Braut gegn barnungri stjúpdóttur sinni: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2023 15:04 Héraðsdómur Reykjavíkur mat framburð stúlkunnar trúverðugan og lagði hann til grundvallar, en maðurinn neitaði sök. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut í gær tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn barnungri stjúpdóttur sinni. Honum var einnig gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur, en brotin áttu sér stað árið 2019, þegar hún var ellefu og tólf ára gömul. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kysst stúlkuna og káfað á brjóstum og kynfærum hennar, og rassskellt hana. Þá hafi hann beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Málið kom á yfirborðið upp þegar stúlkan sagði starfsmanni skóla síns frá áreitni mannsins. Starfsmaður skólans greindi Barnavernd síðan frá málinu. „Fannst þér þetta óþægilegt?“ Í samtali við starfsmann Barnaverndar gerði stúlkan grein fyrir máli sínu. Hún sagði til að mynda frá því að stjúpfaðir sinn hefði kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt sig: „Fannst þér þetta óþægilegt?“ og hún svarað játandi. Þá hafi hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“ Maðurinn neitaði sök. Hann hafi átt í góðum samskiptum við stjúpdóttur sína þangað til í lok árs 2018 þegar þeim hafi farið versnandi. Í lögregluskýrslu sagðist hann hafa verið strangur og sagt henni hvernig hún ætti að hegða sér, en honum hafi fundist hún „hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér.“ Hann sagði að henni hafi oft verið illt í bakinu og hann nuddað hana. Í eitt skipti hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri að leggja hana í einelti. Þá sagðist hann ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, en hann hefði þó rassskellt hana einu sinni þegar hann sá „ljót kynferðisleg skilaboð“ í síma hennar. Hann sagði það hafa verið í refsingarskyni. Maðurinn sagðist sjá eftir því. Heimilisaðstæðum fólksins er lýst í dómnum, en fram kemur að þau hafi flutt hingað til lands nokkrum árum fyrr. Þá kemur fram að stjúpfaðirinn og móðir stúlkunnar séu nú skilin. Vissi ekki hverju hún ætti að trúa Skýrslur voru teknar af móðurinni. Hún sagði dóttur sína hafa sagt sér frá hegðun stjúpföðurins nokkrum mánuðum fyrr og það verið henni mikið áfall og hún ekki vitað hverju hún ætti að trúa. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við slíka hegðun. Héraðsdómur lagði til grundvallar framburð stúlkunnar, sem þótti trúverðugur og þá þótti framburður móður hennar og starfsmanna skóla hennar styðja við hann. Því taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði kysst og káfað á stúlkunni. Þá þótti maðurinn játa að hafa rassskellt stúlkuna og þar með leit dómurinn svo á að hann hafi með rassskellingu sinni refsað henni. Hann var því einnig sakfelldur fyrir að beita hana líkamlegri refsingu. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kysst stúlkuna og káfað á brjóstum og kynfærum hennar, og rassskellt hana. Þá hafi hann beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Málið kom á yfirborðið upp þegar stúlkan sagði starfsmanni skóla síns frá áreitni mannsins. Starfsmaður skólans greindi Barnavernd síðan frá málinu. „Fannst þér þetta óþægilegt?“ Í samtali við starfsmann Barnaverndar gerði stúlkan grein fyrir máli sínu. Hún sagði til að mynda frá því að stjúpfaðir sinn hefði kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt sig: „Fannst þér þetta óþægilegt?“ og hún svarað játandi. Þá hafi hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“ Maðurinn neitaði sök. Hann hafi átt í góðum samskiptum við stjúpdóttur sína þangað til í lok árs 2018 þegar þeim hafi farið versnandi. Í lögregluskýrslu sagðist hann hafa verið strangur og sagt henni hvernig hún ætti að hegða sér, en honum hafi fundist hún „hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér.“ Hann sagði að henni hafi oft verið illt í bakinu og hann nuddað hana. Í eitt skipti hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri að leggja hana í einelti. Þá sagðist hann ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, en hann hefði þó rassskellt hana einu sinni þegar hann sá „ljót kynferðisleg skilaboð“ í síma hennar. Hann sagði það hafa verið í refsingarskyni. Maðurinn sagðist sjá eftir því. Heimilisaðstæðum fólksins er lýst í dómnum, en fram kemur að þau hafi flutt hingað til lands nokkrum árum fyrr. Þá kemur fram að stjúpfaðirinn og móðir stúlkunnar séu nú skilin. Vissi ekki hverju hún ætti að trúa Skýrslur voru teknar af móðurinni. Hún sagði dóttur sína hafa sagt sér frá hegðun stjúpföðurins nokkrum mánuðum fyrr og það verið henni mikið áfall og hún ekki vitað hverju hún ætti að trúa. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við slíka hegðun. Héraðsdómur lagði til grundvallar framburð stúlkunnar, sem þótti trúverðugur og þá þótti framburður móður hennar og starfsmanna skóla hennar styðja við hann. Því taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði kysst og káfað á stúlkunni. Þá þótti maðurinn játa að hafa rassskellt stúlkuna og þar með leit dómurinn svo á að hann hafi með rassskellingu sinni refsað henni. Hann var því einnig sakfelldur fyrir að beita hana líkamlegri refsingu.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira