Þetta kemur fram í færslu borgarstjórans á samfélagsmiðlinum Facebook. Fréttastofa ræddi í gær við Gunnar Jónasson, annan eiganda Kjötborgar, verslunar á Ásvallagötu. Gjaldsklydutími í bílastæðum miðsvæðis í Reykjavík lengdist í gær og borga þarf meira á ákveðnum stöðum.
Þeir bræður eru afar ósáttir við að þurfa að greiða í stæð i við verslunina og að nú sé dýrara fyrir þá að mæta til vinnu. Dagur vill finna lausn á málinu.
Segir stækkun gjaldskyldusvæðis tilkomna vegna fjölgunar bílaleigubíla
„Bílastæða gjöldin og stækkun gjaldsvæði eru til komin meðal annars vegna mikillar fjölgunar bílaleigubíla og langtíma geymslu á bílum í íbúðahverfum nálægt miðborginni. Komið er á móts við íbúa með íbúakortum,“ skrifar Dagur.
Hann segir það hárrétta ábendingu að skynsamlegt geti verið að finna lausnir fyrir rekstraraðila sem falla undir nærþjónustu. Það sé sannarlega stefna borgarinnar að efla hana.
„Kaupmaðurinn á horninu er mjög mikilvægur til að gera hverfin sjálfbær. Það eru til einhverjar fyrirmyndir að lausnum i þessu í erlendum borgum sem við hljotum að geta skoðað hratt og vel. En fyrsta skref er að bjóða þeim bræðrum í kaffi og fara yfir málin. Kjötborg lengi lifi!“