann var fluttur til lítilla bæja á Suður-Spáni og þar með taldi biskup sig ekki þurfa að aðhafast frekar. Biskupinn heldur því fram að konan hafi alls ekki tilkynnt um neinar myndbandaupptökur á hörðum diski, heldur eingöngu tjáð sér að hún og presturinn byggju saman. Presturinn var handtekinn í byrjun september, þá hafði unnustan fengið sig fullsadda af aðgerðaleysi kirkjunnar og lét lögregluna fá harða diskinn. Nokkrum dögum síðar svipti kirkjan hann hempunni og nú situr presturinn í gæsluvarðhaldi. Nauðgaði konunum í útilegum Svo virðist sem presturinn hafi verið hluti af trúarlegum vinahópi sem fór reglulega saman í útilegu. Þar notaði hann tækifærið til að byrla vinkonum sínum slævandi lyf og þegar þær höfðu misst meðvitund, þá nauðgaði hann þeim og tók verknaðinn upp á myndband. Þær segja allar að þær hafi ekki haft minnstu hugmynd um það sem gerðist. Lögreglan útilokar ekki að fórnarlömbin séu fleiri. Þessi kynferðisglæpur innan veggja spænsku kirkjunnar er einungis sá nýjasti af hundruðum slíkra á síðustu árum og áratugum sem flett hefur verið ofan af á síðustu misserum. Fordæmdi sjálfur glæpi innan kirkjunnar Presturinn sem nú hefur verið gómaður sagði sjálfur í blaðaviðtali fyrir tæpum áratug, þá rúmlega tvítugur guðfræðinemi að það væri fagnaðarefni að kirkjan væri loksins farin að taka á kynferðisglæpum kirkjunnar manna. Þeir væru smánarblettur á kirkjunni og mikilvægt væri að taka á þeim af hörku. Spánn Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira
Unnusta prestsins lét biskupinn vita Unnusta prestsins fór á biskupsskrifstofuna í Melilla, sem er spænsk nýlenda í Marokkó, í byrjun janúar, til þess að tilkynna að hún væri unnusta hans sem og til að láta vita af því að hún hefði fundið harðan disk á heimili prestsins þar sem væru upptökur af honum í samförum við konur sem ekki virtust vera með meðvitund. Engin viðbrögð, bara færður til í starfi Einu viðbrögð biskupsins voru að færa prestinn til í starfi. Hann var fluttur til lítilla bæja á Suður-Spáni og þar með taldi biskup sig ekki þurfa að aðhafast frekar. Biskupinn heldur því fram að konan hafi alls ekki tilkynnt um neinar myndbandaupptökur á hörðum diski, heldur eingöngu tjáð sér að hún og presturinn byggju saman. Presturinn var handtekinn í byrjun september, þá hafði unnustan fengið sig fullsadda af aðgerðaleysi kirkjunnar og lét lögregluna fá harða diskinn. Nokkrum dögum síðar svipti kirkjan hann hempunni og nú situr presturinn í gæsluvarðhaldi. Nauðgaði konunum í útilegum Svo virðist sem presturinn hafi verið hluti af trúarlegum vinahópi sem fór reglulega saman í útilegu. Þar notaði hann tækifærið til að byrla vinkonum sínum slævandi lyf og þegar þær höfðu misst meðvitund, þá nauðgaði hann þeim og tók verknaðinn upp á myndband. Þær segja allar að þær hafi ekki haft minnstu hugmynd um það sem gerðist. Lögreglan útilokar ekki að fórnarlömbin séu fleiri. Þessi kynferðisglæpur innan veggja spænsku kirkjunnar er einungis sá nýjasti af hundruðum slíkra á síðustu árum og áratugum sem flett hefur verið ofan af á síðustu misserum. Fordæmdi sjálfur glæpi innan kirkjunnar Presturinn sem nú hefur verið gómaður sagði sjálfur í blaðaviðtali fyrir tæpum áratug, þá rúmlega tvítugur guðfræðinemi að það væri fagnaðarefni að kirkjan væri loksins farin að taka á kynferðisglæpum kirkjunnar manna. Þeir væru smánarblettur á kirkjunni og mikilvægt væri að taka á þeim af hörku.
Spánn Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira