Ráðuneytið telur sleipiefnið vera lækningatæki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2023 13:11 Heilbrigðisráðuneytið féllst á úrskurð Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Lyfjastofnunar um stöðvun á sölu sleipiefnisins Astroglide Personal Lubricant og innköllun þess. Ráðuneytið telur rétt hjá Lyfjastofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara. Í úrskurðinum á vef stjórnarráðsins kemur fram að þann 14. apríl síðastliðinn hafi kærandi krafist þess af ráðuneytinu að ákvörðun Lyfjastofnunar yrði felld úr gildi. Kærandinn sagði sleipiefnið hafa verið í almennri sölu frá árinu 2005. Málið varði flokkun vörunnar Viðkomandi tók við umboði til sölu á því í mars 2019. Sér vitandi hafði aldrei borist kvörtun eða ábending vegna vörunnar. Sölubann og innköllun myndi hafa verulega skaðleg áhrif og vísaði kærandinn til meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Hann telur Lyfjastofnun ekki hafa lagt nein haldbær rök fram um þörf á innköllun sleipiefnisins enda hafi það enga skaðlega eiginleika fyrir neytendur. Málið lúti eingöngu að flokkun vörunnar, sem snerti neytendur ekki beint. Sleipiefnið hefur verið til sölu hér á landi síðan árið 2005. Í umsögn Lyfjastofnunar segir að flokkun vörunnar sem lækningatæki sé óumdeild en varan uppfylli ekki lög um lækningatæki þegar komi að öryggisþáttum. Varan sé því ólögleg á markaði. Stofnunin telji það skjóta skökku við að fella vöruna undir lög um lækningatæki en fara á sama tíma ekki fram á bann við sölu og innköllun af markaði. Umrædd vara sé markaðssett sem snyrtivara en mun vægari kröfur séu gerðar til þeirra vara en lækningatækja. Ekki sé unnt að ganga úr skugga um með fullnægjandi hætti að varan sé skaðlaus þar sem ekki liggi fyrir viðeigandi prófanir og gögn þar að lútandi. Sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum Heilbrigðisráðuneytið bendir á að kærandi geri ekki athugasemdir við mat Lyfjastofnunar að varan teljist lækningatæki í skilningi laga um lækningatæki. Lyfjastofnun hafi vísað til leiðbeninga Evrópusambandsins um flokkunarreglur. Þar sé að finna leiðbeiningar um flokkun svonefndra sleipiefna sem ætluð séu til notkunar við samfarir. Segir ráðuneytið að í kafla 1.26 sé fjallað um sleipiefni sem ætluð séu til líkamsnudds og/eða í samförum. „Segir að sleipiefni geti stuðlað að því að minnka sársauka hjá konum sem glíma við þurrk í leggöngum við samfarir, eða til að auðvelda samfarir með smokki. Fram kemur að vatns- eða sílíkonsleipiefni, sem séu eingöngu ætluð til nudds eða til að auka á ánægju samfara ættu ekki að teljast til lækningatækja þar sem slík notkun hafi ekki læknisfræðilegan tilgang.“ Heilbrigðisráðuneytið telur ljóst að nota eigi sleipiefnið til að stemma stigu við þurrki í leggöngum. Því sé það lækningatæki. Amazon Í kafla 8.32 sé fjallað um vatns-og sílikonsleipiefni sem hafi þann tilgang að stemma stigu við þurrki í leggöngum við samfarir, ættu að flokkast sem lækningatæki þar sem þeim sé ætlað að koma í stað fyrir lífeðlisfræðilegt ferli og uppfylli þannig skilyrði þess að teljast lækningatæki. „Gert er ráð fyrir að hluti af efninu geti verið í líkamanum í meira en 60 mínútur en ekki meira en 30 daga. Þá sé þeim ætlað til notkunar í meira en 60 mínútur en ekki meira en 30 daga. Samkvæmt því sem ráðuneytið hefur kynnt sér um vöruna er hún ætluð til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum. Telur ráðuneytið að varan sé þannig framleidd í þeim tilgangi sem fjallað er um í kafla 8.32 í umræddum leiðbeiningum og að hún teljist því lækningatæki í skilningi 19. tölul. 4. gr. laga um lækningatæki.“ Uppfylli ekki kröfur Segir ráðuneytið að markmið laga um lækningatæki sé að tryggja gæði og öryggi lækningatækja með öryggi almennings að leiðarljósi. Ljóst sé að Astroglide Gel Personal Lubricant uppfylli aðeins kröfur reglugerðar Evrópusambandsins um snyrtivörur. „Þótt ekkert liggi fyrir um að varan sé skaðleg notendum er það mat ráðuneytisins að Lyfjastofnun hafi verið heimilt að taka ákvörðun um að stöðva sölu á vörunni og innkalla hana á þeim grundvelli að skilyrði 1. mgr. 7. gr. og 2. mgr. 21. gr. laga um lækningatæki séu ekki uppfyllt, sbr. viðeigandi ákvæði í löggjöf Evrópusambandsins um lækningatæki. Verður ákvörðun Lyfjastofnunar um að stöðva sölu á vörunni og innkalla hana skv. 1. mgr. 38. gr. laga um lækninga því staðfest.“ Stjórnsýsla Heilsa Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Í úrskurðinum á vef stjórnarráðsins kemur fram að þann 14. apríl síðastliðinn hafi kærandi krafist þess af ráðuneytinu að ákvörðun Lyfjastofnunar yrði felld úr gildi. Kærandinn sagði sleipiefnið hafa verið í almennri sölu frá árinu 2005. Málið varði flokkun vörunnar Viðkomandi tók við umboði til sölu á því í mars 2019. Sér vitandi hafði aldrei borist kvörtun eða ábending vegna vörunnar. Sölubann og innköllun myndi hafa verulega skaðleg áhrif og vísaði kærandinn til meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Hann telur Lyfjastofnun ekki hafa lagt nein haldbær rök fram um þörf á innköllun sleipiefnisins enda hafi það enga skaðlega eiginleika fyrir neytendur. Málið lúti eingöngu að flokkun vörunnar, sem snerti neytendur ekki beint. Sleipiefnið hefur verið til sölu hér á landi síðan árið 2005. Í umsögn Lyfjastofnunar segir að flokkun vörunnar sem lækningatæki sé óumdeild en varan uppfylli ekki lög um lækningatæki þegar komi að öryggisþáttum. Varan sé því ólögleg á markaði. Stofnunin telji það skjóta skökku við að fella vöruna undir lög um lækningatæki en fara á sama tíma ekki fram á bann við sölu og innköllun af markaði. Umrædd vara sé markaðssett sem snyrtivara en mun vægari kröfur séu gerðar til þeirra vara en lækningatækja. Ekki sé unnt að ganga úr skugga um með fullnægjandi hætti að varan sé skaðlaus þar sem ekki liggi fyrir viðeigandi prófanir og gögn þar að lútandi. Sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum Heilbrigðisráðuneytið bendir á að kærandi geri ekki athugasemdir við mat Lyfjastofnunar að varan teljist lækningatæki í skilningi laga um lækningatæki. Lyfjastofnun hafi vísað til leiðbeninga Evrópusambandsins um flokkunarreglur. Þar sé að finna leiðbeiningar um flokkun svonefndra sleipiefna sem ætluð séu til notkunar við samfarir. Segir ráðuneytið að í kafla 1.26 sé fjallað um sleipiefni sem ætluð séu til líkamsnudds og/eða í samförum. „Segir að sleipiefni geti stuðlað að því að minnka sársauka hjá konum sem glíma við þurrk í leggöngum við samfarir, eða til að auðvelda samfarir með smokki. Fram kemur að vatns- eða sílíkonsleipiefni, sem séu eingöngu ætluð til nudds eða til að auka á ánægju samfara ættu ekki að teljast til lækningatækja þar sem slík notkun hafi ekki læknisfræðilegan tilgang.“ Heilbrigðisráðuneytið telur ljóst að nota eigi sleipiefnið til að stemma stigu við þurrki í leggöngum. Því sé það lækningatæki. Amazon Í kafla 8.32 sé fjallað um vatns-og sílikonsleipiefni sem hafi þann tilgang að stemma stigu við þurrki í leggöngum við samfarir, ættu að flokkast sem lækningatæki þar sem þeim sé ætlað að koma í stað fyrir lífeðlisfræðilegt ferli og uppfylli þannig skilyrði þess að teljast lækningatæki. „Gert er ráð fyrir að hluti af efninu geti verið í líkamanum í meira en 60 mínútur en ekki meira en 30 daga. Þá sé þeim ætlað til notkunar í meira en 60 mínútur en ekki meira en 30 daga. Samkvæmt því sem ráðuneytið hefur kynnt sér um vöruna er hún ætluð til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum. Telur ráðuneytið að varan sé þannig framleidd í þeim tilgangi sem fjallað er um í kafla 8.32 í umræddum leiðbeiningum og að hún teljist því lækningatæki í skilningi 19. tölul. 4. gr. laga um lækningatæki.“ Uppfylli ekki kröfur Segir ráðuneytið að markmið laga um lækningatæki sé að tryggja gæði og öryggi lækningatækja með öryggi almennings að leiðarljósi. Ljóst sé að Astroglide Gel Personal Lubricant uppfylli aðeins kröfur reglugerðar Evrópusambandsins um snyrtivörur. „Þótt ekkert liggi fyrir um að varan sé skaðleg notendum er það mat ráðuneytisins að Lyfjastofnun hafi verið heimilt að taka ákvörðun um að stöðva sölu á vörunni og innkalla hana á þeim grundvelli að skilyrði 1. mgr. 7. gr. og 2. mgr. 21. gr. laga um lækningatæki séu ekki uppfyllt, sbr. viðeigandi ákvæði í löggjöf Evrópusambandsins um lækningatæki. Verður ákvörðun Lyfjastofnunar um að stöðva sölu á vörunni og innkalla hana skv. 1. mgr. 38. gr. laga um lækninga því staðfest.“
Stjórnsýsla Heilsa Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira