Um 2.400 íbúar voru fluttir frá Santa Ursula og 600 frá La Orotava í gær.
Umfangsmiklar slökkvunaraðgerðir standa yfir og á samfélagsmiðlum má finna myndskeið þar sem þyrlur sjást fljúga yfir og losa vatn.
Vinsælustu ferðamannastaðir Tenerife hafa ekki orðið fyrir áhrifum vegna gróðureldanna og þá hafa þeir ekki haft áhrif á starfsemi flugvalla eyjarinnar.
Yfirvöld segja það munu koma í ljós á næstu klukkustundum hvort íbúar fái að snúa heim í dag.
Hitaviðvörun er í gildi á Tenerife og Gran Canaria en hitinn hefur hangið yfir 30 stigum.